Auglýsingablaðið

705. TBL 07. nóvember 2013 kl. 08:27 - 08:27 Eldri-fundur

Fjárhagsáætlun - undirbúningsfundur
Laugardaginn 9. nóvember verður haldinn fundur sveitarstjórnar með öllum nefndum sveitarfélagsins og forstöðumönnum stofnana.
á fundinum verður farið yfir fjárhagstöðu sveitarfélagsins og kynntar helstu forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2014. Fundurinn verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla og hefst kl. 10:00. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki um kl. 13:00.
Fundurinn er einnig opinn öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu og/eða vilja koma á framfæri ábendingum.
Sveitarstjórn

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit
- óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsmenn með aðra uppeldismenntun.
Um er að ræða:
• Tvær 100% stöður vegna fæðingarorlofs. önnur er frá frá 1. des. 2013 til 28. febrúar 2014. Hin staðan er frá 1. janúar 2014.
• Ein 100% staða frá 1. janúar 2014.
Krummakot er þriggja deilda leikskóli með hátt í 60 nemendur og eru deildir aldursskiptar. Verið er að innleiða Jákvæðan aga og markvisst unnið með málrækt, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu, myndlist og tónlist. Leitað er eftir metnaðarfullum,  áhugasömum og traustum einstaklingum sem  eiga auðvelt með samskipti og sveigjanleika í starfi. Umsóknarfrestur er til 19. nóvember n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi í síma 464-8120/892-7461, netfang hugruns@krummi.is

ágætu sveitungar - 1. desember nálgast!
Munið að taka sunnudagskvöldið 1. desember frá fyrir hina árlegu „Menningarveislu“ sem haldin verður í Laugarborg kl: 20:00. Tónlist, uppákomur og kaffihúsastemmning.
Bestu kveðjur frá menningarmálanefnd

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Næstkomandi þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag frá kl. 16:00-19:00 verður
bókamarkaður  á safninu. þar verða til sölu á mjög vægu verði aukaeintök sem safnið á en hefur ekki pláss eða not fyrir. Um er að ræða alls konar bækur, gamlar og ekki svo gamlar, kiljur og innbundnar bækur, fræðibækur og skáldsögur.
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.
Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og  16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

íbúaþing
Haldið verður íbúaþing um farsæla öldrun í Eyjafjarðarsveit 23. nóvember kl. 14.00 í mötuneyti skólans. Takið daginn frá, hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja, félagsmálanefnd

Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 10. nóv. er fjölskyldumessa í Kaupangskirkju og hefst hún kl. 11:00. Brynhildur Bjarnadóttir leiðir athöfnina. Við hvetjum foreldra, já og afa og ömmur að koma með börnum sínum og barnabörnum og gleðjast með þeim í kirkjunni.
Bestu kveðjur. Sóknarprestur


Dagur íslenskrar tungu í Hrafnagilskóla
Kæru sveitungar. Föstudaginn 15. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans. Nemendur skólans munu flytja atriði tengd þema dagsins sem að þessu sinni er heilbrigði og velferð. Einnig munu nemendur 7. bekkjar hefja stóru upplestrarkeppnina með upplestri á ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
Skólabílar aka heim að skemmtun lokinni kl. 14:45.
óskilamunir verða til sýnis og foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að kíkja á þá.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá.
þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára - ókeypis
1.-10. bekkur - 600 kr.
þeir sem lokið hafa grunnskóla - 1.200 kr.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjarins.
Allir hjartanlega velkomnir. Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla

Fjáröflun 10. bekkjar á Degi íslenskrar tungu
Hrafnagilsskóli heldur upp á Dag íslenskrar tungu föstudaginn 15. nóvember. Dagskrá hefst í íþróttasal skólans kl. 13:00. 10. bekkingar verða með bás þar sem ýmislegt verður til sölu til styrktar útskriftarferð þeirra í vor. Til sölu verða íþróttapokar sem hægt er að merkja með nafni barns á kr. 2.200 og ómerktir á kr. 1.900. Hægt er að fá græna, fjólubláa, svarta, ljósbláa og appelsínugula íþróttapoka. Einnig verða gjafapokar með hátíðarsúkkulaði til sölu á 1.900 kr. og skemmtilegar peningabuddur á 1.000 kr. Að lokinni dagskrá verður kaffihlaðborð eins og venja er. Vonumst til að sjá sem flesta! 10. bekkur Hrafnagilsskóla

Aldan-Voröld
Við kvenfélagskonurnar í öldunni-Voröld ætlum að hittast eitt kvöld í næstu viku. Nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti og einnig settar inn á Facebook hópinn okkar. Kveðja, stjórnin

ágætu sveitungar
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Fyrsti febrúar er dagsetningin sem allir þurfa að leggja á minnið. þá verður þorrablót aldarinnar. Kíkið í fataskápinn og athugið hvort litasjatteringarnar séu ekki örugglega til staðar. Gott er að skreyta póstkassana tímanlega en hvorki verða þeir skoðaðir né dæmt um útlit þeirra. í ljósi góðrar reynslu verður leitað til KSí sem mun sjá um miðasöluna að þessu sinni.
Boltakveðja. þorrablótsnefnd aldarinnar

Sætt án samviskubits
Námskeið fyrir þá sem vilja læra hvernig hægt er að skipta út hvítu hveiti og sykri og nota hollara og náttúrulegra hráefni í staðinn í baksturinn og konfektið. þetta námskeið hentar líka sérlega vel fólki með eggja- og mjólkurofnæmi. Námskeiðið er 2,5 klst og hægt er að velja um eftirfarandi tímasetningar:
Miðvikudaginn 13. nóvember 19:00 – 21:30. Skráning til 10. nóvember.
Laugardaginn 16. nóv.  10:00-12:30. Skráning til 13. nóvember.
Miðvikudaginn 27. nóv. 18:00 – 20:30. Skráning til 24. nóvember.
Staður: matsalur Silvu, Syðra-Laugalandi efra, Eyjafjarðarsveit
Verð: 6.500 krónur, posi á staðnum
Innifalið: námskeiðsgögn, uppskriftir, fræðsla og endalaust smakk ; )
Kennari: Kristín Kolbeinsdóttir Skráning í síma 851 1360 eða á netfangið silva@silva.is

öðruvísi jólahlaðborð - Hvernig væri að prófa eitthvað nýtt?
Fimmtudaginn 5. desember kl. 19:00 er komið að því að bjóða upp á jólahlaðborð að hætti grænmetisætunnar. úrval ljúffengra rétta og eftirrétta. Verð 6.500 krónur. Pantanir þurfa að berast fyrir 1. desember í síma 851-1360 eða á netfangið silva@silva.is.

Getum við bætt efni síðunnar?