Auglýsingablaðið

576. TBL 19. maí 2011 kl. 08:53 - 08:53 Eldri-fundur


Sveitarstjórnarfundur
403. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 24. maí n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og á heimasíðu sveitarinnar, www.eyjafjardarsveit.is
Sveitarstjóri


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði !
Kvöldgöngur félagsins í sumar verða sem hér segir á þriðjudagskvöldum:

24. maí   kl. 20.00   Eyjafjarðarárbakkar, suður.
31. maí   kl. 20.00   Flugvallarleið (gömlu brýrnar.)
  7. júní   kl. 20.00   Grundarskógur.
14. júní   kl. 20.00   Kjarnaskógur.
21. júní   kl. 20.00   Eyjafjarðarárbakkar, suður.
  5. júlí    kl. 20.00   Naustaborgir.
12. júlí    kl. 20.00   Lystigarðurinn.
19. júlí    kl. 20.00   Niður með Glerá, frá Möl og sandi.
26. júlí    kl. 20.00   Vaðlareitur.
  2. ágúst kl. 20.00   Naustaborgir.
  9. ágúst kl. 15.00   Laufás.

Göngunefndin


Frá Búnaðarfélagi Saurbæjarhrepps

Tækjalisti 2011
Vél Daggjald kr.                      Vél Daggjald kr.
Diskaherfi 2.000                      Háþrýstidæla 2.000
40 diskaherfi 5.000                  Háþrýstid.f/dráttarvél 2.000
Plógur tvískeri 4.000                Brotvél ný 4.000
Plógur fjórskeri 8.000               Höggborvél/brotvél 1.500
Valti gamall 1.000                    Rafstöð 12 kW. 1.000
Akurvalti 5m 8.000                   Lokkari 1.500
Pinnatætari 12.000                   Naglabyssa 1.000
Lítil steypuvél 2.000                 úðadæla f/dráttarvél 5.000
Steypuvél m/vatnstank 5.000    Vibrator 1.500
Snittvél og rörskeri 3.000           Klaufaklippur 300
Rörbeyjuvél 500 

Athugið þeir sem skulda félaginu fá ekki lánuð tæki. Utanfélagsmenn borga 50%meira. Umsjónarmaður tækja er Smári Steingrímsson æsustöðum S:463-1301 gsm: 846-2060
óskum ykkur gleðilegs sumars, Stjórnin


Eyðing á skógarkerfli
átaksverkefni umhverfisnefndar á eyðingu skógarkerfils í sveitafélaginu er nú að hefjast, fjórða árið í röð. Umsjónarmaður verksins verður áfram Grettir Hjörleifsson (s. 861-1361). Fyrirkomulagið verður svipað og síðastaliðið ár. Landeigendur eru hvattir til áframhaldandi samstarfs um aðgengi að svæðum á jörðum sínum þar sem kerfil er að finn. Ennfremur eru þeir hvattir til að leggja fram vinnuframlag í formi aðstoðar við úðun.  íbúar sveitarinnar  eru beðnir um að láta vita af svæðum þar sem skógarkerfil er að finna með því að hafa samband við Gretti
 

Vorhátíð
Föstudaginn 27. maí ætlum við starfsfólk Eyjafjarðarsveitar og makar að hittast og hafa gaman saman. Mæting verður í Funaborg kl. 19.30.    LEIKIR – GRILL – GLENS – GRíN :-)
Grill og gos er í boði Eyjafjarðarsveitar (aðrir drykkir á eigin vegum) :-)
Skráningu þarf að vera lokið mánudaginn 23. maí. Vonumst til að sjá sem flesta. árshátíðarnefnd
 

Kæru sveitungar
Eins og við greindum frá um daginn var Góði dátinn Svejk valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2010-2011 og verður sýnd í þjóðleikhúsinu 29. maí kl. 20:00. Af því tilefni verða tvær aukasýningar í Freyvangi. Skorum á alla sem eiga eftir að sjá þessa athyglisverðu sýningu að koma og styrkja Freyvangsleikhúsið til suðurferðarinnar í leiðinni. Skorum sérstaklega á þorrablótsgesti frá því í vetur að koma :-)
Sýningar:
-Laugardagur 21. maí. kl. 20:00. Borð og stólar og kráarstemning. Tveir f.1 af öli. 
-Sunnudagur 22. maí kl. 15:00. Borð og stólar, kaffi og vöfflur að hætti formanns innifalið í verði.   Miðaverð kr.2.000 á báðar sýningar.
Miðasala í síma 857 5598 frá kl.17 virka daga og kl.10 um helgar og á freyvangur.net


ársæll frá Hemlu II (A: 8.43 S: 8.24 H: 8.55) verður í hólfi á Höskuldsstöðum í Eyjafirði eftir landsmót. Folatollur: 100.000 þús. með vsk, innifalið er girðingagjald og 1 sónarskoðun. áhugasamir hafa samband við Ragnar Ingólfsson, Hóli í síma 896-0391 eða Hlyn Kristinsson, Kvisti 895-5899


Samherjar - Samherjar
Fótbolti - Meistaraflokkur karla
Eftir öfluga byrjun höldum við ótrauðir áfram. Stefnan er sett á að kynna afar umdeildum keppnistreyjunum síðasta árs fyrir sigurtilfinningunni. í ár leikum við í utandeild KDN og hefst keppni í henni næstkomandi fimmtudag 26. maí. æfingar munu fara fram á aðalvelli Samherja, þriðjudaga og sunnudaga kl: 20:00 og auk þess á fimmtudögum, þá fimmtudaga sem ekki er keppt í utandeildinni. Sé næg þátttaka er jafnvel hægt að halda uppi æfingum á fimmtudögum þótt þorri leikmanna verði að spila í leikjum í KDN deildinni. Allt fer það þó eftir mætingu og vera frekari upplýsingar um það birtar síðar. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Frekari upplýsingar veitir óttar í síma 865-4540


Kvennahlaup – Fjölskyldudagur
Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 4. júní. Hlaupið verður eins og venjulega frá Hrafnagilsskóla kl. 11:00, upphitun hefst kl. 10:45. Vegalengdir verða 2,5 og 5 km. þátttökugjald er 1.250 kr. Bolurinn í ár er blár úr „dry-fit“ efni. Eftir kvennahlaupið er áætlað að grilla og kemur hver með sitt á grillið. 
:-) þennan dag ætlum við einnig að hafa fjölskyldudag, þar sem fjölskyldur og/eða vinir keppa saman sem lið í hinum ýmsu óhefðbundnu greinum s.s. hjólbörukapphlaupi, skeifukasti, stígvélakasti, eggjakasti ofl.  Gaman væri ef liðin hefðu sinn ,,einkennisbúning”.  Keppnin hefst eftir grill eða um kl. 13:00. Skráning fer fram meðan á grillinu stendur. Eftir keppni verður sparkvöllurinn vígður. Eins og venjulega verða hestar og kassaklifur. Frítt í sund fyrir alla milli kl. 11 og 16.    
Takið daginn frá, vonumst til að sjá sem flesta.
íþrótta- og tómstundanefnd, Samherjar, Hestamannafélagið Funi og Hjálparsveitin Dalbjörg


Hunda og kattahald
Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit skal hundur aldrei ganga laus á almannafæri, nema í fylgd með manni sem hefur fulla stjórn á honum og ef hundur hverfur frá heimili sínu skal eigandi eða umráðamaður gera ráðstafanir til að finna hundinn.
Brögð hafa verið á því að hundar séu að angra lambfé og er það alls óviðunandi. Eigendur eru því áminntir um að sjá til þess að hundar fari ekki að heiman.
þá ber eigendum og forráðamönnum katta að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru katta.
Sveitarstjóri


Vortónleikar
Kór Hrafnagilsskóla verður með vortónleika sína fimmtudaginn 19. maí í Aldísarlundi og hefjast þeir kl. 14:00. Takið með ykkur sessu eða teppi til að sitja á. Endilega komið og njótið þess að hlusta á fallegar barnaraddir í bland við lóusöng og píanóundirleik.
Við hlökkum til að sjá ykkur :-)
E.s. ef svo ólíklega vildi til að það rigndi þá verða tónleikarnir í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.
María Gunnarsdóttir og kórinn

Getum við bætt efni síðunnar?