Auglýsingablaðið

1013. TBL 23. október 2019


Neyðarkall
Dagana 31. okt. til og með 3. nóv. munu meðlimir Hjálparsveitarinnar Dalbjargar koma í öll hús í sveitinni og bjóða neyðarkall til sölu. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Dalbjörgu og vonum við að þið takið okkur vel.
Munið það skiptir máli hvar þú kaupir kall “af þinni sveit, fyrir þína sveit“.
Að sjálfsögðu verðum við með batterí og reykskynjara til sölu á góðu verði. Góð regla er að skipta um batterí einu sinni á ári og mun Dalbjargarfólk aðstoða við það sé þess óskað.
Ef þú verður ekki heima en vilt kaupa eða hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband dalbjorg@dalbjorg.is eða 861-5537 Eiður.
Við erum til fyrir þig með þinni hjálp.
Hjálparsveitin Dalbjörg
Kt. 530585-0349
Rn. 0302-26-12482


Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 27. október í Laugalandsprestakalli
Verið velkomin í sunnudagaskólann kl. 10:00 í Félagsborg. Skemmtileg stund fyrir yngri kynslóðina og fjölskyldur þeirra. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina.
Í framhaldinu er messa í Hólakirkju kl. 13:00. 
Komið fagnandi fram í sveit í upphafi vetrar.
Jóhanna Gísladóttir sóknarprestur, s: 696-1112.


Bingó - Bingó - Bingó
10. bekkur Hrafnagilsskóla heldur bingó í Laugarborg á hrekkjavöku fimmtudaginn 31. október klukkan 20:00.
Frábærir vinningar. Vöfflu- og kaffisala í hléinu.
Bingóið er liður í fjáröflun vegna vorferðalags tíunda bekkjar.
Þökkum fyrirtækjum góðan stuðning. Allir velkomnir.
Nemendur í 10. bekk.


Sveita-Zumba
Þórunn Kristín Sigurðardóttir zumbakennari kemur í sveitina til okkar í vetur. 
Við dönsum í Hjartanu á mánudagskvöldum kl. 19:30-20:30. Hittumst í anddyri sundlaugarinnar. Nýtt námskeið hefst mánudaginn 28. okt. 
Ath. breyttan tíma kl. 19:30. 
Allir hjartanlega velkomnir, vanir og óvanir. 
Nánari upplýsingar hjá Rósu í síma 692-8355.

 

Óska eftir húsnæði undir vinnustofu
Þar sem ég er að missa húsnæði það sem ég hef haft sem vinnustofu til margra ára langar mig að auglýsa eftir húsnæði í sveitinni til kaups eða leigu, helst undir eldsmiðju og vinnustofu þar sem ég stunda ýmist handverk m.a. hnífasmíði og fl.
Þetta mega vera gömul útihús eða nánast hvað sem er, skoða allt.  Þarf ekki að vera merkilegt hús og má þarfnast mikillar lagfæringar. Uppl. í síma 660-6291 eða á hornyviking@simnet.is. Guðmundur Örn, Laugartröð 7, Hrafnagilshverfi.

 

KYRRÐARHOFIÐ EAGLES NORTH – VÖKULANDI 
Opnir tímar  í jóga og slökun 
Verið velkomin í opna tíma í mjúku jóga og slökun, þriðjudagar kl. 17:00–18:00. 
Byrjar 29. október. Hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum.
Námskeið í jóga nidra djúpslökun
Námskeið 4 kvöld, á þriðjudags-  og miðvikudagskvöldum kl. 20:00–21:00. 
Byrjar miðvikudagskvöldið 23. október. Tímarnir byrja á stuttri hugleiðslu, öndun og nokkrum mjúkum jógaæfingum í bland við fræðslu og æfingar og síðan látum við fara vel um okkur á dýnum á gólfinu (eða sitjandi á stól ef einhver vill). 
Finndu okkur á facebook : - eagles north kyrrðarhofið.
Hafðu samband: infoeaglesnorth@gmail.com, s. 663-0498.
Sólveig Bennýjar- og Haraldsdóttir.

 


Blúndur og blásýra í Freyvangsleikhúsinu!
Næstu sýningar:
3. sýning 25. okt. kl. 20:00
4. sýning 26. okt. kl. 20:00
5. sýning 1. nóv. kl. 20:00
6. sýning 2. nóv. kl. 20:00
7. sýning 8. nóv. kl. 20:00
8. sýning 9. nóv. kl. 20:00
Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is.
Nánari upplýsingar á www.freyvangur.is.


Snyrtistofan Sveitasæla
Er staðsett á Lamb Inn Öngulsstöðum.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir sem eru í boði og verð eru inná Facebook.
Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Er með opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 14:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00 fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-14:00.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Aðventa á Ásum
Notalegt andrúmsloft. Dásamlegur matur. Einstök upplifun.
Við bjóðum litla hópa velkomna í sveitasæluna hjá okkur á aðventunni.
Getum tekið á móti 8-10 manns í mat og 8 manns í gistingu. 
Heitur pottur og fullkomin kyrrð og ró.
Við bjóðum upp á jólakvöldverð og dekrum við gestina.
Fyrirspurnir og nánari upplýsingar í síma 863-1515 og í tölvupósti; hrefna.laufey@gmail.com.

Getum við bætt efni síðunnar?