Auglýsingablaðið

728. TBL 22. apríl 2014 kl. 13:36 - 13:36 Eldri-fundur

447. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikudaginn 30. apríl og hefst hann kl. 17:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri


Fræðslufyrirlestrar
í tilefni af degi umhverfisins, sem er 25. apríl ár hvert, stendur umhverfisnefnd fyrir fræðslukvöldi þriðjudagskvöldið 29. apríl í matsal Hrafnagilsskóla. Umfjöllunarefnið er tvíþætt: Hörður Kristinsson grasafræðingur mun fjalla um gróðurfar á Tröllaskaga og Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur mun fjalla um fornar samgönguleiðir milli byggðalaga úr Eyjafirði. Viðburðurinn hefst kl 20:00. Kaffi og meðlæti í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur, umhverfisnefnd


Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2014
Dagana 25.-29. apríl stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2008) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
þeir sem ætla að notfæra sér Frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans frá kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100 eða á staðnum.


Skólaliði - Vegna forfalla vantar sem fyrst skólaliða við Hrafnagilsskóla fram á vor.
Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma 464-8100.


Atvinna - Starfsfólk óskast í almenna heimaþjónustu!
Einnig vantar 2-3 starfsmenn í umönnunarstöður v/barna. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 og/eða í tölvupósti esveit@esveit.is


Vinna fyrir unglinga - Sækja þarf um fyrir 1. maí!
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1998, 1999 og 2000 vinnu við
umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur skili umsóknum sínum fyrir 1. maí n.k. til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is í umsókn þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.


Auglýsingablaðið - Skila þarf inn auglýsingum fyrir kl. 9:00 þriðjud. 29. apríl, fyrir næsta blað. Skrifstofan


Frá Laugalandsprestakalli
Sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 24. apríl er ferming í Munkaþverárkirkju kl. 11:00.
Fermdur verður Hafþór Máni Baldursson, Stóra-Hamri.
Gleðilegt sumar, sóknarprestur


Handverkssýning Félags aldraðra í Eyjafirði -verður í Félagsborg Hrafnagili, laugardaginn 26. apríl og sunnudaginn 27. apríl kl. 13:00-17:00 báða dagana og mánudaginn 28. apríl kl. 14:00-16:00.
Tekið verður á móti sýningarmunum föstudaginn 25. apríl frá kl. 13:00 í Félagsborg.
Allir velkomnir. Kaffihlaðborð til ágóða fyrir félagsstarfið.
Hinn listinn........Framboðsfundur!
Hinn listinn verður með opinn fund um framboðsmál í Félagsborg föstudaginn 25. apríl kl. 20:00. Hvetjum alla áhugasama til að mæta og móta nýtt framboð með okkur.
áhugafólk um málefni Eyjafjarðarsveitar


Sumarmálahátíð
Kór Laugalandsprestakalls heldur tónleika í Laugarborg að kvöldi síðasta vetrardags, miðvikudaginn 23. apríl kl. 20:30. Kórinn flytur söngdagskrá frá tónleikaferð sem farin var til Færeyja í mars síðastliðnum. Kaffiveitingar verða í hléi ásamt myndasýningu frá Færeyjaferðinni. Miðaverð kr. 1.500 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn.   Stjórnin


Sveitagrill - Fögnum sumri og grillum saman!
Hestamannafélagið Funi „býður” til grillveislu í Funaborg, laugardagskvöldið 26. apríl, þú kemur með þitt kjöt á grillið og kaupir meðlæti á staðnum. Grillið verður heitt kl. 20:00. Síðasti skráningardagur er 25. apríl í síma 461-1242, 861-1348 eða á netfangið hafdisds@simnet.is     
  Hestamannafélagið Funi                                    Allir velkomnir!
                                                           þetta er fyrir alla, ekki bara hestafólk! :-)


álfagallerýið í sveitinni – sumardagurinn fyrsti
Opið frá kl. 10:00-18:00. Fjölbreytt og fallegt handverk. Sumri fagnað með lummukaffi. Skúli Viðar Lórenzson verður með nokkra tíma eftir kl. 13:00.


Húseign okkar Vallartröð 7 í Hrafnagilshverfi er til sölu
Upplýsingar er hægt að fá á fasteignasölunni http://www.eignaver.is/
Einnig má hafa samband við okkur í síma 698-2414 og 864-8414. Bjarki og Begga.


ágætu sveitungar
Mig sárvantar beislisstengur (skástífurnar) á Ferguson (Gamla Grána) einnig hliðarstífur og yfirtengi. Ef einhver á þessa hluti í skemmu sinni og notar ekki lengur gætum við e.t.v. átt viðskipti.   Bjarni Kristjánsson, Knarrarbergi, sími 861-7620


Sýningin þRæðIR SUMARSINS verður opnuð sumardaginn fyrsta!
Textílfélagið er 40 ára í ár.
Mikið er um að vera á vegum félagsins í tilefni af afmælinu og er meiningin að ekki færri en einn viðburður verði í hverjum mánuði, víðsvegar um landið. Meðal viðburða eru sýningar og námskeið.
þátttaka í sýningarhaldi hér í Eyjafirði er að tilstuðlan Guðrúnar Höddu í Dyngju Listhúsi í landi Fífilbrekku. Guðrún Hadda tekur á móti samstarfskonum sínum úr Textílfélaginu og munu félagar sýna þar verk sín. Um er að ræða útiverk sem standa munu út sumarið. Opnun sýningarinnar verður sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 12.00

í nóvember árið 1974 var Textílfélagið stofnað (http://tex.is/)  af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum og er það eitt af aðildarfélögum SíM og Hönnurarstöðvar íslands.  Félagið hefur haldið stórar samsýningar á fimm ára fresti og einnig hafa minni hópar innan félagsins staðið saman að sýningum.  Að auki hefur félagið tekið þátt í stórum alþjóðlegum sýningum þar sem félagar hafa fengið ýmsar viðurkenningar og unnið til verðlauna fyrir listsköpun sína.
árið 2009 opnaði félagið textílverkstæði á Korpúlfsstöðum.
Félagið er aðili í norrænu félagi textílmanna NTA (http://www.nordictextileart.net/)

Getum við bætt efni síðunnar?