Auglýsingablaðið

958. TBL 26. september 2018 kl. 10:36 - 10:36 Eldri-fundur

 Sveitarstjórnarfundur
521. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, mánudaginn 1. október og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 Fjallskil 2018
Hrossasmölun verður föstudaginn 5. október. Stóðréttir verði 6. október 2018.

Íþrótta- og tómstundastyrkur
Minnt er á íþrótta- og tómstundastyrk barna á aldrinum 6-17 ára. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. 
Styrkur árið 2018 er fjárhæð 15.000 kr. 
Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda með umsókn eftirtalin gögn: 
1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn. 2. Staðfestingu á greiðslu. 3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar – Stjórnsýsla – Eyðublöð – Umsókn um íþrótta- og tómstundastyrk barna, eða senda gögnin á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9.

Hundahald
Hunda- og kattahald er háð leyfi í Eyjafjarðarsveit og bundið þeim skilyrðum sem nánar eru tilgreind í samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit. Skylt er að skrá hunda sem eru eldri en 3 mánaða á skrifstofu sveitarfélagsins. 
Hægt er að sækja um leyfi rafrænt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólatröð 9, á opnunartíma skrifstofu milli kl. 10:00-14:00.
*Nýskráningar og breytingar á eldri skráningum óskast tilkynntar fyrir 1. október nk. með tölvupósti á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. 
Þann 1. nóvember verða reikningar sendir í heimabanka fyrir árið 2018.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Þann 1. október lætur Eiríkur Stephensen af störfum sem skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Guðlaugur Viktorsson tekur við starfinu og verður Helga Kvam
aðstoðarskólastjóri.
Eyjafjarðarsveit þakkar Eiríki gott og ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Kvenfélagið Aldan/Voröld
Kæra systir!
Þér er boðið á glæsilegan kynningarfund laugardaginn 6. október, kl. 11.00, að Brúnum í Eyjafjarðarsveit. Þar munum við kynna kvenfélagið okkar fyrir þér í máli og myndum. Bjóðum upp á mjög áhugaverðan fyrirlestur um jafnrétti og femínisma sem Eva Huld meistaranemi í lögfræði flytur, segjum frá vetrarstarfinu framundan og eigum notalega stund saman yfir léttum hádegisverði í boði kvenfélagsins.
Hlökkum til að sjá þig! Kær kveðja, stjórnin.

Jóga á Jódísarstöðum
Ég býð ykkur að taka þátt í eflandi Kundalini jógatímum á fimmtudagskvöldum í vetur. Áhersla verður á hreinsun, styrk og eflingu. Kundalini-jógahefðin færir okkur kröftugar, umbreytandi og skjótvirkar leiðir til að styrkja öll helstu kerfi líkamans. Með iðkun öðlumst við dýrmæt verkfæri til að takast á við verkefni lífsins, stór og smá—við dýpkum öndun, kyrrum hugann, styrkjum og liðkum líkamann, en allt helst þetta í hendur við heilbrigða andlega líðan.
Kvöldstundin hefst á öflugri Kundalini-jóga kriyu, en það er æfingasett þar sem æfingum er raðað í ákveðna röð til að ná fram sem sterkustum áhrifum. Því næst líðum við inn í (gong-) djúpslökun og endum svo á eflandi hugsleiðslum, þar sem við vinnum meðal annars með möntrur.

Skoraðu hug þinn og líkama á hólm!
Hvenær: Fimmtudagar kl. 17:30-18:45.
Hvar: Jódísarstöðum 4, Eyjafjarðarsveit
Verð: 1.800 kr. stakur tími/14.000, 10 tímar.
Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com.
Ég, Þóra Hjörleifsdóttir, hlakka til að sjá ykkur.

Íþróttaskóli Umf. Samherja byrjar á laugardaginn 😊
Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og verður í samtals sex skipti. Enn er svigrúm til að skrá þátttakendur en einnig er velkomið að mæta á laugarsdagsmorgun kl. 09:15 og taka þátt. Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og er skráning á netfangið samherjar@samherjar.is, þar sem fram þarf að koma fullt nafn og kennitala barns og forráðamanns ásamt símanúmeri. Sjáumst í íþróttahúsinu 😊

Frisbígolf er aftur komið á dagskrá á mánudögum kl. 17:00 – 18:00.
Þjálfari verður Mikael Máni Freysson.
Bjóðum Mikael Mána og frisbígolfið velkomin 😊

Vegna fjölda í glímu þarf að breyta aldursskiptingu í fyrri tímanum 5. og 6. bekkur færast til kl. 15:00.

Opinn tími í badminton á föstudögum verður milli kl. 19:00 og 20:00.

Nánari upplýsingar og símanúmer þjálfara er að finna á heimasíðunni okkar www.samherjar.is

Getum við bætt efni síðunnar?