Auglýsingablaðið

910. TBL 26. október 2017 kl. 10:23 - 10:23 Eldri-fundur

Kjörfundur vegna alþingiskosninga 28. október 2017
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 15. október 2017; Emilía Baldursdóttir, Ólafur Vagnsson og Níels Helgason.

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 28. október 2017
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna alþingiskosninga 28.október 2017, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er frá kl. 10:00 – 14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.


X–10. bekkur - X–Vöfflur
Í tilefni af alþingiskosningum laugardaginn 28. október verðum við nemendur í 10. bekk með vöfflu-kaffi-sölu í Hjartanu í Hrafnagilsskóla frá kl. 11:30 – 17:30. Vaffla með rjóma og kaffi/djús kostar 500.- og rennur allur ágóði af sölunni í ferðasjóð okkar. Athugið að við erum ekki með posa.
Sjáumst sem flest – nemendur í 10. bekk.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Vegna vetrarleyfis í skólanum er bókasafnið lokað föstudaginn 27. okt. og mánudaginn 30. okt. Annars er opið eins og venjulega.
Safnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30


Listaskálinn og kaffihúsið á Brúnum er opinn um helgina sem og aðrar helgar frá kl. 14:00-18:00. Þetta er síðasta sýningarhelgin á myndunum hans Arnar Inga og því um að gera að kíkja.
Með bestu kveðjum, Einar og Hugrún á Brúnum.


Freyvangur – afmælishátíð
Er ennþá fögur sjón að sjá sólina skína á kýrnar í Dakóta? Ætli þær verði ástsjúkar á nóttunni eins og konurnar í Vínlandi? Hver missti kardimommudropana í piparkökudeigið? Málin skýrast á afmælishátíð í Freyvangi, 1. sýning þann 3. nóvember, takmarkaður sýningafjöldi.
Hlökkum til að sjá ykkur, Freyvangsleikhúsið.


Minnum á:
Hugmyndasamkeppnina um þróun og nýtingu svæðis ofan Hrafnagilshverfis til útivistar, sjá síðasta auglýsingablað. Hugmyndir sendist á netfangið esveit@esveit.is. Skilafrestur er til mánudagsins 6. nóvember.

Sveitarstjórn hefur áhuga á að útfæra hugmyndir og ráðast í framkvæmdir á svæðinu sem væru til þess fallnar að auka samveru og útivist íbúanna. Leitað er því til íbúa sveitarfélagsins eftir hugmyndum um hvernig best væri að nýta svæðið. Sveitarstjórn sér þetta fyrir sér sem tækifæri fyrir einstaklinga, skólana og félög í sveitinni að vinna saman að hugmyndum um svæðið.
Mikilvægt er að hafa í huga jákvæða stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum, heilsueflingu (Heilsueflandi samfélag) og markmið um að hér sé gott að búa og öllum líði vel.


Snyrtistofan Sveitasæla
Lamb inn, Öngulsstöðum. Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Kundalini jóga gegn streitu og kvíða!
Vinna, skóli, heimili, sambönd… Á tímum hraða og stöðugs áreitis er auðvelt að verða streitunni að bráð. Komdu í kundalini jógatíma til að róa hugann, slaka á líkamanum og afstressast.

Yogi Bhajan sagði að það ættu allir að svitna og hlæja daglega – það munum við gera. Á þessu 6 tíma námskeiði munum við fara í gegnum kundalini æfingar og hugleiðslur sem styrkja ekki aðeins líkama okkar og hug, heldur létta af okkur áhyggjum og stressi nútíma lífernis. Hvort sem þetta er fyrsti eða hundraðasti kundalini tíminn þinn þá ertu meir en velkomin/n.
Skoraðu hug þinn og líkama á hólm!
Fimmtudagar kl.17:30-18:45 (9. nóv. - 14. des.), Jódísarstöðum 4, Eyjafj.sv. Verð: 1.800 kr. hver tími. Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com
Ég, Þóra Hjörleifsdóttir, hlakka til að sjá ykkur.


Kæru sveitungar, á fimmtudag og föstudag er hægt að komast í kakóviðburði á Knarrarbergi kl. 19:00 báða dagana. Á fimmtudag verður Júlía með viðburð og á föstudag verður það Andreas ásamt tónlistarfólki frá Bandaríkjunum.
Hlakka til að sjá einhver ykkar og það þarf að skrá sig.
Hafið samband við mig á FB eða í síma 863-6912.
Kveðja Sólarljósið.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?