Auglýsingablaðið

724. TBL 27. mars 2014 kl. 08:47 - 08:47 Eldri-fundur

Erindi um Guðrúnu Ketilsdóttur, vinnukonu í Eyjafjarðarsveit á 18. öld.
Fimmtudagskvöldið 27. mars kl. 20:00, í mötuneyti Hrafnagilsskóla, mun Guðný Hallgrímsdóttir flytja erindi um sögu Guðrúnar Ketilsdóttur, sem vann á fjölmörgum bæjum sveitarinnar á 18. öld. Margt fróðlegt kemur þar fram um lífshætti og menningu þess tíma. Guðrún fæddist á Sámsstöðum 1759 og er sjálfsævisaga hennar líklega elsta varðveitta sjálfsævisaga íslenskrar alþýðukonu.
Erindið og veitingar eru í boði menningarmálanefndar


Garðyrkjufélag Eyfirðinga í samstarfi við Skógræktarfélag Eyfirðinga gengst fyrir fræðslufundi í Gömlu gróðrarstöðinni við Krókeyri, fimmtud. 27. mars klukkan 20:00.
þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur flytur erindi um kynbætur á íslenska birkinu.  Erindi sitt nefnir þorsteinn „Fögur björk rís úr íslensku kjarri, saga um rannsóknir og kynbætur í fjóra áratugi og verkefni framundan“.
Kynbótastarfið beinist að verulegu leyti að því að skapa yrki þar sem fjalldrapaáhrifin eru lágmörkuð.
Tvö yrki eru komin á markað, Embla og Kofoed og í sjónmáli er íslenskt yrki með rauðan blaðlit og hvítan stofn sem mun henta vel sem garðtré.
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir félaga í bæði Garðyrkju- og Skógræktarfélaginu en 1.000 kr. fyrir aðra.
Kaffiveitingar   -    Allir velkomnir


Hrossaræktarfélagið Náttfari
Minnum á aðalfundinn í kvöld, fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 20:30 í Funaborg.
Venjuleg aðalfundarstörf og kaffihlaðborð.
Stjórnin


Aðalfundur Kornræktarfélagsins Akurs og Fjarðarkorns ehf
Aðalfundur Kornræktarfélagsins Akurs og Fjarðarkorns ehf verður haldinn á Kaffi kú mánudaginn 31. mars kl. 20:00

Dagskrá fundarins:
Venjuleg aðalfundastörf Fjarðarkorns ehf
Venjuleg aðalfundastörf Akurs
Erindi gesta
Jónatan Hermannsson ræðir almennt um kornrækt
önnur mál

Stjórn Fjarðarkorns ehf og Akurs


árshátíð  yngsta stigs Hrafnagilsskóla 2014
Hátíðin verður haldin í Laugarborg þriðjudaginn 1. apríl frá klukkan 14:00-16:00. Tónlistaratriði verður í flutningi
4. bekkjar. Nemendur flytja stytta útgáfu af leikritinu um Ronju ræningjadóttur. Að loknum skemmtiatriðum verður dansað.
Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri en 1.200 kr. fyrir eldri.
Frítt er fyrir börn sem ekki eru byrjuð í skóla. Veitingar eru innifaldar í verði.
ágóði af miðasölu og sjoppu rennur í ferðasjóð nemenda og einnig til að greiða lyftugjöld í skíðaferð.
Sjoppan verður opin og þar er hægt að kaupa gos, svala og sælgæti.
Skólabílar keyra ekki að árshátíð lokinni.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla


Er einhvers staðar brún hryssa í óskilum

á ég að trúa því að hryssan okkar Vika frá Litla-Dal sé endalega glötuð? Hún kom ekki heim af hrossaréttinni í haust og ekkert til hennar spurst. Hún er 6 vetra gömul móbrún og ekki stór. Ef einhver hefur grun um að hryssan geti hugsanlega verið hjá sér þá vinsamlegast hafið samband við Jónas í Litla-Dal í síma 861-8286.


Sekura snjóblásari til sölu – vinnslubreidd 2,2 m tveggja snigla.
Upplýsingar hjá Gunnari 862-5049.


Húsnæði óskast
Einn með hund, vantar húsnæði sem fyrst. Vinsamlegast hringið í 849-2334, Díana.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.

Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.


Freyvangsleikhúsið sýnir þorskur á þurru landi í leikstjórn Daníels Freys Jónssonar.

Næstu sýningar
11. sýning 28. mars kl. 20:00
12. sýning 29. mars kl. 20:00  LOKASýNING

”Maður verður ekki svikinn af kvöldskemmtun í Freyvangi nú frekar en fyrri daginn”
Steinþór þráinsson -  leiklist.is

Miðasala á freyvangur.net og í síma 857-5598 á milli kl. 17:00-19:00.

Minnum á EMIL um páskana :-)

Freyvangsleikhúsið

Getum við bætt efni síðunnar?