Auglýsingablaðið

869. TBL 16. janúar 2017 kl. 09:38 - 09:38 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
491. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, miðvikudaginn 18. janúar og hefst hann kl. 15:00. 
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Tenging Hólasands og Akureyrar: Hólasandslína 3
Landsnet vinnur nú að tillögu að matsáætlun vegna byggingu Hólasandslínu 3. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáætlun er nú birt á vinnslustigi á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is og á heimasíðu verkfræðistofunnar EFLU www.efla.is.
Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum sem nýst geta við komandi matsvinnu frá 4. til 18. janúar. http://www.efla.is/tenging-holasands-og-akureyrar

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsmenn með aðra uppeldismenntun.
Um er að ræða:
• 100% stöðu í veikindaafleysingar frá 23. janúar til 8. júlí 2017.
• 100% stöðu vegna fæðingarorlofs í apríl n.k.
Ef ekki fæst leikskólakennari eða einstaklingur með aðra uppeldismenntun í störfin eru aðrar umsóknir teknar til skoðunar.
Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri í síma 464-8120/ 892-7461, netfang hugruns@krummi.is
Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2017.
Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is

Frá félagi aldraðra í Eyjafirði - Námskeið í útskurði hefst þriðjudaginn 17. janúar,
kennarar eru: Ingibjörg Jónsdóttir og Ingunn Tryggvadóttir.
Einnig kemur Margrét Aradóttir, Bókavörður, með bækur.
Stjórnin

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 14. janúar kl. 10. Aðalumræðuefni fundarins verður mjólkurflutningar úr hreppunum framan Akureyrar.
Allir eru alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.
Fundarstjóri

Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 19. janúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Ekið er heim að balli loknu. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum ,,Footloose“ og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika, syngja og dansa á sýningunni sjá nemendur um búninga, leikmynd, förðun og alla tæknivinnu. Verð aðgöngumiða er 700 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.400 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu. Athugið að ekki er posi á staðnum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Nemendur á unglingastigi

Óskum eftir jörð til leigu - Við erum 5 manna fjölskylda þannig að við þurfum að geta komist fyrir í húsinu á jörðinni, einnig þurfa útihús að vera til staðar.
Fleiri upplýsingar um okkur fást í síma 820-1562. Mbk. Óðinn og Elísa

Bóndadagsgleði 2017
Minnum á hina árlegu Bóndadagsgleði sem er á dagskrá í fimmta sinn þann
20. janúar næstkomandi. Að venju fer skemmtunin fram í félagsheimili okkar Funaborg og opnar húsið kl 20:00.
Stundvíslega kl. 20:30 verður fögnuðurinn settur með borðhaldi og skemmtiatriðum og hljómsveitin „Í sjöunda himni“ leikur fyrir dansi á eftir.
Miðaverð er óbreytt kr. 6.000 og innifalið er allur matur sem þú getur í þig látið. Miðar verða seldir og afhentir milli mjalta í Gullbrekku miðvikudaginn 18. janúar. Aldurstakmark er 16 ára á árinu og tekið er við miðapöntunum og fyrirspurnum hverslags hjá: Þórólfi í síma 848-4672, Lilju í síma 867-8104 eða Reyni í síma 866-0921. Takmarkað húsrými og miðafjöldi eftir því.
- Allir velkomnir – Uppselt í fyrra og öll árin þar áður – Komdu!
Skemmtinefndin sjálfumglaða

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar - verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 28. janúar næstkomandi. Húsið opnar kl. 19:30 og blótið sett 20:30.
Að vanda mæta gestir með trogin sín troðin kræsingum. Glös verða á staðnum en gestir hafa með sér annan borðbúnað.
Miðapantanir og miðasala verður auglýst síðar.
Mætum öll og fögnum þorranum saman eins og okkur einum er lagið.
Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar (Facebook: Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2017)

Pizzahlaðborð á Lamb Inn
Er ekki gott að kveðja reykta kjötið allt saman og skella sér með fjölskylduna á pizzahlaðborð á Lamb Inn föstudaginn 13. janúar? Verð kr. 2.000 pr. mann, kr. 1.000 fyrir 10 ára og yngri. Æskilegt að panta borð fyrirfram í síma 463-1500 eða á netfanginu lambinn@lambinn.is

Karlakór Eyjafjarðar heldur sitt árlega siginfiskikvöld í Skeifunni, reiðhöll Léttis á Akureyri föstudagskvöldið 13/1. kl. 19:00. Máltíðin kostar 3.000 kr. og í boði er siginfiskur, hamsar, kartöflur og rúgbrauð með sméri, eitthvað verður svo til að væta kverkarnar. Gott væri að fá tölu gesta svo allir fái í sig og tekur Hannes á móti tilkynningum þar að lútandi í síma 893-5979 fyrir kl. 12:00 á föstudag.
Aðeins hægt að taka við reiðufé ekki kortum. KKE

Kundalini jóga með Þóru!
Kæru sveitungar. 4 vikna byrjendanámskeið í Kundalini jóga hefjast mánudaginn 16. janúar. Farið verður í undirstöðuatriðin; líkamsstöðu, öndun, möntrur, hugleiðslu og slökun.
- Mánudaga og miðvikudaga kl. 9:30 – 10:45.
- Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20:00 – 21:15.
Verð fyrir 8 skipti er 14.500 kr. Fyrstu tveir tímarnir - prufutímar. Hver tími er 75 mín og Yogate í boði eftir tíma. Allir velkomnir bæði vanir og óvanir!
Skráning á thorahjor@gmail.com eða í síma 898-3306.
Hlakka til að byrja nýja árið með ykkur í jógastöðinni minni að Jódísarstöðum 4, E-sveit. Jógakveðja, Þóra Hjörleifsdóttir, Kundalini jógakennari

ENJO vörur - einfaldlega snilld:
Sparar tíma, verndar heilsu, sparar peninga, verndar náttúruna.
Vöruflokkar: gluggar, eldhús, bað, gólf, húðumhirða, bíllinn...
Söluráðgjafi á næstu grösum. Endilega látið mig vita ef ykkur vantar ENJO vörur.
Get haft kynningar með stuttum fyrirvara.
Bkv, Auður Guðný Yngvadóttir 869-8430, audurgudny59@gmail.com

Getum við bætt efni síðunnar?