Auglýsingablaðið

1000. TBL 24. júlí 2019 kl. 07:14 - 07:14 Eldri-fundur

 

Ungmennafélagið Samherjar stendur fyrir sundnámskeiði fyrir 6 ára börn, árgang 2013.     Námskeiðið byrjar kl 10:00 þriðjudaginn 6. ágúst kl 10:00. Mæting í anddyri sundlaugarinnar. Gott er að mæta tímanlega. Um er að ræða fjögur skipti frá og með 6. ágúst til og með 9. ágúst. Kennt er fyrir hádegi og gert er ráð fyrir 40 mín í lauginni. Þjálfari er Júlía Rún Rósbergsdóttir. Verð er 5000 kr fyrir barn. Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið samherjar@samherjar.is með nafni og kt barnsins og nafni og kt forráðamanns (greiðanda).
Kær kveðja, stjórnin.

 

Hjólreiðafélag Akureyrar kynnir Hjólreiðahátíð Greifans 24-28. júlí.
Miðvikudaginn 24.júlí klukkan 20:00 fer fram tímatökumót frá Akureyri að Hrafnagili. Við biðjum vegfarendur að sýna sérstaka aðgát. Umferðarstjórnun verður í gangi við rásmark við afleggjara upp Kjarnaveg og á viðsnúningspunkti við Jólahús.
Laugardaginn 27.júlí frá klukkan 11:00 verður Bikarmót unglinga 11-16 ára. Hjólað verður frá Skautahöllinni á Akureyri, inn á Hrafnagil, austur yfir miðbraut og norður þangað til beygt er upp Veigastaðaveg. Endamark verður rétt fyrir afleggjara upp í Vaðlabyggð. Umferðarstjórn verður á leiðinni til að tryggja öryggi keppenda og biðjum við vegfarendur að sýna sérstaka aðgát.
Allar nánari upplýsingar má finna á HFA.is

 

 MONSA VANTAR HEIMILI     Monsi er u.þ.b. 12 ára geldur útikisi sem þarf nýtt heimili vegna flutninga. Hann er hinn fullkomni sveitaköttur, sjálfstæður og orkumikill. Hann er ekki hrifinn af ókunnugum en elskar að fá klapp og knús frá þeim sem hann þekkir. Upplýsingar í síma 865-5115.

Getum við bætt efni síðunnar?