Auglýsingablaðið

915. TBL 05. desember 2017 kl. 17:05 - 17:05 Eldri-fundur

Fullveldishátíð í Laugarborg
Kæru sveitungar. 1. des hátíðin er á föstudagkvöldið nk.
Tónlist, upplestur, leikur og skemmtun góð í boði. Endilega gefið ykkur stund í önnum daganna til að koma og njóta, kertaljós og kósýheit 😊 
Mæðginin Elvý og Birkir Blær gleðja með fallegri tónlist. María Pálsdóttir og Brynjar Karl Óttarsson, sjónvarpsstjörnur með meiru, kynna Hælið og leynigestur kemur. Brynjar Karl verður með bókina sína til sölu og áritar í hléinu. Herlegheitunum stjórnar Sigríður Bjarnadóttir. 

Kvenfélagið Hjálpin selur gómsætar veitingar.
Aðgangseyrir kr. 500.- Húsið verður opnað kl. 19.30. Dagskráin byrjar kl. 20.00.
Allir hjartanlega velkomir. Vinsamlega athugið að enginn posi er á staðnum.
Menningarmálanefndin

 


Endurmenntun LbhÍ – Sauðfjársæðingar
Námskeið fyrir alla sauðfjárbændur og þá sem hafa áhuga á að starfa eða starfa við sauðfjársæðingar. Fjallað er örstutt um sögu sauðfjársæðinga. Æxlunarfærum sauðkinda er lýst og greint er frá helstu atriðum varðandi æxlunarlíffræði þeirra. Fjallað er um sæðingar, hvernig best er að standa að þeim, hvenær rétti sæðingatíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin. Kennd er meðferð sæðis og verklag við sæðingar er kennt í fjárhúsi. Einnig er rætt um smitvarnir.
Að loknu námskeiði er ætlast til að nemendur geti sætt ær og sagt til um það hvernig bestum árangri verði náð. Kennari: Þorsteinn Ólafsson dýralæknir. Verð 16.900 kr.
Boðið verður upp á þrjú námskeið: mið. 29. nóv. kl. 13:00-18:00 hjá LbhÍ á Hesti í Borgarfirði, fim. 30. nóv. kl. 13:00-18:00 á Akureyri og fös. 1. des. kl. 13:00-18:00 á Stóra Ármóti í Árnessýslu.
Skráning á www.lbhi.is/namskeid, með tölvupósti á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433-5000.

Nú tökum við á móti pöntunum í hnetusteikina góðu
Pantanir þurfa að berast fyrir 10. desember.

Hnetusteik:
550 gr. 2.100 krónur
1.100 gr. 3.900 krónur

Afhendingartími þriðjudaginn 19. des. frá kl. 16:00 – 22:00 á Silvu.
Einnig verða til sölu ýmsar vörur sem ekki þarf að panta fyrirfram, s.s. brauð, salöt, sósa, grænmetisbuff og konfekt.
Pantanir og nánari upplýsingar í síma 851-1360 eða á netfangið silva@silva.is
Við óskum ykkur gleðilegrar aðventu.
Kristín og starfsfólk Silvu, Syðra-Laugalandi efra.

 


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Síðasta samvera fyrir jól, verður þriðjudaginn 12. desember. Síðan áætlað að hittast aftur þriðjudaginn 9. janúar.
Hittumst heil. Stjórnin.



Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9 gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:
1. Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2016 – 30/9 2017.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2016 – 30/9 2017.
3. Rekstaráætlun fyrir næsta rekstarár.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
5. Önnur mál.
Í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár á veitingastaðnum Silvu að Syðra Laugarlandi Eyjafjarðarsveit 12. desember 2017 klukkan 20:00.
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár

Bókakynning á Brunirhorse
Föstudaginn 1. desember kl. 20:00, munu þau Sigmundur Ernir og Rúna Einarsdóttir kynna bókina; „Rúna-Örlagasaga“.



Snyrtistofan Sveitasæla
Lamb inn, Öngulsstöðum. Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 


Við látum ekki deigan síga
Afmælishátíð leiklistar í Freyvangi er nú lokið og viljum við þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og þakkir til ykkar sem glöddust með okkur.
Við höldum ótrauð áfram að flagga leiklistarfánanum og helgina 2. og 3. desember verður vinnustofa, samlestur og prufur fyrir næsta leikverk í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar, mæting kl. 14:00. Leynist í þér leikari? Eða tæknimaður? Eða ertu einfaldlega frábær? Allir finna eitthvað við sitt hæfi í leikhúsinu og við hlökkum til að sjá þig, Freyvangsleikhúsið

 


Sértilboð fyrir sveitunga
Sem þakklæti fyrir ánægjulegar samverustundir á árinu ætlum við á Lamb Inn að bjóða sveitungum okkar 15% afslátt á miðaverði á Jóla Mat-leikana hjá okkur föstudaginn 1. desember þar sem Þórhildur Örvarsdóttir ætlar að bjóða upp á gómsæta jólarétti og jólatónleika í sama pakkanum. Miðaverð fyrir sveitunga er kr. 4.165.- Aðeins örfá sæti laus.
Laugardaginn 9. desember erum við með síðasta jólahlaðborðið okkar og þar sem enn eru laus nokkur sæti langar okkur til að bjóða sveitungum okkar upp á jólahlaðborð fyrir aðeins kr. 6.120.-
Miðapantanir í viðburðadagatalinu okkar á www.lambinn.is eða í síma 463 1500.
Við þökkum ykkur kærlega fyrir ánægjuleg samskipti á árinu og óskum ykkur gleðilegrar hátíðar.
Lamb Inn

Getum við bætt efni síðunnar?