Auglýsingablaðið

912. TBL 09. nóvember 2017 kl. 16:38 - 16:38 Eldri-fundur

Menningararfur í Eyjafjarðarsveit
Fyrsti fundur haustsins um menningararfinn í Eyjafjarðarsveit verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 11. nóvember kl. 10. 
Vetrarstarfið verður rætt og á fundinn kemur Brynjar Karl Óttarsson og kynnir bók sína Í fjarlægð, um sögu Kristnesspítala.
Allir velkomnir.

Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 12. nóvember er messa í Möðruvallakirkju kl.11:00.
Allir velkomnir, sóknarprestur.

Leiðalýsing 2017
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossar verða settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. Þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra. Gjald fyrir hvern kross er 3.500 kr. Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi

Jólatré úr Reykhúsaskógi
Við eigum enn nokkuð af fallegu rauðgreni í skóginum sem vonast til að verða jólatré. Þeir sem hafa áhuga á að fá keypt tré geta haft samband við okkur og annað hvort komið að velja sér tré eða beðið okkur að gera það. Trén verða keyrð heim til kaupenda í vikunni fyrir jól.
Áhugasamir hafi samband með tölvupósti anna.gudmundsd@gmail.com eða í síma 848-1888.
Anna og Páll í Reykhúsum

Félag aldraðra auglýsir
Jólahlaðborð á Lamb Inn sunnudagskvöld 26. nóv. kl. 19:30.
Eigum notalega kvöldstund saman og munum eftir litlu jólapökkunum.
Nánari upplýsingar og pantanir (fyrir 22. nóv.) hjá Þuríði 463-1155 / 867-4464
eða Völu 463-1215 / 864-0049.

Freyvangur 60 ára – Fjörið heldur áfram
Frábær fyrsta helgi í afmæli að baki en glaumur og gleði mun ríkja áfram í Freyvangi. Þrátt fyrir að okkur hafi ekki tekist að breyta vatni í vín þá bíðum við spennt eftir því að sjá sólina skína á prestinn. Næstu sýningar 10. og 11. nóv., miðapantanir/upplýsingar í síma 857-5598 / freyvangur@gmail.com og á
freyvangur.is. Sjáumst – Freyvangsleikhúsið

Hestamenn, hrossaræktendur og aðrir áhugasamir!
Þau Bergur og Olil hjá Gangmyllunni munu halda erindi og spjalla við hestamenn í Funaborg fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20:00. Þau ættu að vera öllum hestamönnum kunn, margverðlaunuð í hrossarækt og hestamennsku. Þau munu fjalla um sína hrossarækt, tamningu og þjálfun hrossanna og síðan hvaðeina sem fundargestir vilja ræða og spyrja um. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri.
Allir velkomnir. Stjórn Funa og Náttfara

Pizzahlaðborð og kótelettukvöld
Á föstudaginn kemur þann 10. nóvember verðum við með pizzahlaðborð hjá okkur. Verð pr mann er kr. 2.200, 1.200 fyrir 10 ára og yngri.
Opnum kl. 19.00. Gott að panta borð í síma 463 1500 eða á lambinn@lambinn.is

Villibráðarveisla á Lamb Inn
Við bjóðum til villibráðarveislu laugardaginn 11. nóvember. Baldvin Stefánsson matreiðslumaður okkar töfrar þá fram gómsæta villibráðarrétti:
Grafin gæs m/ cumen, kóriander og rifsberjum
Grafið lamb m/ bláberjum og blóðbergi
Heitreykt andabringa m/ rauðrófum, nípu, döðlum og geitaosti
Hægelduð andalæri rishotto
Heitreyktur silungur m/ focaccia, piparrótarrjóma og kryddjurtaolíu
Hreindýrafille m/ kartöfluköku, rótargrænmeti og rauðvínssósu
Hreindýrabollur m/ kartöflumús, sultu, grænum og brúnni sósu
Ofnbakaður lax m/ kartöflumús, grænkáli og möndlu og karmellusósu
Skyr og bláber
Broddur og krækiberjasaft
Stórsöngvarinn Gísli Rúnar Víðisson mun flytja nokkur af sínum uppáhalds lögum. Fyrir matinn mun Sigmar Örn Ingólfsson bjóða upp á ráðleggingar og smakk á vínum með villibráðinni. Verð kr. 6.800.- Drögum út skemmtilega vinninga sem gætu komið sér vel í jólapakkana.

Fiskikvöldið mikla
Karlakór Eyjafjarðar efnir til stórveislu í Skeifunni, sal Hestamannafélags Léttis í reiðhöllinni, föstudaginn 10. nóvember kl. 19:00. Þar munum við bjóða upp á siginn fisk, kartöflur og hamsa ásamt nýbökuðu rúgbrauði sem rýfur þögnina stuttu seinna. Drykkjarföng verða á staðnum gegn vægu gjaldi. Máltíðin kostar kr. 3.000. Kórinn syngur nokkur lög og eitthvað fleira gerum við okkur til gamans. Til hagræðingar óskum við eftir því að fólk boði komu sína fyrir kl. 12:00 föstudaginn 10. nóv. í síma 893-5979 (Hannes Óskarsson).
Allir eru velkomnir. Ath. Ekki er hægt að greiða með korti.
Karlakór Eyjafjarðar

Zumba – Dansgleði - Zumba !!!!!
Zumba og dans fitness tímar þar sem sviti og gleði ræður ríkjum 😉
Skráning er hafin í sannkallaða dansgleði. Ungmennafélagið Samherjar ætlar að bjóða upp á Zumbatíma í Hrafnagilsskóla á mánudagskvöldum kl. 21:00.
Við byrjum strax næsta mánudag, 13. nóvember og verðum til 30. apríl (22 tímar). Kennarar verða Arna Benný Harðardóttir zumbakennari og Brynja Unnarsdóttir dans fitness kennari. Kostnaður er 18.000 kr. fyrir námskeiðið og hægt er að skipta greiðslum í tvennt ef þess er óskað. Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Söru Maríu í netfangið: saraogtorir@gmail.com
Þetta verður geggjað STUÐ 🙂

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2018 - Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Umsóknarfrestur er til og með kl. 29. nóvember.
Sótt er um á rafrænni umsóknargátt sem er á heimasíðu Eyþings www.eything.is
Starfsmenn Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna verða með viðveru á starfssvæðinu þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna. Sjá nánar um stað og tíma á www.eything.is. Frekari upplýsingar veita:
Ari Páll Pálsson netfang aripall@atthing.is sími 464 0416
Baldvin Valdemarsson á netfang baldvin@afe.is eða í síma 460 5701
Vigdís Rún Jónsdóttir netfang vigdis@eything.is.

Getum við bætt efni síðunnar?