Auglýsingablaðið

665. TBL 31. janúar 2013 kl. 08:53 - 08:53 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
429. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikudaginn 6. febrúar og hefst hann kl. 12:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.eyjafjardarsveit.is/
Sveitarstjóri


Opnunartímar bókasafnsins
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00      
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30


árshátíð unglingastigs
árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 1. febrúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu.
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk  sýna stytta útgáfu af söngleiknum Gauragangi og kennarar  á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika, syngja og dansa á sýningunni sjá nemendur um búninga, leikmynd, förðun og alla tæknivinnu. Verð aðgöngumiða er 600 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.200 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur á unglingastigi


þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2013 - miðapantanir og miðasala –
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2013
þeir sem höfðu ekki tök á því að sækja miðana sýna í miðasöluna geta haft samband við öddu Báru í síma 867-7684. Auk þess sem hún selur þá örfáu miða sem eru eftir.
Kveðja þorrablótsnefndin


Tóvinnunámskeið
Nú fer að líða að spunanum. Tóvinnunámskeið verða haldin 2x2 þriðjudagskvöld frá 5.-26. febrúar, frá kl. 19.00-22.00. í litlu rauðu húsi við Dyngjuna er spunninn þráður lífsins úr reyfi frá kind nágrannans við kertaljós á köldum vetrarkvöldum. Fyrstu tvö skiptin er kennt að spinna þráð frá reyfi, kemba með handkömbum og spunnið á snældu og seinni tvö kvöldin er kennt að spinna á rokk.  Námskeiðið kostar 18.000.-
það er hægt að taka eingöngu fyrripartinn eða beint í rokkinn ef nemandinn kann á snælduna.
Dyngjan-listhús er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit. Upplýsingar í síma 899-8770 og hadda@simnet.is
Ketilkaffi og með því á heitri kamínu.
Hadda / Guðrún H. Bjarnadóttir


Kæru Iðunnarkonur
Minnum á aðalfundinn 9. febrúar kl. 11:00. Munið árgjaldið, kaffihappdrættið og góða skapið. Veitingar í boði 4. flokks. Sjáumst hressar.
Stjórnin


Freyvangsleikhúsið kynnir
Fyrsta febrúar mun Freyvangsleikhúsið frumsýna leikritið Dagatalsdömurnar e. Calendar girls. Verkið er gamanleikrit og var valið besta gamanleikritið í London árið 2010.

Verkið er byggt á sannsögulegum atburðum sem gerðust í London árið 1999. Kvenfélagskonur taka sig saman og ákveða að gera dagatal með fallegum myndum af sjálfum sér, fáklæddum. Dagatalið ætla þær síðan að selja til að safna fyrir sófa á krabbameinsdeildina á sjúkrahúsinu í bænum sem þær búa í því maður einnar þeirra greindist með krabba og þær vilja leggja sitt af mörkum til að gera biðstofuna á sjúkrahúsinu vistlegri. það verða átök í hópnum um gerð dagatalsins og ekki minni um frægðina sem þær öðlast eftir að dagatalið birtist.

ástæða þess að þetta verk varð fyrir valinu er að Freyvangsleikhúsið vill draga athyglina að baráttunni gegn krabbameini. þessi sjúkdómur kemur beint eða óbeint við alla og hefur Freyvangsleikhúsið fengið að kynnast því. öll laun fyrir höfunda- og sýningarrétt renna óskert til rannsókna á sjúkdómnum, en einnig hefur Freyvangsleikhúsið ákveðið að gera enn betur og ánafna Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis hluta af innkomunni.
þetta er í fyrsta skipti sem verkið er sett upp á íslandi og fékk leikfélagið Davíð þór Jónsson til að skella því yfir á íslensku. Leikstjóri er svo hin gamalreynda Sigrún Valbergsdóttir.

Frumsýning 1. feb. kl. 20   UPPSELT
2. sýning     3. feb. kl. 20   öRFá SæTI LAUS

Sýnt á föstudögum og laugardögum.
Miðapantanir í síma 857-5598 og á freyvangur.net


Kaffi kú - Lifandi tónlist
Atli og Bobbi mæta á föstudagskvöldið og slá á létta strengi frá kl. 22.
Tilvalin leið til að hita sig upp fyrir þorrablótið eða til að fullkomna frumsýninguna í Freyvangi.

Vegna þorrablóts Eyjafjarðarsveitar verður lokað frá kl. 18 á laugardag.

Opnunartímar næstkomandi helgi eru:
Föstudag kl. 21-01
Laugardagur kl. 14-18
Sunnudagur kl. 14-18
Kaffiku.is

Getum við bætt efni síðunnar?