Auglýsingablaðið

923. TBL 25. janúar 2018 kl. 09:03 - 09:03 Eldri-fundur

Atvinna - húsnæði
Laust er til umsóknar starf húsvarðar í félagsheimilinu Freyvangi.
Í starfinu felst umsjón með útleigu, þrif o.fl. Gerð er krafa um gott viðmót, reglusemi og snyrtimennsku.
Húsvörður þarf að vera búsettur í íbúð sem fylgir starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2018.
Umsóknir óskast sendar á esveit@esveit.is.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600.


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Við heldri borgarar erum með tíma í Íþróttahúsinu á Hrafnagili í vetur. Við hittumst þar á mánudögum og fimmtudögum kl. 14:00 (kl. tvö). Þar er gott að fá sér göngutúr og hreyfa sig. Nota tækjasalinn og hjóla eða róa eða hvað sem er. Svo spilum við Boccia.
Allir eldri borgarar velkomnir.
Stjórnin


Gleymdir þú að panta þér miða á þorrablótið?
Hafðu samband, við gætum átt lausa miða. Nú fer hver að verða síðastur! Katrín s: 666-2412.
Þorrablótsnefndin 2018.


Snyrtistofan Sveitasæla
Verið tímanlega að panta snyrtingu fyrir blótið.
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rótvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun svo hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Volare vörur
Volare býður viðskiptavinum sínum upp á mikið og fjölbreytt úrval af húð, hár og snyrtivörum dr. Melumads. Vörulínurnar eru m.a. Dauðahafslínan, græna línan, 7jurta línan, herralínan, fótalínan, krakkalínan, ungbarnalínan og spa pleasure línan. Hver lína er með sína sérstöðu þegar kemur að innihaldsefnum og virkni. Einnig er mikið úrval af sérvörum t.d. háreyðingarvörur, snyrtivörur, vörur fyrir hesta og gæludýr.
Nýr bæklingur kemur út í febrúar.
Nánari upplýsingar, bókanir fyrir heimakynningu og/eða pantanir í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare. P.s. Hægt er að panta vörur hvenær sem er.

Getum við bætt efni síðunnar?