Auglýsingablaðið

730. TBL 07. maí 2014 kl. 13:16 - 13:16 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarkosningar 2014 - móttaka framboðslista
Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur við framboðslistum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólatröð 9, efri hæð,
laugardaginn 10. maí 2014, milli kl. 10:00 og 12:00.
Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar, Emilía Baldursdóttir, Níels Helgason, ólafur Vagnsson


Grunnskólakennari

óskum eftir að ráða grunnskólakennara að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða umsjónarkennarastöðu á yngsta stigi. Ráðið er frá 1. ágúst 2014.
í Hrafnagilsskóla er stuðst við kennsluaðferðirnar Byrjendalæsi og Orð af orði á yngsta stigi.
Leitað er eftir kennara sem:
• Sýnt hefur árangur í starfi.
• Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda.
• Sýnir metnað fyrir hönd nemenda.
• Vinnur í góðri samvinnu við foreldra og allt starfsfólk.
• Er fær og lipur í samskiptum.
• Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.

Umsóknarfrestur er til 21. maí 2014.
Nánari upplýsingar veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri í símum 464-8100 og 699-4209 eða á netfangið hrund@krummi.is. Heimasíða Hrafnagilsskóla er http://www.krummi.is/


Molta ehf. – Aðgerðir til að draga úr lyktarmyndun við moltugerðina
Jarðgerðarstöðin Molta hefur nokkuð lengi barist við lyktarmengun við vinnsluna með tilheyrandi óþægindum fyrir nærliggjandi byggð. Markvisst hefur verið unnið að því að reyna að draga úr þessari lyktarmyndun sem getur orðið við moltugerðina. Meðal annars var gerð úttekt á helstu lyktar uppsprettum við vinnsluna og þær listaðar upp.
Nú er verið að vinna samkvæmt aðgerðarplani við það að gera úrbætur. Hér koma inn ýmsir þættir eins og ferskleiki hráefna, rétt hlutfall kolefnis og köfnunarefnis, rakamagn, kornastærð moltunnar og ýmislegt fleira. Töluvert verður um lykt við sjálfa tromluverkunina og til að varna því að lykt berist frá starfseminni innan dyra er öllu lofti innan úr húsinu auk gastegunda frá tromlum leitt í gegnum sérstakan lyktareyðingarbúnað með ósoni. Núverandi búnaður hefur reynst of lítill og nú þegar hefur verið bætt við vatnsúðunarkerfi í afsogskerfið sem bætir hreinsunina á útblæstrinum. Sem stendur er líka verið að ganga frá því að setja upp nýtt ósontæki sem er mun stærra en núverandi tæki og vonast er til að það verði komið í gagnið nú í maí. Vonir eru bundnar við að þessi aðgerð leysi þetta vandamál varðandi lyktina.
F.h. Moltu ehf. ólöf Harpa Jósefsdóttir, framkvæmdastjóri


Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Um næstu helgi verður flautumót í Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Tónlistarskólinn fær þá heimsókn frá Tónskóla Sigursveins, flautukór skipaðan nemendum á unglingsaldri undir stjórn Maríu Cederborg. æft verður saman og blásið til tónleika í Laugarborg laugardaginn 10. maí kl 16:00. Allir eru velkomnir á tónleikana og aðgangur ókeypis.


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
því miður fellur niður mánudagssamveran 12. maí.
þökkum góða þátttöku á handverkssýningunni okkar og ánægjulegar stundir í vetur.
Stjórnin


Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar
Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju , þriðjudaginn 15. maí kl. 20:30. á dagskrá fundarins eru hefðbundin störf aðalsafnaðarfundar.
Safnaðarsystkin eru hvött til að mæta og taka þátt í starfi kirkjunnar okkar. Sóknarnefnd


Vorfagnaður Karlakórs Eyjafjarðar!
Sýnt verður kórleikritið "Frásögn úr Frónsskíri" eftir Petru Björk Pálsdóttur. Hér er á ferðinni söng- og gleðileikur í flutningi kórmanna undir leikstjórn Skúla Gautasonar. Hljómsveit kórsins, skipuð þeim Valmari Väljaots, Birgi Karlssyni, Hauki Ingólfssyni og árna Katli Friðrikssyni leikur undir. Sýningar í Laugarborg 9. og 11. maí kl. 20:00. Miðaverð; 2.500 kr. Verið hjartanlega velkomin!
Upplýsingar og miðapantanir í síma 893-7236 Gunnar og 892-3154 Petra


Vorfundur Iðunnar - laugardaginn 10. maí kl. 13:00 í Félagsborg.
Byrjum á borðhaldi í boði 1. flokks. Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin


Tapað - Fundið
Tapast hafa áhugi og framkvæmdarvilji fyrir útivistarstíg Hrafnagil - Akureyri.
Síðast þegar til spurðist átti stígurinn að stuðla að lýðheilsu og bæta og bjarga mannslífum.
Telji einhver sig hafa fundið áhugann og framkvæmdarviljann vin hans er hlutaðeigandi bent á framboð til sveitastjórnar og verður ríkulega launað í formi atkvæða í komandi kosningum.
Kjósenda/kveðja


Zumba námskeið - dönsum okkur inn í sumarið í „Hjartanu“ í Hrafnagilsskóla í maí.
Zumba-auðveld dansspor og styrking. Zumba toning-dans með 1 kg handlóðum, fyrir efri hluta líkamans. Maga- og rassæfingar fléttaðar inn í dansana.
Við munum dansa, styrkja okkur, svitna & gleðjast.
Tímarnir verða á þri og fim kl. 16:30-17:30, 6 skipti; 6. maí-22. maí.
Verð á námskeiðið er 7.500 kr. og lágmarksþátttaka er 16 manns.
Hægt er að koma í stakan tíma á kr 1.500.
Nánari upplýsingar og skráning er í netfangið eva@evareykjalin.is
Hlakka til að sjá ykkur í gleði & dansi.
Eva Reykjalín Elvarsdóttir
Alþjóðlegur Zumba kennari ZIN
Gsm 696-7902


Myndir, munir og minningar
Búnaðarsögusafn Eyjafjarðar (Búsaga) hefur tvö undanfarin ár gefið út vönduð dagatöl með myndum og efni sem snertir búskap og búskaparhætti. Jafnframt hefur félagið staðið fyrir sýningum á fornvélum og tækjum m.a. í tengslum við Handverkshátíðina á Hrafnagili.
    Nú er í undirbúningi útgáfa á dagatali fyrir árið 2015 sem verður í höndum “dagatalsnefndar” félagsins. Hún er nú að hefja störf og verður þema dagatalsins jarðyrkja en það verður jafnframt þema á sýningu félagsins á komandi Handverkssýningu. Af því tilefni vill nefndin leita til almennings um aðstoð við efnisöflun, fyrst og fremst myndefnis. Myndirnar þurfa að tengjast þema útgáfunnar og sýna fólk, vélar og tæki við jarðvinnslu s. s. skurðgröft, plægingu, herfingu, tætingu, völtun, áburðardreifingu o.fl. Við leitum ekki síst að myndum frá eldri tíma en myndir sem sýna nýjustu tækni við þessi störf eru einnig vel þegnar en þeirra er væntanlega auðveldara að afla en þeirra eldri.
    Við biðjum fólk vinsamlegast að líta í hirslur sínar og skoða hvort þar gætu leynst forvitnilegar myndir sem falla að umræddu þema dagatalsins. Myndir sem fólk gæti hugsað sér að leyfa okkur að skoða og hugsanlega að velja úr til birtingar.
    Væntanlega er enn víða að finna gömul tæki sem tengjast jarðvinnslu með ýmsum hætti. þar eigum við t.d. við hestaverkfæri (plóga, herfi) og minni áhöld. Steypta valtara, sem sumir virðast hafa verið heimasmíðaðir og fleira í þeim dúr. þessi verkfæri vildum við gjarna fá að mynda og hafi einhverjir áhuga á að afhenda þau félaginu til varðveislu yrði því tekið með þökkum.  Sögur eða frásagnir sem tengjast notkun umræddra tækja og verkfæra væru einnig vel þegnar.
    Við væntum þess að fólk sýni þessu verkefni áhuga og verði fúst til að eiga við okkur samstarf um að gera útgáfu dagatalsins sem besta úr garði.
þeim sem vilja ganga til liðs við okkur er vinsamlegast bent á að hafa samband við einhvern af undirrituðum.
ásdísi ívarsdóttur,  869-8491,   disaivars@simnet.is
Bjarna Kristjánsson, 861-7620,   knarrarberg@gmail.com
Gunnar Jónsson, 866-4106,   gunnarj@akmennt.is
Leif Guðmundsson 894-8677,   sydriklauf@simnet.is
Valdimar Gunnarsson, 868-8282,   vgunn@simnet.is

Getum við bætt efni síðunnar?