Auglýsingablaðið

932. TBL 03. apríl 2018 kl. 14:45 - 14:45 Eldri-fundur

Störf hjá Eyjafjarðarsveit

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í 100% starf forstöðumanns Íþrótta¬mið¬stöðvar Eyjafjarðarsveitar. Forstöðumaður hefur meðal annars umsjón með reksti íþróttahúss, sundlaugar, íþróttavalla og tjaldsvæðis ásamt því að hafa umsjón með íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.
Starfið veitist frá 1. maí 2018 eða eftir samkomulagi.
Helstu kostir sem horft verður til við ráðningu:
• Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
• Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Reynsla sem nýtist í starfi
• Hugmyndaauðgi
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2018.

Sumarstarf – heimaþjónusta og fleira
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar í heimaþjónustu. Starf í heima-þjónustu er um 60% en til greina kemur að ráða í allt að 100% starf og viðkomandi sinni þá öðrum verkefnum, t.a.m. á tjaldsvæði.
Í starfinu felst að sjá um almenn þrif í heimahúsum, fara sendiferðir (t.d. innkaup) og veita persónulega aðstoð. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur góða þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum, hefur almenna kunnátta við þrif og er stundvís og heiðarlegur. Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða.
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018.

Sumarstarf - Flokkstjóri vinnuskóla
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar.
Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst.
Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi. Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018.

Sumarstarf - Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Í sumar vantar stúlkurnar á Smámunasafninu starfskraft til að vinna alla virka daga frá kl. 11:00-17:00 og um helgar eftir samkomulagi.
Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku og ekki spillir fyrir ef eitt norðurlandamál er brúklegt. Frumkvæði og falleg, fagleg og skemmtileg framkoma er skilyrði og ekki síst að geta bakað góðar vöfflur.
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2018.

Umsóknum skal skilað, ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur, á skrif¬stofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.

 

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN VERÐUR OPIN ALLA PÁSKANA SEM HÉR SEGIR:
PÁLMASUNNUDAGUR 10.00-17.00
SKÍRDAGUR 10:00-20:00
FÖSTUDAGURINN LANGI 10:00-18:00
LAUGARDAGURINN 10:00-18:00
PÁSKADAGUR 10:00-18:00
ANNAR Í PÁSKUM 10:00-20:00


Helgarsögur - cd.
Ég undirritaður hef látið gera nýja disk með hljómsveitinni Heimamönnum, sem ber heitið Helgarsögur, sem eru einmitt það,Helgarsögur. Hann má nálgast í jólahúsinu fyrst í stað fyrir kr. 2.500. Bestu kveðjur. Hannes á Laugalandi syðra

 

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Bókasafnið er lokað yfir páskana en opnar aftur þriðjudaginn 3. apríl og þá er opið eins og venjulega. Gott úrval bóka og tímarita til að lesa og skoða á staðnum eða fá lánað með sér heim. Einnig er hægt að fá lánuð pússluspil, stór og lítil.
Óformlegar hannyrðastundir og kaffispjall eru á fimmtudögum frá kl. 16:00.



Sumarferð félags aldraðra 2018
Ferðin er fyrirhuguð dagana 5.-8. júní nk. Fyrsta daginn verður ekið vestur á Strandir, og gist í Urðartindi í Norðurfirði eina nótt. Þá til baka og yfir Steingrímsfjarðarheiði og alla leið til Ísafjarðar og gist þar tvær nætur. Síðan skoðum við Bolungarvík, Súgandafjörð, Flateyri og e.t.v fleiri staði undir leiðsögn kunnugs heimamanns, Sigurðar Jarlssonar ráðunauts. Ekið síðasta daginn út á Snæfjallaströnd, síðan snúið heim á leið og kvöldmatur á Húnavöllum. Verð er 75.000 kr. og leggist inn á reikning 0302-26-1038 kt. 251041-4079. Skráning hjá Reyni í 862-2164, Ólafi 894-3230 eða Jófríði 846-5128 fyrir 10. maí.
Nefndin



Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar
verður haldinn fimmtudaginn 5. apríl kl 20:00 í Kaupangskirkju. Fundarefni: 1)Venjuleg aðalfundarstörf 2)Kosning um 1 fulltrúa í kjörnefnd og 1 til vara fyrir val á nýjum sóknarpresti 3)Taka ákvörðun um framhald viðræðna um sameiningu sókna í Laugalandsprestakalli. Sóknarnefndin

 

Á skírdag 29. mars er ferming í Möðruvallakirkju kl. 11:00
Fermd verða þessi ungmenni:
Anna Hlín Guðmundsdóttir , Hríshóli
Bergþór Bjarni Ágústsson, Stekkjarflötum
Guðrún Jóna Stefánsdóttir, Króksstöðum
Sigrún Margrét Hansdóttir, Skógartröð 3
Þórlaug María Sigurðardóttir, Krókeyrarnöf 6, Akureyri.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.



Föstudaginn langa er messa í Kaupangskirkju kl. 11:00
Sóknarbörn lesa úr píslarsögunni. Ungmenni úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar
flytja tónlist.
Organisti er Petra Björk Pálsdóttir.


Á páskadag 1. apríl er hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 11:00
Organisti er Daníel Þorsteinsson.
Altarisganga.

 

Laust sumarstarf á Lamb Inn
Óskum eftir að ráða starfskraft á morgunverðarvakt. Vinnutíminn er frá kl. 6:30 – 12:30 alla virka daga. Um er að ræða tiltekt á morgunverði, þjónustu í sal, frágang og þrif eftir morgunverð.
Við leitum að manneskju sem er snör í snúningum, getur talað íslensku og a.m.k. ensku og er greiðvikin og glaðlynd.
Áhugasamir hafi samband við Karl Jónsson framkvæmdastjóra í síma 691-6633 eða með tölvupósti, karl@lambinn.is.
Áætlað er að starfstíminn verði frá 1. júní og út ágúst að minnsta kosti. Til greina kemur að tveir geti skipt starfinu á milli sín.

 Þrek og tár hjá Freyvangsleikhúsinu!
Freyvangsleikhúsið sýnir nú leikritið Þrek og tár, eitt af ástsælustu verkum Ólafs Hauks Símonarsonar.
11. Sýning 29. mars Skírdagur Örfá sæti laus
12. Sýning 6. apríl Minningarsýning
13. Sýning 7. apríl
14. Sýning 13. apríl Uppselt
15. Sýning 14. apríl
Miðasala á tix.is og í síma 857-5598 frá kl. 16-20 alla daga.

Getum við bætt efni síðunnar?