Auglýsingablaðið

676. TBL 17. apríl 2013 kl. 13:55 - 13:55 Eldri-fundur

Kjörfundur vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 15. apríl 2013; Emilía Baldursdóttir, ólafur Vagnsson, Níels Helgason

432. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikudaginn 24. apríl og hefst hann kl. 12:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri

Auglýsingablaðið, síðasta vetrardag!  Auglýsingar fyrir næsta blað þurfa að berast fyrir kl. 9:00 þriðjudaginn 23. apríl. Blaðinu verður dreift um sveitina miðvikudaginn 24. apríl síðasta vetrardag.

Leikskólinn Krummakot auglýsir laus störf
Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.eyjafjardarsveit.is

Tímabundin atvinna Afleysingu vantar tímabundið í heimaþjónstu.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600.

Kerling - einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar
Niðurstaða könnunar, um einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar, er Kerling sem hlaut 37 atkvæði af 45 sem bárust skrifstofunni. Mörg skemmtileg svör fylgdu atkvæðum og má sjá nokkur þeirra á heimasíðu sveitarfélagsins.
Skrifstofa

Opnunartími bókasafns Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Fyrir hádegi mánudaga-fimmtudaga kl. 9:00-12:30, föstudaga kl. 10:30-12:30, eftir hádegi mánudaga kl. 13:00-16:00 og þriðjudaga-fimmtudaga kl. 16:00-19:00.
Safnið er lokað 25. apríl (sumardagurinn fyrsti) og 1. maí (verkalýðsdagurinn)

árshátíð yngsta stigs í Hrafnagilsskóla -Kæru sveitungar
þriðjudaginn 23. apríl verður árshátíð yngsta stigs haldin í Laugarborg. Hún hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 16:00. þema hátíðarinnar er indíánar. Söngleikurinn um Litlu-Ljót verður fluttur.
Miðaverð er 1.200 kr. fyrir fullorðna og 600 fyrir börn á grunnskólaaldri. Frítt er fyrir yngri börn. Veitingar eru innifaldar í verði. ágóði rennur í ferðasjóð nemenda. Allir hjartanlega velkomnir.
Athugið að skólabílar aka ekki heim að lokinni skemmtun. 
Skólastjórn Hrafnagilsskóla

Fjárræktarfélag öngulsstaðahrepps
Fundur verður haldinn mánudagskvöldið 22. apríl kl. 20:30 í Félagsborg.
Sigurður þór Guðmundsson ráðunautur fer yfir málin, félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Ullarsöfnun
Tekið verður á móti ull í Eyjafjarðarsveit miðvikudaginn 24. apríl n.k. milli kl. 13:30 og 14:30,
ef veður leyfir. Bíllinn verður staðsettur á Melgerðismelum. það verður að vera búið að merkja, vigta og skrá ullina áður en komið er með hana á staðinn. ístex hvetur bændur til þess að senda alla vetrar- og snoðull, ekki geyma hana fram á haust.
Rúnar Jóhannsson gsm 847-6616

Fögnum sumri og grillum saman
Hestamannafélagið Funi „býður” til grillveislu í Funaborg, föstudagskvöldið 26. apríl.
þú kemur með þitt kjöt á grillið og kaupir meðlæti á staðnum. Grillið verður heitt kl. 20:00.
Síðasti skráningardagur er 25. apríl í síma 461-1242/861-1348 eða á netfangið hafdisds@simnet.is. Allir velkomnir.  Hestamannafélagið Funi

álfagalleríið á Teigi!   Opið allar helgar í apríl og maí frá kl. 13:00-18:00
Fjölbreytt handverk. Verið velkomin, framleiðendur.
Galleríið í sveitinni, sími 894-1323

Hestamannafélagið Funi auglýsir eftir handverksfólki sem vill sýna/selja handverk í Funaborg á Sumardaginn fyrsta. áhugasamir hafi samband við Hafdísi 461-1242/861-1348 hafdisds@simnet.is sem fyrst.  Húsnefnd Funa

Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps
Aðalfundur verður haldinn í Funaborg þriðjudaginn 23. apríl n.k. kl. 20:00.
Dagskrá; venjuleg aðalfundarstörf, öryggismál í landbúnaði og lagabreytingar.
Stjórnin

Hagyrðingakvöld Karlakórs Eyjafjarðar
Karlakór Eyjafjarðar heldur hagyrðingaskemmtun í Laugarborg föstudagskvöldið 19. apríl kl. 20:30. Hagyrðingarnir ásmundur Kristjánsson, Björn Ingólfsson, Hjálmar Freysteinsson, Pétur Pétursson og Reynir Hjartarson mæta undir dyggri stjórn Birgis Sveinbjörnssonar. Kórinn syngur nokkur lög undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Kaffi og konfekt verður á borðum. Húsið opnað kl. 19:30 og er sala aðgangsmiða við innganginn, (ath. tökum ekki kort).  Karlakór Eyjafjarðar

Hestakrakkar/unglingar !
Sýningin “æskan og hesturinn” verður að þessu sinni haldin 4. maí n.k. í Svaðastaðahöllinni við Sauðárkrók. Við auglýsum eftir vel hestfærum krökkum, 13 ára og eldri, sem hafa hug á þátttöku. Viðkomandi þarf að hafa tök á að hafa með sér hest og foreldri/aðstoðarmann í undirbúningi og á sýningunni sjálfri. Hugmyndir af atriði verða mótaðar af hópnum við fyrsta hitting. Miðað verður við að hittast u.þ.b. tvisvar hestlaus í Funaborg, tvisvar með hest í Melaskjóli og mögulega tvisvar í reiðhöllinni á Akureyri. áhugasamir skrái sig hjá önnu Sonju í síma 846-1087 eða um netfangið annasonja@gmail.com í síðasta lagi laugardaginn 20. apríl kl. 20:00.
Fyrir hönd barna- og unglingaráðs, Sigríður í Hólsgerði

Framhaldsprófstónleikar Jóhönnu írisar Hjaltadóttur frá Tónlistarskólanum á Akureyri verða 26. apríl kl. 18:00 í Hömrum Menningarhúsinu Hofi. Meðleikari Daníel þorsteinsson.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis

Vortónleikar!  þórustaðafeðgarnir fyrrverandi, Atli, Bjarni og Gulli verða í Laugarborg laugardaginn 20. apríl kl. 16:00 ásamt Grundartangakórnum og óskari Péturssyni. Grundartangakórinn er karlakór og hefur Atli stjórnað honum frá árinu 2000. Bjarni, Gulli, óskar og Smári Vífilsson syngja einsöng og tvísöng með kórnum og svo taka feðgarnir og óskar nokkur Galgopalög. Efnisskráin er fjölbreytt og gleðin í fyrirrúmi. Verð kr. 2.000.- Ath; ekki posi á staðnum

Eyfirðingar takið eftir !  Söngskemmtun Rökkurkórsins sem vera átti í Freyvangi laugardaginn 20. apríl, verður föstudaginn 19. apríl kl. 20:30. Stjórnandi Sveinn Sigurbjörnsson. Undirleikur Thomas R Higgerson. Einsöngur Jóhann Már Jóhannsson. Fjölbreytt söngskrá, grín og gaman. Hittumst hress, ekkert stress. Miðaverð 2.000.-kr.  Athugið; ekki greiðslukort!  Rökkurkórsfélagar

Tónleikar
Kirkjukór Laugalandsprestakalls auglýsir tónleika í Laugarborg síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 24. apríl 2013 kl. 20:30. Kirkjukórinn hefur, samhliða sálmasöngvum, m.a. æft sönglögin sem nú mynda söngdagskrána. þá mun kórinn fá til liðs við sig þrjá verðandi útskriftarnema úr söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri í vor. það eru Jóhanna íris Hjaltadóttir Kvistási, Sigríður Hulda Arnardóttir Reykhúsum og Silja Garðarsdóttir Stokkahlöðum. Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir 18 ára og eldri, kaffi og meðlæti innifalið í miðaverði.
Stjórnin

Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju, þriðjud. 30. apríl kl. 20:30. á dagskrá fundarins eru hefðbundin störf aðalsafnaðarfundar. Safnaðarsystkin eru hvött til að mæta og taka þátt í starfi kirkjunnar okkar.  Sóknarnefnd

Vantar vinnu!
Hef mikla reynslu af öllum sveitastörfum og vélavinnu. Hef unnið á fjórum kúabúum og hjá landbúnaðarverktaka. Hef plægt, tætt, sáð, slegið og rúllað yfir 10.000 rúllur. Get hafið störf fljótlega uppúr maí byrjun. P.s. bý í hverfinu.  Kveðja Guðmundur sími 694-6101

íbúð óskast 4-5 herbergja, í Hrafnagilshverfinu eða í Eyjafjarðarsveit.  Inga sími 867-4351

Getum við bætt efni síðunnar?