Auglýsingablaðið

927. TBL 22. febrúar 2018 kl. 11:14 - 11:14 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
512. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 1. mars og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Möðruvallakirkju sunnudaginn 25. febrúar kl. 11:00.
Verið velkomin.
Sóknarprestur


Til íbúa Eyjafjarðarsveitar
Kynningarfundur um hugsanlega sameiningu sókna í Laugalandsprestakalli verður haldinn í Félagsborg fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi kl. 20:30.
Fundurinn er haldinn í ljósi þess að nokkur umræða hefur verið um þessa hugmynd innan sóknarnefnda prestakallsins. Kynnt verður hvað felst í sameiningu sókna, kostir þess og gallar kynntir og ræddir. Markmið fundarins er að stuðla að umræðu um þetta málefni. Allir velkomnir sem láta sig hag kirkjunnar varða.
Gestur fundarins verður sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur á Skinnastað.
Sóknarnefndir í Laugalandsprestakalli.


Mikki í Möðrufelli er týndur
Hann fór að heiman á sunnudag. Hann er svartur skógarköttur, frekar smár vexti. Hann er ólarlaus. Ef einhverjir verða varir við hann lifandi eða dauðann, þá vinsamlega látið okkur vita í síma 462-7659 eða 892-5379.
Solla og Svenni, Möðrufelli.


Íbúar Eyjafjarðarsveitar og aðrir
Einstakt tækifæri !
Við í Klauf rekum kúabú og óskum við eftir duglegum og vinnusömum einstaklingi til að vinna hjá okkur í sumar. Bílpróf og vinnuvélaréttindi væri gott að hafa en við skoðum allt.
Áhugasamir hafið samband við Hermann Inga í síma 867-8586 eða sendið póst á netfangið klauf@internet.is.
Hermann og Ingibjörg.


Volare – húð-, hár- og snyrtivörur
Verkjagel á tilboði út febrúar. Náttúrulegt gel sem hefur mikla virkni á vöðvaverki, bólgur og stirðleika í vöðvum og liðum.
Nánari upplýsingar, eftir kl. 17:00 alla virka daga og um helgar, í síma 866-2796 eða hvenær sem er á facebook; Hrönn Volare.
Panta á sunnudögum kl. 22:00 og vörurnar koma miðvikudaginn á eftir.


Þrek og tár hjá Freyvangsleikhúsinu!
Freyvangsleikhúsið setur nú upp leikritið Þrek og tár, eitt af ástsælustu verkum Ólafs Hauks Símonarsonar.
Í verkinu göngum við inn í minningar ungs manns í Reykjavík við upphaf sjöunda áratugarins og gleðjumst og syrgjum með fjölskyldu hans í lífi og starfi, vinum þeirra og nágrönnum sem hver og einn á sína sögu.
Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og tónlistarstjóri Ingólfur Jóhannsson, en tónlistin er í hávegum höfð í verkinu og hér hljóma lög eins og Þrek og tár, Heimþrá og Í rökkurró, sem voru vinsæl lög á sjöunda áratugnum. 

Frumsýning 23. febrúar - Uppselt
2. sýning 24. febrúar
3. sýning 2. mars
4. sýning 3. mars

Hægt er að hafa samband og í síma 857-5598, með tölvupóst á freyvangur@gmail.com og í skilaboðum á Facebooksíðu Freyvangsleikhússins

Athugið að miðapantanir fara eingöngu í gegnum síma og tix.is.

Getum við bætt efni síðunnar?