Auglýsingablaðið

933. TBL 04. apríl 2018 kl. 11:51 - 11:51 Eldri-fundur

Störf hjá Eyjafjarðarsveit

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í 100% starf forstöðumanns Íþrótta¬mið-stöðvar Eyjafjarðarsveitar. Forstöðumaður hefur meðal annars umsjón með reksti íþróttahúss, sundlaugar, íþróttavalla og tjaldsvæðis ásamt því að hafa umsjón með íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.
Starfið veitist frá 1. maí 2018 eða eftir samkomulagi.
Helstu kostir sem horft verður til við ráðningu:
• Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
• Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Reynsla sem nýtist í starfi
• Hugmyndaauðgi
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2018.

Sumarstarf – heimaþjónusta og fleira
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar í heimaþjónustu. Starf í heima¬þjónustu er um 60% en til greina kemur að ráða í allt að 100% starf og viðkomandi sinni þá öðrum verkefnum, t.a.m. á tjaldsvæði.
Í starfinu felst að sjá um almenn þrif í heimahúsum, fara sendiferðir (t.d. innkaup) og veita persónulega aðstoð. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur góða þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum, hefur almenna kunnátta við þrif og er stundvís og heiðarlegur. Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða.
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018.

Sumarstarf - Flokkstjóri vinnuskóla
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar.
Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst.
Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi. Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018.

Umsóknum skal skilað, ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur, á skrif-stofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.


 Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2018
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2018 verður haldinn fimmtudagskvöldið 19. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 20:30 í Dalborg.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffiveitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta.
Nýir félagar eru boðnir velkomnir.
Kær kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg

 Snyrtistofan Sveitasæla
Verið tímanlega að panta snyrtingu fyrir ferminguna.
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rótvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir, snyrtifræðingur og danskennari.


 Volare – húð-, hár- og snyrtivörur - Nýr bæklingur kominn í hús!
Veglegur kaupbætir og aukabókunargjöf fyrir gestgjafa í apríl eða meðan birgðir endast. Sjö jurta hunangsmaski á tilboði út apríl 😊
Nánari upplýsingar í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.


 Sýningum fer fækkandi – Þrek og tár hjá Freyvangsleikhúsinu!
Freyvangsleikhúsið sýnir nú leikritið Þrek og tár, eitt af ástsælustu verkum Ólafs Hauks Símonarsonar.
Í verkinu göngum við inn í minningar ungs manns í Reykjavík við upphaf sjöunda áratugarins og gleðjumst og syrgjum með fjölskyldu hans í lífi og starfi, vinum þeirra og nágrönnum sem hver og einn á sína sögu.
Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og tónlistarstjóri Ingólfur Jóhannsson, en tónlistin er í hávegum höfð í verkinu og hér hljóma lög eins og Þrek og tár, Heimþrá og Í rökkurró sem voru vinsæl lög á sjöunda áratugnum.
12. sýning 6. apríl - Minningarsýning
13. sýning 7. apríl
14. sýning 13. apríl – Uppselt
15. sýning 14. apríl
Miðasala á tix.is og í síma 857-5598 frá kl. 16:00-20:00 alla daga.Sönghópurinn Jódís ásamt hljómsveit flytur vinsæl dægurlög frá 5. og 6. áratugnum í Hofi laugardaginn 7. apríl kl. 20:00
Miðaverð 3.000 kr. - Hlökkum til að sjá ykkur!

Sönghópurinn Jódís samanstendur af okkur fjórum söngkonunum; Ingu Báru Ragnarsdóttur, Herdísi Ármannsdóttur, Margréti Árnadóttur og Rósu Maríu Stefánsdóttur. Við vinkonurnar höfum þekkst mislengi en það er tvennt sem sameinar okkur; söngur og hestamennska. Árið 2017 stilltum við saman strengi okkar, fórum að æfa ýmis sönglög og úr varð dásamlegur vinskapur og ótrúlega skemmtilegar samverustundir, við æfingar, söng og gleði. Nú er komið að því að sýna hvað við höfum verið að bralla í vetur og bjóðum ykkur því að koma og eiga með okkur notalega og skemmtilega kvöldstund, þar sem við ætlum að syngja nokkur af ástsælustu dægurlögum íslensku þjóðarinnar.

Hljómsveitina skipa Valmar Väljaots á píanó, Kristján Edelstein á gítar, Stefán Ingólfsson á bassa og Haraldur G Hauksson á trommur.

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Hofs og Samkomuhússins og af Norðurorku.
Miðasala í Hofi og á www.mak.is

Getum við bætt efni síðunnar?