Auglýsingablaðið

818. TBL 21. janúar 2016 kl. 10:57 - 10:57 Eldri-fundur

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2016 (Facebook: Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2016)
Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 30. janúar næstkomandi.
Húsið verður opnað kl. 19:45 og blótið sett kl. 20:30.
Veislustjóri kvöldsins verður hinn óborganlegi Sólmundur Hólm, eftirherma, uppistandari og útvarpsmaður.
Hljómsveitin Hunang leikur fyrir dansi með þá Karl Örvarsson og Kobba Jóns í fararbroddi.
Aldurstakmark er 17 ár (þ.e. fæðingarár 1999)
Að vanda mæta gestir með trogin sín full af dýrindis krásum, bæði vel og illa lyktandi! Glös verða á staðnum en gestir hafa með sér annan borðbúnað.

Tekið verður á móti miðapöntunum í síma
896 9419 (Bryndís) eða 892 5307 (Helga)

miðvikudaginn 20. janúar kl. 20:00-22:00
fimmtudaginn 21. janúar kl. 20:00-22:00

Einnig verður hægt að senda pantanir á netföngin
helgasigf@nett.is eða bryndisth@gmail.com

Sala aðgöngumiða fer fram í anddyri íþróttahúss Hrafnagilsskóla
mánudaginn 25. janúar kl. 20:00-22:00
þriðjudaginn 26. janúar kl. 20:00-22:00
Miðaverð kr. 4.500

Mætum öll og fögnum þorranum saman eins og okkur einum er lagið.
Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar


Leiguíbúð óskast
Óska eftir húsnæði í Hrafnagilshverfi, frá stúdíóíbúð til 3 herb. Er traust og snyrtileg og er ekki með gæludýr. Get flutt inn í byrjun mars, apríl eða maí.
Allar upplýsingar í síma 780 7716 eða hvandersen75@gmail.com


Frá Félagi aldraðra i Eyjafirði
Námskeið í vatnsleikfimi fyrir 60 ára og eldri, hefst miðvikudaginn 27. janúar kl. 15.30 í endurhæfingarlauginni í Kristnesi. Kennari er Kirsten Godsk.
Allir 60 ára og eldri eru velkomnir.
Stjórnin.


Árshátíð unglingastigs Hrafnagilsskóla
Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 22. janúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu.
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum ,,MAMMA MIA“ og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika, syngja og dansa á sýningunni sjá nemendur um búninga, leikmynd, förðun og alla tæknivinnu.
Verð aðgöngumiða er 700 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.400 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu.
Athugið að ekki er posi á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir
Nemendur á unglingastigi


Ungmennaskipti Lionshreyfingarinnar
Ef þú ert á aldrinum 18-20 ára og langar að kynnast öðru landi og unglingum víða úr heiminum, skalt þú lesa meira.
Lionshreyfingin stendur árlega fyrir alþjóðlegum unglingaskiptum sem byggist upp á að einn unglingur frá hverju landi fer í viku dvöl hjá fjölskyldu og er í unglingabúðum aðra viku. Hægt er að velja um nokkur lönd, flest í Evrópu.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi hefur á þessu ári rétt á að velja einn ungling til að fara í slíkar búðir. Greitt verður fargjald fyrir þann einstakling sem fer og lagður er til vasapeningur.
Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Hjört í Víðigerði, s: 894-0283, eða Sigurgeir í Sunnutröð 3, s: 863-1356.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi


Kæru sveitungar
Í kjölfar mikillar umræðu um óhollustu sykurs hefur Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar tekið þá ákvörðun að selja ekki sælgæti fyrr en eftir kl. 16.30 virka daga. Þá hafa börnin okkar lokið skóla og skólavistun auk þess sem flestir hafa lokið íþróttaæfingum. Vonandi hjálpar þetta okkur í baráttunni við sykurpúkann og þannig getum við í sameiningu öðlast enn heilabrigðara samfélag.
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar


Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar
Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Laugarborg laugardaginn 6. febrúar kl. 11. Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýjar konur hvattar til að mæta.
Eftir fundinn verður boðið upp á súpu og salat að hætti Iðunnarkvenna.
Stjórnin


Gömlu dansarnir fyrir þorrablót !
Verð með tveggja kvölda námskeið fyrir þorrablótið þar sem kenndir verða skottís, ræll, vínarkrus og jafnvel smá jive ef vel gengur :) Ekki slæmt að komast í dansgírinn fyrir blótið. Kennt verður í Laugarborg þriðjudaginn 26.jan. og fimmtudaginn 28. jan. kl 19.30-21.00. Tilvalið fyrir þá sem hafa litla sem enga reynslu af dansi og þá sem hafa tekið t.d. eitt námskeið og eru farnir að gleyma og þurfa góða upprifjun :) Nánari upplýsingar og innritun í síma 891-6276 eða á netfangið elindans@simnet.is
Danskveðjur, Elín Halldórsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?