Auglýsingablaðið

918. TBL 21. desember 2017 kl. 10:51 - 10:51 Eldri-fundur

Jólakveðjur
Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar


Jólakveðja
Nemendur og starfsfólk í leikskólanum Krummakoti senda öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar hugheilar óskir um gleðiríka jólahátíð og farsæld á nýju ári. Við þökkum öllum nágrönnum okkar og velunnurum fyrir einstaklega gott og gefandi samstarf og góðvild á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið, 2018, verða okkur öllum heilladrjúgt.
Með jólakveðju, frá öllum í Krummakoti.


Auglýsingablaðið
Auglýsingablaðið kemur næst út föstudaginn 29.12.17. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00, fimmtudaginn 28.12.17, í síma 463-0600 eða í tölvupósti á esveit@esveit.is.


Opnunartímar gámasvæðis yfir jól og áramót
Föstudagur 22. desember – opið kl. 13:00-17:00
Þorláksmessa 23. desember – lokað
Þriðjudagur 26. desember – lokað
Föstudagur 29. desember – opið kl. 13:00-17:00
Laugardagur 30. desember – opið kl. 13:00-17:00
Þriðjudagur 2. janúar – opið kl. 13:00-17:00


Skötuhlaðborð á Þorláksmessu
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi býður til skötuveislu í mötuneyti Hrafnagilsskóla á Þorláksmessudag frá kl. 11:00 – 14:00. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Góð stemmning.
Verð á mann er kr. 3.000.-. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála.
Komið, gleðjist og styrkið góð málefni.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi


Lokað
Lokað verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar þriðjudaginn 2. janúar 2018. Opið verður frá og með 3. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.
Skrifstofan


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Bókasafnið er komið í jólafrí en opið verður fimmtud. 28. des. frá kl. 16:00–19:00.
Við opnum síðan aftur miðvikudaginn 3. janúar. Nánar auglýst í næsta blaði 29. des.


Jólatrésskemmtun Hjálparinnar í Funaborg 2017
Jólatrésskemmtun Hjálparinnar verður haldin laugardaginn 30. desember kl. 13:30 í Funaborg á Melgerðismelum.
Dansað verður í kringum jólatré, hressir gestir koma í heimsókn með góðgæti í poka.
Hjálparkonur bjóða uppá gómsætar veitingar, kökur og kruðerí 😊
Allir hjartanlega velkomnir. Jólakveðjur, Kvenfélagið Hjálpin.


Getum við bætt efni síðunnar?