Auglýsingablaðið

837. TBL 02. júní 2016 kl. 09:31 - 09:31 Eldri-fundur

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 8. júní kl. 15:00
í fundarstofu 2, Skólatröð 9.

Framhaldsskólaakstur næsta skólaár
Nemendur MA og VMA sem hafa hug á að nýta sér akstur á vegum sveitarfélagsins næsta skólaár, ef í boði verður, eru beðnir um að hafa samband á skrifstofu sveitarfélagsins á netfangið esveit@esveit.is eða í s. 463-0600 fyrir 10. júní. Hér er aðeins um könnun að ræða vegna áætlanagerðar.
Starfsfólk skrifstofu

Malbikun í Hrafnagilshverfi
Ágætu íbúar, á næstu vikum verður malbikað í Hrafnagilshverfi þannig að tæki og tól verða á staðnum. Fyrir þá sem hafa hug á að láta malbika hjá sér er tilvalið að hafa samband við Kraftfag ehf. í síma 896-5332.

Íþróttamiðstöð
Sumaropnun: Opið frá 1. júní kl. 6.30-22 alla virka daga og kl. 10-20 um helgar.

Lokað
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður lokuð 6.-10. júní n.k. vegna viðhalds.
Opnum aftur laugardaginn 11. júní kl. 10.00

Sundnámskeið
Fyrir börn fædd árið 2008 og síðar, verður haldið dagana 13.-23. júní. Skipt verður í hópa eftir aldri. Kennari er Ragnheiður Runólfsdóttir.
Nánari upplýsingar og skráning í s. 464-8140.

Kvennahlaupið 2016
Fer fram laugardaginn 4. júní kl. 11.00. Upphitun hefst stundvíslega kl. 10.30 fyrir framan Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Í boði verður að hlaupa 2,5 og 5 km. Hlaupið verður á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Við hvetjum því allar konur til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum. Skráning í hlaupið hefst í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 30. maí næst komandi. Verð á bolunum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri.
Vonumst til að sem flestar konur taki daginn frá og hlaupi með okkur.
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Vorferð - sigling með Húna II
Kæru konur í kvenfélaginu Öldunni/Voröld. Sunnudaginn 5. júní verður boðið upp á siglingu með Húna II um Pollinn og eitthvert út með firði. Brottför verður frá Torfunesbryggjunni kl. 19.00. Nesti verður í boði auk sjóveikispillna sem og eitthvað til að væta kverkarnar með.
Vonumst til að sjá sem flestar konur koma með á siglingu um Eyjafjörð.
Konur sem hafa áhuga á að ganga í félagið eru ávallt velkomnar.
Bestu kveðjur frá Nefndinni.
Halla, Guðrún og Þóra.

Hunda- og kattahald
Greiðsluseðlar vegna hundahalds verða sendir út 15. júní. Gjaldið er 1.000 kr. fyrir hvern hund. Vinsamlegast látið vita um breytingar á fyrri skráningum fyrir 10. júní
í síma 463-0600 eða senda línu þess efnis á esveit@esveit.is
Skylt er að skrá hunda sem eru eldri en 3ja mánaða, þeir þurfa að vera örmerktir og ábyrgðartryggðir. Sækja þarf um leyfi á þar til gerðum eyðublöðum á skrifstofu eða rafrænt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Eigendum hunda og katta er bent á að kynna sér áðurnefnda samþykkt á heimasíðunni eða fá eintak á skrifstofunni.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Reiðnámskeið 2016
Hestaleigan Kátur býður upp á reiðnámskeið fyrir börn í sumar.
– Öll námskeið eru kennd frá kl. 8-12
6. júní til 10. júní Reiðhestar 20.000 kr
13,14,16,18. júní Folöld 16.000 kr
20. júní til 23. júní Trippi 16.000 kr
27. júní-1. júlí Reiðhestar 20.000 kr
4. júlí til 8. júlí Ferðahestar 20.000 kr
11. júlí til 15. Júlí Reiðhestar 20.000 kr
20,21,22. júlí Folöld 12.000 kr
25. júlí til 29. júlí Ferðahestar 20.000 kr
1,2,3,5. ágúst Trippi 16.000 kr
8. ágúst til 12. ágúst Reiðhestar 20.000 kr
15. ágúst til 19. ágúst Ferðahestar 20.000 kr
Nánar á www.hestaleiga.is Skráningar berast á ferdafakar@gmail.com
Hestaleigan Kátur – Ferðafákar ehf

Reiðnámskeið fyrir konur
Gengur þú með þann draum í maganum að komast aftur í hnakkinn?
Nú er tækifæri að yfirvinna óttann og hafa gaman af því að vera í hnakknum!
Kennari verður Inga Bára Ragnarsdóttir. Þær sem vilja geta fengið hesta á staðnum eða komið með sinn eigin hest. Hjálmar og reiðtygi á staðnum.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma: 848-2360 og ferdafakar@gmail.com Skráning á ferdafakar@gmail.com
Hvetjum vinkonur til þess að skrá sig saman á þetta skemmtilega námskeið!
Hlökkum til að vinna með ykkur!
Í boði eru tvö námskeið þar sem kennt er frá kl: 17-19
20. júní til 23. júní – 15.000 kr
8. ágúst til 11. ágúst – 15.000 kr
Hestaleigan Kátur – Ferðafákar ehf www.hestaleiga.is

Getum við bætt efni síðunnar?