Auglýsingablaðið

1021. TBL 18. desember 2019


Jólakveðjur
Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.


Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar
Opið verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar dagana 23., 27. og 30. desember kl. 10:00-14:00.
Lokað fimmtudaginn 2. janúar 2020.
Opið verður frá og með 3. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.


Auglýsingablað
Skilafrestur auglýsinga í næstu tvö auglýsingablöð verður fyrir kl. 10:00:
-mánudaginn 23. des. fyrir blaðið sem dreift verður föstudaginn 27.des.
-mánudaginn 30. des. fyrir blaðið sem dreift verður 2. eða 3. jan. 2020.
Auglýsingar óskast sendar á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.


Jólaopnun í Íþróttamiðstöðinni
 

23. des.  Lokað
24. des.  Lokað
25. des.  Lokað
26. des.  Lokað
27. des.  Opið kl. 10:00-20:00
28. des.  Opið kl. 10:00-17:00
29. des.  Opið kl. 10:00-17:00
30. des.  Opið kl. 06:30-22:00
31. des.  Lokað
  1. jan.  Lokað
  2. jan.  Opið kl. 10:00-22:00

 Óskum öllum gleðilegra jóla og hlökkum til að sjá ykkur í sundi.
Kveðja, starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar


Frá bókasafni Eyjafjarðarsveitar
Bókasafnið fer í jólafrí og er síðasti opnunardagur fyrir jól föstudagurinn 20. desember kl. 10:30-12:30.
Opið er milli jóla og nýárs föstudaginn 27. desember kl. 16:00-19:00.
Opnum eftir áramót föstudaginn 3. janúar og er þá opið eins og venjulega á föstudegi kl. 10:30-12:30.
Safnið óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla með þökkum fyrir liðið ár og ósk um að sjá enn fleiri á nýju ári. Bókavörður.


Íbúar Eyjafjarðarsveitar
Óskum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar gleðilegra jóla og blessunarríks nýárs og þökkum innilega veittan stuðning á liðnu ári.
Bestu kveðjur. 
Félag eldri borgara Eyjafjarðarsveit.


Kæru sveitungar og vinir
Fimmtudagskvöldið 19. desember mun ég afhenda Grundarkirkju altarisdúk til eignar sem ég hef unnið að undanfarin ár. Dúkurinn er til minningar um mína hjartkæru Pétur og Óliver. Af þessu tilefni ætlum við að eiga notalega stund í kirkjunni. 
Það eru allir velkomnir að koma og njóta með okkur. 
Athöfnin byrjar kl. 20:30.
Þórdís frá Hranastöðum.


Helgihald í Eyjafjarðarsveit um jól og áramót: 
24. desember - Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22:00.
25. desember - Hátíðarmessa í Hólakirkju kl. 11:00. 
                          - Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30.
26. desember - Helgistund í Möðruvallakirkju kl. 11:00.
31. desember - Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl. 11:00.
Við fjölskyldan á Syðra-Laugalandi óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Stjörnublik
- Hátíðartónleikar Karlakórs Eyjafjarðar og gesta í Glerárkirkju 19. desember kl. 19:00 í samstarfi við Kvennakór Akureyrar og Barnakór Þelamerkurskóla. Hljómsveit kórsins ásamt fleiri hljóðfæraleikurum munu leika undir.
Sérstakir einsöngvarar verða Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Margrét Árnadóttir og Pálmi Óskarsson. Hátíðleikinn verður í fyrirrúmi.
Miðasala fer fram á tix.is.


Skötuhlaðborð á Þorláksmessu
Lionsklúbbarnir Sif og Vitaðsgjafi bjóða til skötuveislu í mötuneyti Hrafnagilsskóla á Þorláksmessudag kl. 11:00–14:00.
Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Góð stemmning.
Verð á mann er kr. 3.000.-.
Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála.
Komið, gleðjist og styrkið góð málefni.
Lionsklúbbarnir Sif og Vitaðsgjafi.


Helga og Beate Búð
Allt fyrir snjókornin og góða fólkið (hinir fá hvort eð er bara kartöflu). Helgi og Beate verða með varning sinn til sölu á Akureyri fyrir framan verslunina Flóru, Hafnarstræti 90. Söluvagninn gamli góði er fullur af allskonar varningi fyrir unga sem gamla, úr skinni, leðri, járni og tré svo fátt eitt sé talið. Fyrir utan eru svo heimaræktuð jólatré svo sem blágreni, rauðgreni, fjallaþinur og stafafura. Þá eru einnig greinar og kransar (ekki blóm og kransar). Kíkið við og takið með peninginn. Opið frá 14. des. til 23. des., kl. 13:00-18.:00. 
Sjáumst, Helgi og Beate.


Jólatrésskemmtun Hjálparinnar í Funaborg 2019
Jólatrésskemmtun Hjálparinnar verður haldin laugardaginn 28. desember kl. 13:30 í Funaborg á Melgerðismelum. 
Dansað verður í kringum jólatré, hressir gestir koma í heimsókn með góðgæti í poka.
Hjálparkonur bjóða uppá gómsætar veitingar, kökur og kruðerí. 
Allir hjartanlega velkomnir.
Jólakveðjur, Kvenfélagið Hjálpin.


Skráning í reiðskólann í Ysta-Gerði
Vorönnin byrjar 11. janúar og lýkur 22. mars, alls 10 skipti.
Frí verður í 9. viku. Verð: 35.000 kr.
Bindandi skráning á: ystagerdi@simnet.is.


Kæru sveitunar og áhugamenn um sauðfé
Nú hvetjum við ykkur til að mæta á skemmtilegan viðburða á Kaffi kú næstkomandi laugardag. Kindasögur er bók eftir Guðjón Ragnar Jónasson og Aðalsteinn Eyþórsson. Höfundar munu lesa upp úr bókinni og segja reynslusögur. Kindasögurnar eru nú aðra vikuna í röð á metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Í tilefni að því verður opið á Kaffi kú til 22:00.
Happy hour 15:00-17:00 eins og venjulega og auka frá 18:00-20:00. 
Kaffi kú hamborgari og bjór á tilboði 3.000 kr.
15% afsláttur af gjafabréfum! 
Hlökkum til að sjá ykkur. 


Vetrarsólstöðuhátíð
með endurnærandi tónheilun í Gaia hofinu laugardaginn 21.desember kl. 11:00-12:30, í Leifsstaðabrúnum 15.
Vetrarsólstöður eru sérstaklega kraftmikill tími til sjálfsskoðunar og endurnýjunar.
Við leyfum hátíðlegri orku Yule og jólanna að streyma um okkur og endurnýja með helgum hljómum Gong og Kristal hljómskála og blómailmum og sáum fræjum ljóssins inn í líf okkar. Vinsamlega komið ykkur tímanlega fyrir í kyrrð og leyfið ykkur að lenda í rýminu áður en athöfnin og hljóðbaðið hefst. Verð 2.500 kr., enginn posi. 
Skráning með skilaboðum í síma 857-6177 eða gegnum netfangið info@icelandyurt.is.
Hjartanlega velkomin, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir.

Getum við bætt efni síðunnar?