Auglýsingablaðið

992. TBL 31. maí 2019 kl. 11:54 - 11:54 Eldri-fundur


Skólaslit Hrafnagilsskóla

Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu mánudagskvöldið 3. júní kl. 20:00.
Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. Einnig eru þeir sem eiga eftir og ætla að skila UNICEF-áheitum hvattir til að skila þeim til ritara.
Óskilamunir verða til sýnis og eru allir hvattir til að kíkja á þá.
Skólasetning verður síðan fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13:00.
Skólastjórnendur.


Vinnuskólinn – síðasti séns 😉

Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2003-2005 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri, frá og með 11. júní. Skráning sendist á esveit@esveit.is í síðasta lagi mánudaginn 3. júní. Skráningu þarf að fylgja nafn unglings, kennitala og launareikningur, nafn forráðamanns og sími.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.


Sleppingar

Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013, hefst beitartímabil sauðfjár 10. júní ár hvert og lýkur um göngur á haustin. Beitartímabil vegna naugripa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 1. október sama ár. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári. Ekki er tilefni til að víkja frá þessum ákvæðum.
Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar.
Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
Fjallskilanefnd.


Umhverfisdagur 15. júní
Eyjafjarðarsveit efnir til umhverfisdags laugardaginn 15. júní. Við vonum að sem flestir taki daginn frá og taki til í sínu nærumhverfi svo sveitin okkar líti sem best út fyrir sumarið. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Kerfill
Umhverfisnefnd Eyjafjarðar vill hvetja íbúa til að hafa augun opin fyrir kerfli og njóla og reyna að draga úr frekari útbreiðslu þessarra plantna með ýmsum ráðum. Auðveldast er að finna kerfilinn og fjarlægja þegar hann byrjar að blómstra. Sérstaklega er mikilvægt að stöðva útbreiðsluna þar sem stakar kerfilsplöntur eru að nema ný svæði. Fræfall er fyrri hluta sumars og mikilvægt að bregðast við tímanlega.
Sorphirðumál
Komið er að endurskoðun og nýju útboði á sorphirðu í Eyjafjarðarsveit. Af því tilefni vill umhverfisnefndin gjarnan fá ábendingar frá íbúum um hvort þeir telji breytinga þörf á þeirri þjónustu sem er í dag. Frestur til að koma með ábendingar og hugmyndir er til 21. júní, sendist á esveit@esveit.is. Tilvalið að nýta hluta af umhverfisdeginum til að hugsa og ræða um sorphirðumálin.
Umhverfisnefnd.


Gámasvæðið – molta og myndavél

Komin er molta á gámasvæðið sem má taka til afnota.
Búið er að setja upp eftirlitsmyndavélar á gámasvæðinu. Hvetjum við íbúa sveitarinnar að ganga vel um svæðið og vanda flokkun, ef brotalöm er á umgengni eða vísvitandi slæm flokkun koma starfmenn sveitarfélagsins til með að hafa samband við viðkomandi. Ef gámar eru fullir fyrir utan auglýstan opnunartíma er ekki heimilt að setja rusl við hlið gámanna.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.


Sundlaugin í Hrafnagilshverfi
Opnum á morgun laugardaginn 1. júní og þá hefst sumaropnun:
Mánudaga-föstudaga kl. 6:30-22:00.
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00.
Hlökkum til að sjá ykkur í sundi í sumar.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar.


Kaffihús HÆLISINS verður opið daglega í sumar frá og með 1. júní frá kl. 11:00-18:00. Hægt að panta súpu og brauð fyrir hópa að lágmarki 15 manns.
Sýningin um sögu berklanna opnar síðar í júní! Fylgist með.
Opnunarhátíð HÆLISINS verður haldin 8. ágúst og ykkur er öllum boðið - nánar um það síðar.
Erum á facebook: HÆLIÐ setur um sögu berklanna.
Hjartanlega velkomin á HÆLIÐ.


Kaffihlaðborð
Kvenfélagið Hjálpin verður með stórglæsilegt kaffihlaðborð á Hrísum í Eyjafjarðasveit, sunnudaginn 2. júní nk. frá kl. 13:30-16:30.
Frítt fyrir 6 ára og yngri, 1.000 kr. fyrir 7-12 ára og 2.000 kr. fyrir 12 ára og eldri.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kvenfélagið Hjálpin.


Hjálpar-konur
Vorfundur kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn í Sólgarði, fimmtudaginn 6. júní kl. 20:00. Heitar veitingar í boði. Nánari upplýsingar sendar í tölvupósti. Vonumst til að sjá ykkur sem flestar.
Stjórnin.


Liggur hjá þér hitakútur í reiðileysi?
Óska eftir hitakút.
Allar stærðir koma til greina en kútur um 200 lítra væri heppileg stærð.
Ef þið liggið á einhverju endilega hafið samband við Óttar Inga í síma 865-4540.

Getum við bætt efni síðunnar?