Auglýsingablaðið

870. TBL 19. janúar 2017 kl. 13:28 - 13:28 Eldri-fundur

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Mikill fjöldi bóka og tímarita er til útláns á safninu.
Áfram verða óformlegar hanyrðastundir á fimmtudögum frá kl. 16:00. Þá gæti verið gaman að taka með sér handavinnuna sína og fá sér kaffibolla og spjall á bókasafninu, líta í nýjustu tímaritin eða hannyrðabækur og blöð. Engin nauðsyn er að taka með sér handavinnu.

Safnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Sjáumst á safninu.
Bókavörður

 

Árshátíð unglingastigs – í kvöld 19. janúar kl. 20:00

Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 19. janúar. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23:30. Ekið er heim að balli loknu.

Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum ,,Footloose“ og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika, syngja og dansa á sýningunni sjá nemendur um búninga, leikmynd, förðun og alla tæknivinnu.

Verð aðgöngumiða er 700 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.400 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu.
Athugið að ekki er posi á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur á unglingastigi


Þorrablót Eyjafjarðarsveitar
-verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 28. janúar næstkomandi.
Veislustjóri verður hinn frábæri ÓSKAR PÉTURSSON. Hljómsveitin EINN OG SJÖTÍU sér um að halda uppi fjörinu fram eftir nóttu. Húsið verður opnað kl. 19:30 og blótið sett kl. 20:30. Að vanda taka þorrablótsgestir matartrog með sér að heiman troðin kræsingum. Glös verða á staðnum en gestir hafa með sér annan borðbúnað
Tekið verður á móti miðapöntunum sem hér segir:
Fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. janúar frá kl. 20:00-22:00 hjá neðanskráðum:
Tinna s: 862-6173 eða í netfangið: tinnau@simnet.is, Sveinn í s:840-7420 og Ívar í s: 617-5203.
Sala aðgöngumiða fer fram í anddyri Íþróttahússins 23. og 24. janúar frá klukkan 20:00-22:00. Ósóttir miðar verða seldir, ekki verður tekið á móti greiðslukortum.
Miðaverð er 4.700 kr.
Aldurstakmark á blótið er árið 2000.
Mætum öll og fögnum þorranum saman eins og okkur einum er lagið.
Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar

 

Tínur, traföskjur
Handraðinn býður upp á námskeið í tínugerð.
Tínur/traföskjur hafa verið gerðar á öllum Norðurlöndum og nýttar undir smádót. Traföskjur voru notaðar undir trafið sem var höfuðbúnaður kvenna.
Námskeiðið verður haldið í smíðastofu Hrafnagilsskóla helgina 10.-12. mars og kostar 27.000.- fyrir utan efni.
Kennari Ingvar Engilbertsson engilb@akmennt.is sími 848-4658


YL ilmkjarnaolíu fræðsla
Ilmkjarnaolíufræðsla verður hjá mér, Sigríði Sólarljós, á Finnastöðum sunnudaginn 22. janúar, kl. 14:00. Dýrin sækja í olíurnar þegar þau þurfa á því að halda og við systur notum þær óspart i fjárhúsunum, fjósinu eða hesthúsinu. Hvernig við notum þær, það getur þú fengið að vita hjá okkur á sunnudaginn. 
Sigríður Ásný 863-6912 og Svanhildur Ósk


Kakóathöfn og hugleiðsla
Sólarmusterið verður með Kakóathöfn og hugleiðslu laugardagskvöldið 21. janúar kl. 20:00. Tilkynna þarf þátttöku fyrirfram, nóg samdægurs. Komið í þægilegum fötum og kostar 2.000,- kr.
Sigríður Ásný Sólarljós 863-6912


Sóley Rós ræstitæknir 
- sönn saga norðlenskrar hvunndagshetju loksins sýnd á Akureyri!
Meinfyndið, grátbroslegt og sannsögulegt leikverk um sögu og samband hjónanna Sóleyjar Rósar og Halla. Sóley Rós er 42 ára mamma, amma, eiginkona, skúringakona. Hún er Bjartur í Sumarhúsum. Hún er Þóra í Hvammi.

Sóley Rós ræstitæknir var valin ein bestu leiksýningum síðasta árs af gagnrýnendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins.
Verkið er byggt á viðtölum við raunverulega norðlenska hvunndagshetju, hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í Reykjavík og hlotið frábæra dóma.
Sýningar verða í Samkomuhúsinu á Akureyri 3. og 4. febrúar og er liður í að fagna 30 ára afmæli Háskólans á Akureyri.
Miðasala er hjá MAk í síma 450-1000 eða netfang: midasala@mak.is

Getum við bætt efni síðunnar?