Auglýsingablaðið

875. TBL 22. febrúar 2017 kl. 11:36 - 11:36 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
493. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, miðvikudaginn 1. mars og hefst hann kl. 15:00. 
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir leikskólakennurum til starfa
Um er að ræða:
• 100% stöðu vegna leyfis
• 100% stöðu vegna fæðingarorlofs
Leikskólinn er staðsettur í Hrafnagilshverfinu, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar, í umhverfi sem hefur upp á einstaka möguleika að bjóða til útivistar og hreyfingar. Deildir eru þrjár og nemendur rúmlega 60 á aldrinum eins til sex ára. Unnið er í samræmi við uppeldisstefnu Jákvæðs aga og markvisst unnið með málrækt og læsi, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu og tónlist.
Hæfniskröfur eru:
• Leyfisbréf sem leikskólakennari
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf 
• Lipurð í samskiptum
• Góð íslenskukunnátta
Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar esveit@esveit.is
Frekari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri í síma 464-8120/ 892-7461, netfang hugruns@krummi.is
Umsóknarfrestur er til og með 7. mars 2017.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Vakin er athygli á að bókasafnið er lokað í vetrarfríi skólans miðvikudaginn 1. mars- föstudagsins 3. mars.
Annars er safnið opið sem hér segir:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.


Saltkjöt og baunir á Lamb Inn
Saltkjötshlaðborð og rommbúðingur í eftirrétt á Sprengidagskvöld frá kl. 19:00.
Verð kr. 3.300.-
Vinsamlegast pantið í síma 463-1500 eða á netfanginu lambinn@lambinn.is
 

Aðalfundur
Kvenfélagið Aldan - Voröld heldur aðalfund sinn í Félagsborg laugardaginn 4. mars 2017 kl. 12:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Boðið verður upp á súpu og eitthvað gott.
Nýjar konur ávallt velkomnar til að kynna sér starfsemi kvenfélagsins.
Hlökkum til að sjá sem flestar konur.
Stjórnin


Gullmoli með nýrri grind
Til sölu er einstaklega vel með farinn Toyota Land Cruiser 120 VX árgerð 2006 (sjálfsk. Diesel). Nýbúið er að skipta um alla grindina í bílnum (lok október 2016) ásamt því sem hann var ryðvarinn upp á nýtt í kjölfarið. Einnig er búið að skipta um allt í bremsum, alla dempara og miðstöðvarmótor ásamt fleira smálegu í tengslum við grindarskiptin. Nótur eru til fyrir öllu og allt skráð í viðhaldskerfi Toyota þar sem allt viðhald var framkvæmt. Fyrri eigandi var búinn að láta fara í spíssa. Bíllinn er aðeins ekinn í kringum 129.000 kílómetra. Ásett verð: 4.190 þús.
Nánari upplýsingar í síma 777-5020 (Jón Gunnar frá Ytri-Tjörnum)


Gaia hofið
Hjartanlega velkomin í Gaia hofið á skapandi nýju tungli og sólmyrkva sunnudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00-22:00.
Við tengjum inn á við í gegnum hugleiðslu og dans og endum svo á djúpri slökun með heilandi tónum kristals skálanna. Ég kem einnig með kristals tónhvíslina mína. Við verðum í nýja, fallega salnum í Helgafelli, til hægri út ströndina á Svalbarðseyri.
Aðgangseyrir 2.500 kr, te og nasl innifalið.
Ég hlakka til að njóta nærveru ykkar.
Solla, skráning í síma/sms 857-6177


Úr Freyvangsleikhúsinu
Ljósin loga í Freyvangi öll kvöld enda styttist óðum í frumsýningu á gamanleikritinu Góðverkin kalla.
Í þorpinu Gjaldeyri stigmagnast góðgerðarkapphlaup sem nær hámarki á 100 ára afmæli sjúkrahússins. Ærslafull atburðarrás leiðir Dívansklúbbinn, Lóðarísfélagið og kvenfélagið Sverðliljurnar á ystu nöf. Söngur, gleði og hlátur í Freyvangi í mars og apríl.
Pantið ykkur miða í tíma. Frumsýning föstudaginn 10. mars nk.
Sýnt föstudags- og laugardagskvöld í mars og apríl.
Miðapantanir á freyvangur@gmail.com - tix.is - miðasölusími: 857-5598
Fylgist með okkur á facebook - Freyvangsleikhúsið Eyjafjarðarsveit

Getum við bætt efni síðunnar?