Auglýsingablaðið

982. TBL 20. mars 2019 kl. 10:33 - 10:33 Eldri-fundur


Leikskólinn Krummakot óskar eftir starfsmanni í tímabundnar afleysingar.
Nánari upplýsingar gefur Erna skólastjóri í síma 464-8120 eða erna@krummi.is


Að flækjast í vefnum - ofnotkun netsins
Foreldrafélag Hrafnagilsskóla og Hrafnagilsskóli standa fyrir fyrirlestri með Eyjólfi Erni Jónssyni sálfræðingi um hættur netsins og netfíkn. Mikil umræða hefur verið um netfíkn og rannsóknir sýna að vandamálið fer vaxandi. Börn og unglingar eru sérstaklega útsett fyrir þessum vanda og því mikilvægt að foreldrar skilji vandann og viti hvað best sé að gera í málinu. Reglur um netnotkun ættu að vera jafn sjálfsagðar og umferðarreglur. Með réttri vitneskju og nálgun eiga allir að geta notið netsins og alls sem að það hefur upp á að bjóða án vandkvæða. Fyrirlesturinn er opinn öllum foreldrum og forráðamönnum nemenda Hrafnagilsskóla og verður hann haldinn á bókasafni skólans milli klukkan 12.00 og 13.00 fimmtudaginn 21. mars. Foreldrar leikskólabarna í Krummakoti eru einnig velkomnir.
Þennan sama morgun verður fyrirlesturinn haldinn fyrir nemendur í 5.-10. bekk.


Aðalfundur Funa

Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn fimmtudaginn 28. mars nk. í Funaborg á Melgerðismelum. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar fjölmennum - Nýir félagar velkomnir.
Stjórn Funa.


Saurbæjarsókn

Aðalfundur sóknar Saurbæjarkirkju verður haldinn í Gullbrekku föstudaginn 22. mars kl. 10:30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa þarf að kjósa fulltrúa í kjörnefnd og ræða ýmsar breytingar sem framundan eru. Glæsilegar kaffiveitingar að vanda.
Sóknarnefndin


Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar
verður haldinn í Víðigerði miðvikudaginn 27. mars kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin


Fiskikvöldið mikla

Karlakór Eyjafjarðar efnir til hinnar sívinsælu sigin fisk veislu í Skeifunni, sal Hestamannafélags Léttis í reiðhöllinni, föstudaginn 22. mars kl. 19:00. Þar mun vera boðið upp á sigin fisk með Þórustaðar kartöflum, hamsatólg og nýbökuðu rúgbrauði. Kaffi og konfekt. Máltíðin kostar kr. 3.500. Kórinn syngur nokkur lög.
Til hagræðingar óskum við eftir því að fólk boði komu sína fyrir kl. 12:00 föstud. 22. mars í síma 893-5979 (Hannes Óskarsson), sem mun veita frekari upplýsingar.
Ath. Ekki er hægt að greiða með korti. Allir eru velkomnir.
Karlakór Eyjafjarðar


Tún til leigu upplýsingar í síma 847-4111 / 463-1262. Sigmundur, Hólum.


Gaman saman!
Freyvangsleikhúsið og Leikfélag Hörgdæla taka höndum saman og bjóða til sælkera stuttverkaveislu föstudagskvöldið 22. mars og laugardagskvöldið 23. mars í Freyvangi.
Sýningar hefjast kl. 20:00 og verða eingöngu þessar tvær sýningar.
Verkin sem sýnd verða eru sambland af glensi og gleði, hádramatík og fúlustu alvöru og eru skrifuð, leikin og leikstýrð af meðlimum þessa tveggja farsælu leikfélaga sem sameina hér krafta sína í fyrsta skipti.
Ekki láta þessa skemmtun framhjá þér fara, þetta getur ekki orðið annað en sögulegt.
Miðapantanir í síma 857-5598 á milli kl. 10:00-14:00 alla virka daga og í tölvupósti á freyvangur@gmail.com.
Miðaverði er stillt í hóf og kostar miðinn aðeins 2.000 kr.
Verið velkomin í Freyvang og höfum gaman saman.


Dekraðu við sjálfan þig fyrir páskana og pantið tímanlega !!!

Snyrtistofan Sveitsæla á Öngulsstöðum býður uppá allar helstu snyrtimeðferðir, hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Er með opið mánudaga kl. 16:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 14:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Jóga á Jódísarstöðum!

*Liðkandi - styrkjandi og slakandi KUNDALINI YOGA tímar á fimmtudögum kl. 17:30-18:45. Örfá pláss laus. Verð: 1.800 kr. stakur tími/14.400 kr. 10 tímar. Velkomin/n í frían prufutíma.
*Dásamlegir YOGA NIDRA djúpslökunartímar á fimmtudögum kl. 20:00-21:00. Verð: 1.500 kr. stakur tími/11.000 kr. 10 tímar. Velkomin í frían prufutíma. Hvar: Jódísarstöðum 4, Eyjafjarðarsveit.
Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com eða í síma 898-3306.
Tilvalið fyrir saumaklúbba og vinahópa að koma í Yoga Nidra tíma. Hámark 10 í hóp. Vertu velkomin/n! Kv. Þóra Kundalini- og Yoga Nidra kennari.

Getum við bætt efni síðunnar?