Auglýsingablaðið

921. TBL 12. janúar 2018 kl. 11:10 - 11:10 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
509. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 18. janúar og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Frá félagi aldraðra í Eyjafirði
Ágætu félagar. Nú byrjum við nýja árið af fullum krafti. Fyrsta samvera ársins, í Félagsborg, verður þriðjudaginn 9. janúar 2018, kl.13:00. Sjáumst heil og hress.
Þessi starfsemi er fyrir 60 ára og eldri og við hvetjum alla, á þessum aldri, að koma og kynna sér hvað við erum að gera.
Stjórnin


Kótelettukvöld 20. janúar á Lamb Inn
Fyrsta kótelettukvöld ársins verður laugardaginn 20. janúar.
Gómsætt kótelettuhlaðborð og norðlenskt búðingahlaðborð í eftirrétt.
Verð kr. 4.800.-
Pantanir í síma 463 1500 eða á lambinn@lambinn.is


Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar heldur fund um væntanleg tækjakaup félagsins á Kaffi Kú fimmtudaginn 18. janúar klukkan 11:00. Súpa og brauð í boði.
Stjórnin


Skyldi Jón Elvar taka Simma með sér á blótið?
Þú kemst ekki að því nema að mæta 27. janúar!
Nánari auglýsing birtist í næsta sveitapósti.
Þorrablótsnefndin 2018


Snyrtistofan Sveitasæla
Kæru Sveitungar
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir viðskiptin á síðasta ári. Móttökurnar voru frábærar og er ég bjartsýn á framhaldið. Janúar byrjar með tilboðum á fótsnyrtingum og andlitsböðum, en þið fáið 15% afslátt af þeim meðferðum og hvet ég ykkur að koma og láta dekra við ykkur þar sem þetta er dásamlegt fyrir líkama og sál. Verið velkomin á Snyrtistofuna Sveitasælu á Öngulsstöðum. Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
> Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rótvarnarefnis).
> Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri.
> Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Opnunartímar eru misjafnir og fara í raun eftir eftirspurn. Lokað á miðvikudögum þar sem ég er að kenna dans þá daga.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari

Hver á köttinn?
Dökkgrábröndóttur köttur með hvíta bringu og hvítar loppur hefur sest að á Syðra-Hóli en nærvera hans er ekki vel séð. Kötturinn er greinilega mannvanur. Eigandi hans hafi samband í síma 462-4935 eða 899-4935.
Emilía

Getum við bætt efni síðunnar?