Auglýsingablaðið

948. TBL 19. júlí 2018 kl. 09:13 - 09:13 Eldri-fundur

 

Atvinna - Húsnæði
Laust er til umsóknar starf húsvarðar í félagsheimilinu Freyvangi. Í starfinu felst umsjón með útleigu, þrif og fl. Gerð er krafa um gott viðmót, reglusemi og snyrtimennsku.
Húsvörður þarf að vera búsettur í íbúð sem fylgir starfinu. Íbúðin er lítil tveggja herbergja, með stigauppgöngu og hentar vel einstaklingi eða pari.
Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2018.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 eða esveit@esveit.is.

 

Uppsetning á sýningabásum fyrir Handverk 2018
Samherjar og Dalbjörg sjá um uppsetningu á sýningabásum fyrir Handverk 2018. Fyrirhugað er að teppaleggja íþróttasalinn fimmtudagskvöldið 19. júlí og setja upp sýningabásana eftir kl. 16 föstudaginn 20. júlí
Allir velkomnir að aðstoða. Hægt að skrá sig á viðburðinn á facebook eða senda línu á samherjar@samherjar.is
Stjórn Umf. Samherja

Soðið brauðs bakstur fyrir Handverk 2018
Mánudaginn 23. júlí kl. 11 ætla Samherjar að fjölmenna í skólaeldhúsinu í Hrafnagilsskóla til að steikja soðið brauð fyrir Handverk 2018. Allir velkomnir að hjálpa til, heitt á könnunni og gott með kaffinu.
Skráning á facebook síðu Ungmennafélagsins undir viðburðir eða með því að senda línu á samherjar@samherjar.is
Stjórn Umf. Samherja


Konfektkökubakstur fyrir Handverk 2018
Miðvikudaginn 25. júlí kl. 11 Samherjar að fjölmenna í skólaeldhúsinu í Hrafnagilsskóla til að baka konfektkökur fyrir Handverk 2018. Allir velkomnir að hjálpa til, heitt á könnunni og gott með kaffinu.
Skráning á facebook síðu Ungmennafélagsins undir viðburðir eða með því að senda línu á samherjar@samherjar.is
Stjórn Umf. Samherja

 


Snyrtistofan Sveitasæla
opna aftur eftir sumarfrí mánudaginn 23. júlí en þið getið hringt og pantað tíma þó ég sé enn í fríi :) Verð svo aftur í fríi mánud. þriðjud. og miðvikudag í vikunni eftir verslunarmannahelgina.
Er með opið mánudaga og miðvikudaga 12.00-18.00, þriðjudaga og fimmtudaga 9.00-15.00 og föstudaga 9.00-14.00 Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rótvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Tímapantanir í síma 833-7888 Milli kl. 9.00-17.00 á daginn. Eftir kl 17.00 svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari

 


Frá Skjólbeltsjóði Kristjáns Jónssonar
Þeir sem hafa ræktað eða hyggjast rækta skjólbelti í Eyjafjarðasveit nú í sumar geta sótt um styrk úr sjóðnum. Umsóknir sendist til formanns sjóðsins Benjamíns Baldurssonar Ytri-Tjörnum þar sem fram kemur lengd og fjöldi raða í skjólbeltinu. Umsóknir mega einnig vera á rafrænu formi og sendist þá á netfangið tjarnir@simnet.is .
Stjórn skjólbeltasjóðs

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?