Auglýsingablaðið

706. TBL 14. nóvember 2013 kl. 09:22 - 09:22 Eldri-fundur

Umhverfisverðlaun – skilafrestur ábendinga til og með 18. nóvember n.k.
Umhverfisnefnd óskar eftir ábendingum í tengslum við veitingu á
umhverfisverðlaunum árið 2013. Umhverfisverðlaun eru veitt annað hvert ár til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í snyrtimennsku og umgengni. Ef þú hefur ábendingu þá ertu beðinn um að senda hana á esveit@esveit.is.
Umhverfisnefnd


ágætu sveitungar,  1. desember nálgast og látum oss gleðjast
Næstkomandi fullveldisdag 1. desember verður menningarveisla með kaffihúsabrag í Laugarborg kl. 20:00. Meðal þess sem boðið verður upp á er brot úr Rammaslag, nýjum íslenskum söngleik í flutningi útvarpskórsins. Kraftmikil og rokkuð sýning um kynlíf, galdra, ofbeldi, ástir og örlög þar sem margt af besta tónlistafólki af Eyjafjarðarsvæðinu koma fram. Leikstjórn og handrit: ívar Helgason. Tónlist og útsetning: Hjörleifur örn Jónsson.
Bestu kveðjur frá menningarmálanefnd


íbúaþing
Haldið verður íbúaþing um farsæla öldrun í Eyjafjarðarsveit 23. nóvember kl. 14.00 í mötuneyti skólans. Takið daginn frá, hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja, félagsmálanefnd


Tónlistarskóli Eyjafjarðar 25 ára
Skólinn er 25 ára um þessar mundir og verður næsta vika undirlögð í tónleikum. Markmiðið er að sem flestir og helst allir nemendur komi fram allavega einu sinni í þessari viku. Við munum sjá um allar samverustundirnar í Hrafnagilsskóla, spila í félagsstarfi aldraða, Kristnespítala, Hlíð, leikskólanum, grunnskólanum, auk þess á Grenivík og Hörgársveit. Búast má við að kennsla raskist eitthvað af þessum völdum. Hægt er að sjá dagskrána á heimasíðu skólans tonlist.krummi.is


Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 11:00. Allir hjartanlega velkomnir og gaman væri að sjá væntanleg fermingarbörn.
Bestu kveðjur, sóknarprestur


Félag aldraðra í Eyjafjarðarsveit
Jólahlaðborð félagsins verður haldið í matsal Hrafnagilsskóla föstudaginn 29. nóvember kl. 19:00. Skráning: í Félagsborg á mánudögum eftir hádegi, eða hjá:
Vigfúsi í síma: 462-1581, ísleifi í síma: 860-5618 og Kristínu í síma: 463-1347.


Styrkir vegna æfinga/keppnisferða
Ungmennafélagið Samherjar minnir á að iðkendur geta sótt um styrk að upphæð 10.000 kr. fyrir æfinga/keppnisferðum innanlands á árinu 2013. Umsóknir þurfa að berast gjaldkera félagsins Sigurði Eiríkssyni (sigeiriks@gmail.com) fyrir 15. des. næstkomandi. í umsókn þarf að koma fram á hvaða mót var farið, nafn, kennitala og bankaupplýsingar þátttakanda eða forráðamanns.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
ákveðið hefur verið að framlengja bókamarkaðinn vegna góðra undirtekta og verður hann áfram næstkomandi þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag frá kl. 16:00-19:00. þar verða til sölu á mjög vægu verði aukaeintök sem safnið á en hefur ekki pláss eða not fyrir. Um er að ræða allskonar bækur, gamlar og ekki svo gamlar, kiljur og innbundnar bækur, fræðibækur og skáldsögur.
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.
Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.


Dagur íslenskrar tungu í Hrafnagilskóla
Kæru sveitungar. Föstudaginn 15. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans. Nemendur skólans munu flytja atriði tengd þema dagsins sem að þessu sinni er heilbrigði og velferð. Einnig munu nemendur 7. bekkjar hefja stóru upplestrarkeppnina með upplestri á ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
Skólabílar aka heim að skemmtun lokinni kl. 14:45.
óskilamunir verða til sýnis og foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að kíkja á þá.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá.
þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi.
0-5 ára - ókeypis
1.-10. bekkur - 600 kr.
þeir sem lokið hafa grunnskóla - 1.200 kr.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjarins.
Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla


Fjáröflun 10. bekkjar á Degi íslenskrar tungu
Hrafnagilsskóli heldur upp á Dag íslenskrar tungu föstudaginn 15. nóvember. Dagskrá hefst í íþróttasal skólans kl. 13:00. 10. bekkingar verða með bás þar sem ýmislegt verður til sölu til styrktar útskriftarferð þeirra í vor. Til sölu verða íþróttapokar sem hægt er að merkja með nafni barns á kr. 2.200 og ómerktir á kr. 1.900. Hægt er að fá græna, fjólubláa, svarta, ljósbláa og appelsínugula íþróttapoka. Einnig verða gjafapokar með hátíðarsúkkulaði til sölu á 1.900 kr. og skemmtilegar peningabuddur á 1.000 kr. Að lokinni dagskrá verður kaffihlaðborð eins og venja er. Vonumst til að sjá sem flesta! 10. bekkur Hrafnagilsskóla


Leiðarlýsing 2013
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra. Gjald fyrir hvern kross er kr. 3.000.

Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.  Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi


UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE
Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.
Umsóknarfrestur í sjóðinn er til og með 1. desember n.k. og verður úthlutað úr sjóðunum 15. desember.
Vakin er athygli á því að að þessu sinni er úthlutað í samræmi við nýja og mikið breytta reglugerð sjóðsins og er hún aðgengileg á vefsíðu UMSE.
http://www.umse.is/reglugerdhir/afreksmannasjodhur-umse
Einnig er að finna á vefsíðunni umsóknareyðublað sjóðsins.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMSE.


Iðunnarkvöld
þann 20. nóvember kl. 20:00 í Laugarborg, munu Iðunnarkonur fá leiðsögn í „krukkuhekli“. Vonumst til að sjá sem flestar.
Stjórnin


Hestamannafélagið Funi heldur félagsfund í Funaborg föstudaginn 22. nóvember kl. 20:00. Umræðuefnið er drög að starfsáætlun félagsins 2014 og að sjálfsögðu verður einnig hægt að ræða önnur mál sem brenna á félagsmönnum. Boðið verður uppá súpu og brauð í upphafi fundarins. Endilega mætið sem flest til að hafa áhrif á störf félagsins og eiga notalega kvöldstund saman.
Stjórnin


Jólamarkaður Dyngjunnar-listhúss 2013
Eins og undarfarin ár þá verður jólamarkaður í Dyngjunni-listhúsi haldinn, nú helgina 23. og 24. nóv. ég hef boðið fólki að taka þátt í þessum viðburði með mér og alltaf jafn gaman, þó fátt sé um gesti. Nú langar mig að bjóða þeim í sveitinni sem hafa áhuga á að vera með að taka þátt. Fyrirvarinn er nánast enginn, það veit ég, en ef þið eigið eitthvað fallegt og merkilegt í fórum ykkar sem þið hafið sjálf gert í höndunum, þá eruð þið velkomin á jólamarkað Dyngjunnar-listhúss 2013. Markaðssvæðið er pallurinn sunnan við litla rauða húsið og 3 "búðir" sem er um 2 fermetrar hvor með hillum. þannig að þetta er útimarkaður, veðrið hefur alltaf verið gott og mun verða það áfram, en kalt, svo fólk þarf að klæða sig eftir því. Rauða litla húsið er upphituð kaffistofa starfsfólks og þeirra sem þurfa yl. Velkomin.
Nánari upplýsingar og skráning (fyrir 15.11.) Guðrún H. Bjarnadóttir Fífilbrekku
899-8770 hadda@simnet.is


Hvítasunnudagur í Laugarborg
Vegna forfalla er n.k. Hvítasunnudagur, 8. júní 2014 laus. 
Fermingarveislur munu njóta forgangs.
Hafið samband við Eggert í s: 854-0016


Freyvangsleikhúsið kynnir
Samlestur/prufur á nýjum farsa sem Freyvangsleikhúsið frumsýnir á íslandi.
þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni endilega kíkið í Freyvang 18. og 19. nóv. kl. 20:00. Freyvangsleikhúsið


Zumba
Langar þig að skemmta þér í 4 vikur við frábæra tónlist og í góðri líkamsrækt?
"Zumba námskeið - styrkur, þol og gleði" - 4 vikna námskeið verður í „hjartanu“ í Hrafnagilsskóla.
Tilvalið fyrir vinahópinn að skemmta sér saman eða þig ef þú hefur ekki prófað Zumba fitness og auðvitað alla hina.
Mun gera mitt besta við að skemmta þér ;) mikið fjör & brennsla.
Hentar öllum vönum og óvönum sem vilja dansa og taka á.
Aldurstakmark er 8. bekkur – lágmark 15 manns á námskeiðið.

Kennt verður mán. og mið. kl. 16:30 - byrjar mán. 18. nóv  – kr. 8.000 (8 skipti).
Kennari: Eva Reykjalín Elvarsdóttir – Alþjóðlegur Zumba fitness kennari.
Hlakka til að sjá þig!
Skráning hefst strax í netfangið: eva@evareykjalin.is  -  uppl. í síma 696-7902.
Zumba - er líkamsrækt byggð upp á dönsum í latino grunni, með blandi af t.d. salsa, reggeton, meregnue, bollywood, flamengo. Hvert lag er með mismunandi rútínum, einföld spor og hver sem er getur tekið þátt. Mikil brennsla, eykur þol & styrk.


áfram heldur stuðið í Kattholti hjá Freyvangsleikhúsinu.....
Næstu sýningar:
Sýning   dags.    klukkan  
12   16. nóv lau    14:00  Uppselt   í auglýsingu
13   16. nóv lau    17:00  Uppselt   í auglýsingu
14   17. nóv sun   14:00  Uppselt   í auglýsingu
15   17. nóv sun   17:00  Aukasýning   í auglýsingu
16   23. nóv lau    14:00  Uppselt   í auglýsingu
17   23. nóv lau    17:00  örfá sæti laus í auglýsingu
18   24. nóv sun   14:00  Uppselt   í auglýsingu
19   30. nóv lau    14:00  Uppselt   í auglýsingu
20   30. nóv lau    17:00  Aukasýning   í auglýsingu
21     1. des sun   14:00  Uppselt   í auglýsingu
22     7. des lau    14:00  Uppselt   í auglýsingu
23     8. des sun   14:00  örfá sæti laus í auglýsingu
24   14. des lau    14:00   í auglýsingu
25   15. des sun   14:00   í auglýsingu
...
Miðasala í síma: 857-5598
kl. 17:00-19:99 alla virka daga
10:00-13:00 sýningardaga

A.T.H.-Eftir sýningu má fara upp á svið, taka myndir með leikurum og skoða sig um í Kattholti :)

Getum við bætt efni síðunnar?