Auglýsingablaðið

720. TBL 27. febrúar 2014 kl. 08:53 - 08:53 Eldri-fundur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2014
Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2014.
Rafrænt umsóknareyðublað er að finna á http://www.handverkshatid.is/ Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.


Til foreldra barna á leikskólanum Krummakot
þann 27. febrúar kl. 20:00 verður fræðsluerindi um agastefnu leikskólans, Jákvæðan aga. Jónína Hauksdóttir leikskólastjóri Naustatjarnar á Akureyri hefur verið fengin til að koma og halda erindið. Hvetjum alla foreldra til að mæta.
Heitt verður á könnunni og með því. Kveðja, foreldrafélagið


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Aðalfundur í Félagi aldraðra í Eyjafirði verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 1. mars
kl. 13:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin


Aðalfundur Munkaþverársóknar verður haldinn á Rifkelsstöðum (Vala og Gunni) þriðjudaginn 11. mars
kl. 20:30. Venjulega aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin


Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja
Við minnum á að aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja verður haldinn að kvöldi sprengidags eða þriðjudagskvöldið 4. mars kl. 20 í Félagsborg. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða mögnuð skemmtiatriði í hléi og tíundi hver gestur fær vinning!! í boði verða ljúffengar veitingar sem hlutleysa saltið úr sprengidagssúpunni.
Hlökkum til sjá ykkur – Stjórnin


Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa
verður haldinn í Funaborg fimmtudaginn 6. mars kl. 20.30.  á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.  Gert er ráð fyrir að formenn nefnda skili ársskýrslu til stjórnar fyrir aðalfund eða á fundinum sjálfum.  Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin


árshátíð miðstigs 2014

árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 27. febrúar
kl. 20:00.
Boðið verður upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum Bugsy Malone.
Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans.
Skemmtuninni lýkur kl. 22:30.
Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir grunnskólanemendur, 1.200 kr. fyrir eldri og frítt fyrir þá sem hafa ekki náð grunnskólaaldri. Allur ágóði rennur til nemenda, bæði til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Athugið að ekki er posi á staðnum.
Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla


Sprengidagsskemmtun Hrafnagilsskóla
Haldin verður sprengidagsskemmtun í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 4. mars 2014 frá
kl. 13:30-15:45. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni.
Sjoppan verður opin og nemendur í 9. bekk selja þar pítsur, sælgæti, svala og gos.

Dæmi um verð í sjoppunni;
pítsusneið 300 kr.
gos 250 kr.
svali 120 kr.
súkkulaðistykki á bilinu 130-200 kr.
lakkrísrúllur 90 kr.
sleikipinnar 50-80 kr.

Hægt verður að fara til spákonu, í draugaherbergi og að sjálfsögðu verður hið ,,alræmda“ vopnaherbergi á sínum stað. Boðið verður upp á andlitsmálningu og hárgreiðslu og eru allir nemendur hvattir til að mæta í öskudagsbúningum og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.
Haldin verður liðakeppni í söng og gaman væri að sjá sem flesta taka þátt í henni.
Veittar verða viðurkenningar fyrir fallegan söng og búninga sem skara framúr.
Að sjálfsögðu er foreldrum velkomið að koma og líta á dýrðina.
Frí verður í skólanum á öskudag og vetrarfrí dagana 6. og 7. mars. Nemendur mæta því næst í skólann mánudaginn 10. mars.
það skal tekið fram að engin Frístund verður á sprengi- og öskudag og vetrarfrísdagana tvo.


Kettlingar
Við erum með tvo gullfallega kettlinga, svartan högna og svarta læðu með aðeins hvítu í, þessum elskum vantar nýtt heimili.
Upplýsingar í síma: 895-3924 Guðrún eða 899-3264 Orri


Freyvangsleikhúsið sýnir þorskur á þurru landi í leikstjórn Daníels Freys Jónssonar
Næstu sýningar
3. sýning              28 feb. kl. 20
4. sýning              1 mars  kl. 20
5. sýning              7 mars   kl. 20     
6. sýning              8 mars   kl. 20  Stjánasýning
Miðasala á freyvangur.net og í síma 857 5598 á milli 17-19


ágætu sveitungar
Sunnudagurinn 2.mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Við ætlum að koma saman í Grundarkirkju kl.11:00 og blása til fjölskyldumessu. Væntanleg fermingarbörn munu lesa úr Ritningunni Brynhildur Bjarnadóttir mun leiða börnin í leik og söng. Hinn bráðefnilegi gítarleikari Birkir Blær óðinsson mun leika á gítar og við Daníel organisti munum leggja af mörkum eins og við getum. þetta verður fjölskyldumessa með sunnudagaskólaívafi.
Börn á öllum aldri eru velkominn og látum oss gleðjast í Grundarkirkju.
Prestakallinn


áhugafólk um sauðfjárrækt athugið
Laugardaginn 22. mars á að leggja land undir fót og skoða nokkur sauðfjárbú í Skagafirði og Fljótum.(ef veður lofar) Allir eru velkomnir þó fjárlausir séu. Takið því daginn frá, nánar auglýst síðar.
Fjárræktarfélag öngulstaðarhrepps


Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður í Félagsborg mánudaginn 3. mars og hefst hann kl. 19:30. Skráning örnefna á loftmyndir og fróðleiksmolar úr öngulsstaðahreppi.  áhugafólk um sögu sveitarinnar er hvatt til að mæta.

Getum við bætt efni síðunnar?