Kórastarf


Kirkjukór Laugalandsprestakalls
Kirkjukór Laugalandsprestakalls annast söng í fimm af sex kirkjum prestakallsins. Kórinn hefur æfingaraðstöðu í Tónlistarhúsinu Laugarborg. Auk kirkjutónlistar æfir kórinn hefðbundin sönglög og hefur haldið eigin tónleika bæði heima í héraði og utan þess. Rösklega 30 manns eru í kórnum.
 
 

Karlakór Eyjafjarðar

Karlakór Eyjafjarðar
Karlakór Eyjafjarðar er um 40 manna kór sem hefur æfingaraðstöðu í Tónlistarhúsinu Laugarborg. Kórinn hefur frá upphafi unnið eftir þeirri stefnu að hafa léttleika að leiðarljósi og að lagavalið einskorðist ekki við hefðbundin karlakórslög. Kórinn heldur árlega nokkra tónleika, bæði í Laugarborg auk þess sem farið er í árleg söngferðalög.

Síðast uppfært 21. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?