Auglýsingablaðið

653. TBL 08. nóvember 2012 kl. 10:37 - 10:37 Eldri-fundur

Dagur íslenskrar tungu í Hrafnagilskóla
Föstudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans. Nemendur skólans munu flytja atriði í tali og tónum tengd þema dagsins sem að þessu sinni er hrafninn. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast þjóðarskáldsins Jónasar Hallgrímssonar, með upplestri á ljóðum hans.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis, 1.-10. bekkur 600 kr. og þeir sem lokið hafa grunnskóla 1.200 kr.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjarins.  Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla

Námskeiðið „Verndum þau“ í samstarfi UMSE við æskulýðsvettvanginn
Ungmennasamband Eyjafjarðar, í samstarfi við æskulýðsvettvanginn, mun standa fyrir námskeiðinu "Verndum þau" í Félagsborg á Hrafnagili 14. nóvember kl. 16:15-19:15
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna.
Farið verður yfir hvernig bregðast eigi við vanrækslu og/eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er byggt á bókinni Verndum þau.
á námskeiðinu verður farið yfir:
• Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum
• Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar
• úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Skráning fer fram í tölvupósti: umse@umse.is og í síma 868-3820. Skráningarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 12. nóvember.
það eru höfundar bókarinnar, Verndum þau, sem stýra námskeiðinu. ólöf ásta Farestveit er uppeldis- og afbrotafræðingur og þorbjörg Sveinsdóttir er með BA í sálfræði. þær starfa báðar í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.
Við hvetjum sem flesta til þess að skrá sig og mæta á námskeiðið.
Frekari upplýsingar veitir skrifstofa UMSE

Kaffihlaðborð og sölubás
Föstudaginn 16. nóvember  kl. 14:00 verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Eftir hátíðardagskrána ætlum við í 10. bekk að standa fyrir kaffisölu. Auk þess munum við að vera með nýbreytni og setja upp sölubás þar sem við seljum fallegar jólaservéttur og jólagersemina frá Laufabrauðssetrinu. Einnig verðum við með til sýnis nafnmerkt handklæði og tökum niður pantanir. Allt eru þetta tilvaldar jólagjafir  ágóði af allri sölu rennur í ferðasjóð okkar.
Með von um mikil og góð viðskipti.  Kveðja, nemendur í 10. bekk

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar   Alltaf eitthvað nýtt! Munið að bókasafnið er opið  seinni partinn mánudaga til fimmtudaga. Bækur, tímarit, kiljur, hljóðbækur, ný jólablöð.
Opnunartímar safnsins:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00       
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 9:00-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð
Leiðarlýsing 2012
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðasveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra. Gjald fyrir hvern kross er kr. 2800.
Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444. Lionsklubburinn Vitaðsgjafi

ágætu sveitungar
Viljið þið vinsamlega hreinsa frá póstkössum þar sem þess er þörf.      Pósturinn

átt þú spil sem þú ert hætt/-ur að nota???
óskum eftir alls konar spilum fyrir félagsmiðstöðina Hyldýpið.      Starfsfólk og nemendur

Framsóknarfélag Eyjafjarðarsveitar boðar til fundar mánudaginn 12. nóv. kl. 20:30 á
Kaffi Kú. Efni fundarins: kosning fulltrúa á aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í NA kjördæmi. Félagsmenn fjölmennið.  Stjórnin

Námskeið. Smá hálmsaga
Allar þjóðir, er rækta korn, hafa nýtt hálminn í nytjamuni. Fundist hafa nær óskemmdir munir í jörðu, frá 6000 árum f.K. sem sýna að fólk hefur búið til hina ýmsu nytjamuni til daglegs brúks og til trúariðkanna, þar sem hver korntegund hefur haft sérstaka þýðingu, tengda uppskeruhátíðinni, til að þakka korngyðjunni fyrir þá uppskeru sem fengist hefur eða bæn fyrir góða uppskeru næsta árs. í fagurlega ofnum hálmbúrum var talið að hægt væri að hneppa anda korngyðjunnar Isis, en hún dó eða lagðist í dvala með seinustu stránum er skorin voru frá akrinum. í búrinu hvíldist hún til næsta árs, til að endurfæðast næsta vor er henni var sleppt með útsæðinu. Ef ekki þá brást uppskeran. þetta gerðu norðurlandabúar er ísland var numið, svo væntanlega hefur það verið gert þegar akurinn var á eyrinni, eða brást uppskeran þess vegna??? Námskeið um nýtingu á hálmi til nytjamuna, verður haldið í Dyngjunni-listhúsi
15. nóv. kl. 18:30-21:30. verð 6.500.- Upplýsingar í  síma 899-8770 og
https://www.facebook.com/dyngjanlisthus

ævintýrasöngleikurinn SKILABOðASKJóðAN eftir þorvald þorsteinsson
12. sýning            10. nóvember    kl. 14
13. sýning            11. nóvember    kl. 14
14. sýning            17. nóvember    kl. 16    ANNAR SýNINGARTíMI
15. sýning            18. nóvember    kl. 14
16. sýning            24. nóvember    kl. 14   SíðUSTU SýNINGAR
17. sýning            25. nóvember    kl. 14
Miðasala á freyvangur.net og í síma 857-5598 milli kl. 18-20 virka daga og 10-14 um helgar.

íbúar Eyjafjarðarsveitar,nú er það ákveðið
árshátíð verður haldin 17. nóv. í Funaborg. Klassískt hlaðborð frá Bautanum sem inniheldur; villikryddað lambalæri, reykt svínslæri og ýmislegt meðlæti. Skemmtiatriði að hætti skemmtinefndar. Hljómsveitin í sjöunda himni leikur fyrir dansi. Miðaverð kr. 5.500.- Miðapantanir á netfagnið hafdisds@simnet.is og hjá Bigga í Gullbrekku í síma 845-0029 fyrir 14. nóv. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30.
Við skorum á fleiri félög að taka þátt og vera með. Fjölmennum og eigum góða kvöldstund saman í Funaborg. Skemmtinefnd Funa, Hjálparsveitin Dalbjörg og Sauðfjárræktarfélagið Freyr

Pub quis og tveir fyrir einn Kaffiku.is
Hinir óviðjafnanlegu og eðalbornu drengir, Pálmi og Sverrir, verða með pub quiz (spurningakeppni) laugardagskvöldið 10. nóvember á Kaffi kú og hefst keppnin klukkan 22:00. Spurningarnar verða almenns eðlis og frekar skemmtilegar. Vertinn mun framreiða „tóma hamingju og gleði“ af barnum gegn vægu gjaldi, veglegir vinningar bæði í fljótandi og föstu formi. Til að fólk nái að skerpa á athyglinni verður tveir fyrir einn ... milli kl. 20:00-21:00. Ekki láta þennan viðburð framhjá þér fara. 
Opnunartímar: laugardag: kl. 14:00 – 01:00 og sunnudag: kl. 14:00-18:00

Getum við bætt efni síðunnar?