Auglýsingablaðið

1027. TBL 30. janúar 2020

Auglýsingablað 1027. tbl.  22. árg. 30. janúar 2020.

 


Góðan dag

Næstkomandi föstudag 31. janúar mun stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla í samvinnu við skólann, bjóða upp á fyrirlestra annars vegar fyrir nemendur á unglingastigi og hins vegar fyrir foreldra og forráðamenn.

Þau Þorsteinn V. Einarsson og Sólborg Guðbrandsdóttir verða með tvo fyrirlestra á bókasafninu. Fyrri fyrirlesturinn er fyrir unglingana og verður hann klukkan 10:00.  Seinni fyrirlesturinn verður fyrir foreldra og aðra gesti klukkan 12:40-14:00.

Þorsteinn heldur úti síðunni karlmennskan.is auk þess að vera með síðuna, Karlmennskan, á instagram. Aðalmarkmið fyrirlestra hans er að hrista upp í viðteknum hugmyndum um karlmennsku og kynhlutverk, benda á endurteknar birtingarmyndir karlmennsku og staðalmyndir um kyn og svara því hvers vegna og hvernig karlar geti tekið þátt í að skapa jafnrétti í sínu umhverfi.

Sólborg fer yfir eðlileg samskipti og hegðun á netinu og annars staðar auk þess að ræða sambönd, kynlíf, mörk og ofbeldi. Sólborg stofnaði síðuna, Fávitar, á instagram en henni fylgja nú yfir 26 þúsund manns. Fávitar er stofnað sem átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Einnig heldur hún úti hljóðvarpi á YouTube þar sem rætt er við fólk um mismunandi vinkla jafnréttis. 

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn eftir hádegi.
Stjórn foreldrafélags og skólastjórnendur.

 


Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Laugardaginn 1. febrúar lokar sundlaugin kl. 17:00 vegna þorrablóts. 

Minnum á að annars er opið um helgar kl. 10:00-20:00. 

 


Þorrablót 2020

Staður: Íþróttahúsið Hrafnagili

Stund: Húsið opnar 19:30 – Borðhald hefst 20:00

Taka með: Góða skapið – Guðaveigar

Miðaafhending gegn peningagreiðslu (8.500 miðinn - enginn posi)

í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar á Hrafnagili í síðasta lagi 

fimmtudaginn 30. jan. kl. 20:00-22:00.

 


Aðalfundur Kvenfélagsins Iðunnar

Minnum á aðalfundinn laugardaginn 1. febrúar í Laugarborg kl. 11:00.

Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar, happdrætti og fleira skemmtilegt.

Nýjar konur velkomnar.

Stjórnin.

 


Volare vörur fyrir húð og hár

Volare býður viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytt úrval af húð-, hár- og snyrtivörum fyrir dömur, herra og börn á öllum aldri. Hægt er að panta vörur hvenær sem er. Nánari upplýsingar, pantanir og bókanir fyrir heimakynningu í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare

 


Allir geta dansað !!!

Þá fer að hefjast dansnámskeið fyrir byrjendur eða lengra komna (8 skipti).

Viljið þið verða ballfær og efla andlega og líkamlega heilsu, þá skráið þið ykkur hjá mér í síma 891-6276 eða sendið mér póst á elindans@simnet.is

Kenni t.d. Cha cha, Jive, Tjútt, Samba, vals og gömlu dansana.

Kennt verður í Laugarborg á þriðjudögum kl. 20:30-22:00.

Byrja þriðjudaginn 4. febrúar. 

Elín Halldórsdóttir danskennari.

 


Ertu búin að panta snyrtingu fyrir blótið !!!

Snyrtistofan Sveitasæla er staðsett á Lamb Inn Öngulsstöðum.

Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir sem eru í boði og verð eru inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í vinnuvöru og til sölu. 

Er með opið mánudaga kl. 16:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari. 

Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 


Ert þú að fara á þorrablót? 

Frábær helgi framundan á Kaffi kú.

Elín Halldórsdóttir mætir á svæðið laugardaginn 1. febrúar kl. 14:00 og kennir okkur nokkur spor í línudansi. Elín gerir allt skemmtilegt enda einstaklega hress og skemmtileg kona. Í fyrsta sinn verður formlega dansað niður í fjósi. Í fyrsta sinn fá kýrnar að hlusta á tónlist. Í fyrsta sinn verða kýrnar áhorfendur og baula með. Tilvalin upphitun fyrir þorrablótið í Eyjafjarðarsveit. Happy hour allan daginn. Verið velkomin á Kaffi kú.

Getum við bætt efni síðunnar?