Auglýsingablaðið

715. TBL 22. janúar 2014 kl. 14:03 - 14:03 Eldri-fundur

Hrossin eiga að vera komin heim
Nú á að vera búið að hreinsa alla afrétti. Ef einhvers staðar eru hross í óskilum þá vinsamlegast látið vita á skrifstofu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri

 

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.
Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

 

BINGó – BINGó – BINGó
10. bekkur Hrafnagilsskóla heldur bingó í stofum 6 og 7 í Hrafnagilsskóla fimmtudaginn 23. janúar  kl. 19:30.
Veglegir vinningar m.a. frá Samherja, Kjarnafæði og Norðlenska. í hléinu verða seldar vöfflur, kaffi, sælgæti og svalar. Hin magnaða tombóla verður einnig á sínum stað.
Hvert bingóspjald kostar 500 kr. og ef keypt eru 3 spjöld kosta þau 1.200 kr. Hver tombólumiði kostar 100 kr.
Bingóið er liður í fjáröflun vegna skólaferðalags. þökkum fyrirtækjum stuðninginn.
Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur í 10. bekk

 

Kæru Iðunnarkonur
Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn 8. febrúar 2014 kl. 11:00 í
Laugarborg. Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin

 

Kynning á Young Living ilmkjarnaolíum
Vantar þig eitthvað gott við hendina við hinum ýmsu kvillum, s.s. kvefi, vöðvabólgu, sárum, flensu og fleiru. þá verð ég með kynningu á Young Living ilmkjarnaolíunum sem eru hágæða lækningaolíur, (fáið að vita hvers vegna þegar þið komið) á sunnudagskvöldið 26. janúar kl. 20:00 heima hjá mér.
Verið velkomin á meðan húsrúm leyfir :)
Friðarkveðja, Sigríður ásný Ketilsdóttir Finnastöðum, sími: 863-6912

 

REGNDROPAMEðFERð
Hef lausa tíma. þetta er ilmkjarnaolíumeðferð sem hefur mjög jákvæð áhrif á heilsu okkar. það sem hún gerir fyrir okkur er meðal annars.
1. Góð við bólgum í líkamanum.
2. Góð fyrir ónæmiskerfið
3. Góð fyrir öndunarfæri og stoðkerfi
Verð: kr. 8.000,-
Endilega hafið samband ef þið viljið upplýsingar eða panta tíma í síma 863-6912 hjá Sigríði ásný Fire Spirit á Finnastöðum

 

Kaffi Kú: Er kvótakerfið búið að vera?
Fimmtudagskvöldið 23. janúar stendur Kaffi kú fyrir umræðufundi um framtíðarhorfur kvótakerfisins, horfur í sölu mjólkurafurða, nýtt erfðaefni í holdanautastofna o.fl. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK verður með framsögu á fundinum.
Nú er tækifæri til að koma sínum spurningum og skoðunum á framfæri.
Fundur hefst að loknum kvöldmjöltum kl. 20:30.

 

þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2014
Eru ekki allir búnir að dusta rykið af trogunum?
Vildum bara minna ykkur á að þorrablótið verður laugardaginn 1. febrúar. Húsið opnar kl. 19:45 og formaðurinn setur blótið stundvíslega kl. 20:30.
Er einhver búinn að fatta hver er veislustjóri eða hverjir verða okkur til skemmtunar?
Danshljómsveit Friðjóns spilar gömul og ný lög í bland og mun ekki gleyma þeim sænska.
Aldurstakmark árgangur 1997.
Ef einhver hefur klikkað á því að panta sér miða þá getur hann sent tölvupóst á netfangið vokuland@simnet.is í síðasta lagi laugardaginn 25. janúar.
Miðasala í anddyri íþróttahúss Hrafnagilsskóla mánudaginn 27. janúar og þriðjudaginn 28. janúar milli kl. 20:00 - 22:00. NýJUNG: Posi á staðnum ☺
Miðaverð 4.000 krónur
ósóttir miðar ganga til þeirra sem eru á biðlista svo setjið öryggið á oddinn og sækið miðana á réttum tíma. Annars veit enginn hvernig fer!
þorrablótsnefnd aldarinnar

Getum við bætt efni síðunnar?