Auglýsingablaðið

999. TBL 18. júlí 2019 kl. 07:38 - 07:38 Eldri-fundur

Frá Skjólbeltsjóði Kristjáns Jónssonar
Þeir sem hafa ræktað eða hyggjast rækta skjólbelti í Eyjafjarðasveit nú í sumar geta sótt um styrk úr sjóðnum. Umsóknir sendist til formanns sjóðsins Benjamíns Baldurssonar, Ytri-Tjörnum, þar sem fram kemur lengd og fjöldi raða í skjólbeltinu. Umsóknir mega einnig vera á rafrænu formi og sendist þá á netfangið tjarnir@simnet.is.
Stjórn skjólbeltasjóðs.


Undirbúningur fyrir Handverkshátíð
Kæru sveitungar.
Það styttist í okkar árlegu veitingasölu Dalbjargar og Samherja á Handverkshátíðinni og er undirbúningur hafinn. Við óskum eftir sjálfboðaliðum í eftirtalin verkefni.
Við ætlum að baka soðið brauð 18. júlí og konfektkökur 23. júlí í mötuneytiseldhúsinu og byrja kl. 11 báða dagana. Einnig verður sýningarkerfið sett upp í framhaldinu. 18. júlí kl. 20.00 verður salurinn teppalagður, 19. júlí kl. 18.00 verður byrjað að setja upp sýningarkerfið og því lokið daginn eftir ef það klárast ekki um kvöldið. Margar hendur vinna létt verk sem sannast alltaf í kringum þessa Handverkshátíð. Vinsamlegast skráið ykkur til leiks og starfa á vaktaplaninu okkar góða, það léttir alla skipulagningu. Það skipulagsskjal má finna á heimasíðunni okkar, Samherjar.is. Þar má finna skráningar fyrir
• bakstursdagana 18. og 23. júlí
• kökubakstur heima fyrir á skúffukökum og gulrótakökum (og uppskriftir)
• veitingasöluvaktir og eldhúsvaktir á meðan hátíðinni stendur
• uppsetning og niðurrif á sýningarkerfi

Einnig megið þið hafa samband við okkur í stjórninni í gegnum síma, tölvupósti eða Facebook til að skrá ykkur.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Samherja.

 

Hjólreiðafélag Akureyrar kynnir Hjólreiðahátíð Greifans 24-28. júlí.
Miðvikudaginn 24.júlí klukkan 20:00 fer fram tímatökumót frá Akureyri að Hrafnagili. Við biðjum vegfarendur að sýna sérstaka aðgát. Umferðarstjórnun verður í gangi við rásmark við afleggjara upp Kjarnaveg og á viðsnúningspunkti við Jólahús.
Laugardaginn 27.júlí frá klukkan 11:00 verður Bikarmót unglinga 11-16 ára. Hjólað verður frá Skautahöllinni á Akureyri, inn á Hrafnagil, austur yfir miðbraut og norður þangað til beygt er upp Veigastaðaveg. Endamark verður rétt fyrir afleggjara upp í Vaðlabyggð. Umferðarstjórn verður á leiðinni til að tryggja öryggi keppenda og biðjum við vegfarendur að sýna sérstaka aðgát.
Allar nánari upplýsingar má finna á HFA.is

Getum við bætt efni síðunnar?