Auglýsingablaðið

928. TBL 28. febrúar 2018 kl. 12:38 - 12:38 Eldri-fundur

Frá Laugalandsprestakalli
Æskulýðsdagurinn er næstkomandi 4. mars.
Af því tilefni verður æskulýðs- og fjölskyldumessa í Munkaþverárkirkju kl. 11:00 þennan dag.Væntanleg fermingarbörn munu taka þátt í tali og tónum því ungmenni úr tónlistarskólanum flytja tónlistaratriði. Kirkjukórinn okkar frábæri mun leggja sitt af mörkum. Þetta á að verða gleðidagur fyrir börn á öllum aldri.
Vinsamlegast.
Sóknarprestur


Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar
Aðalfundur verður haldinn á Brúnum fimmtudaginn 8. mars kl. 11:00.
Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.
Sigtryggur Herbertsson frá RML flytur erindi um fjósbyggingar.
Súpa og brauð í boði.
Stjórnin


Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja
Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja verður haldinn þriðjudaginn 20. mars næstkomandi, kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf ásamt lagabreytingum sem verða nánar auglýstar síðar.
Við hlökkum til að sjá sem flesta! Veitingar verða í boði.
Stjórn Ungmennafélagsins Samherja.


Árshátíð yngsta stigs
Hrafnagilsskóla 2018
Hátíðin verður haldin í Laugarborg föstudaginn 2. mars frá klukkan 13:00—15:00. Nemendur yngsta stigs sýna leikrit um álfa.
Stórsveit 4. bekkinga flytur tónlistaratriðið sem flutt var á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna.
Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.
Aðgangseyrir er 1.400 kr. fyrir 16 ára og eldri og frítt fyrir börn sem ekki eru byrjuð í grunnskóla. Veitingar eru innifaldar í verði. Ágóði af miðasölu og sjoppu rennur í ferðasjóð nemenda og er einnig notaður til að greiða lyftugjöld í skíðaferð.
Athugið að ekki er posi á staðnum.
Sjoppan verður opin og þar er hægt að kaupa gos og sælgæti.
Skólabílar keyra ekki að árshátíð lokinni.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla.


Snyrtistofan Sveitasæla
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
Á facebooksíðu Sveitasælunnar er hægt að sjá nánari upplýsingar um þær meðferðir sem eru í boði. https://www.facebook.com/snyrtistofansveitasaela/
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali.
Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun svo hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Þrek og tár hjá Freyvangsleikhúsinu!
Freyvangsleikhúsið sýnir nú leikritið Þrek og tár, eitt af ástsælustu verkum Ólafs Hauks Símonarsonar.
Í verkinu göngum við inn í minningar ungs manns í Reykjavík við upphaf sjöunda áratugarins og gleðjumst og syrgjum með fjölskyldu hans í lífi og starfi, vinum þeirra og nágrönnum sem hver og einn á sína sögu.
Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og tónlistarstjóri Ingólfur Jóhannsson, en tónlistin er í hávegum höfð í verkinu og hér hljóma lög eins og Þrek og tár, Heimþrá og Í rökkurró sem voru vinsæl lög á sjöunda áratugnum.

3. sýning 2. mars
4. sýning 3. mars
5. sýning 9. mars
6. sýning 10. mars
7. sýning 16. mars
8. sýning 17. mars

Miðasala á tix.is og í síma 857-5598 frá kl. 16:00-20:00 alla daga.

Getum við bætt efni síðunnar?