Auglýsingablaðið

1032. TBL 04. mars 2020

Auglýsingablað 1032. tbl. 22. árg. 4. mars 2020.


Kórónaveiran

Að gefnu tilefni vill sveitarstjóri benda íbúum sveitarfélagsins á að gott er að nálgast allar nýjustu upplýsingar um veiruna á heimasíðu embættis landlæknis www.landlaeknir.is.

Æskilegt er að taka fullt tillit til fólks sem óttast þær aðstæður sem hafa skapast. Þó að mikill meirihluti þeirra sem fá veiruna virðist eingöngu finna væg einkenni ber að bera virðingu fyrir þeim sem eru í frekari áhættuhópum og fjölskyldum þeirra með því að fylgjast vel með og virða tilmæli frá embætti landlæknis.

Þau svæði sem embætti landlæknis hefur skilgreint sem áhættusvæði eru eftirfarandi:

Mikil smitáhætta: Kína, Ítalía, Suður-Kórea og Íran. Einstaklingar sem hafa verið á þessum svæðum eru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á áhættusvæði. Með dvöl á áhættusvæði er átt við að hafa gist á áhættusvæði.

Lítil smitáhætta: Japan, Singapúr, Hong Kong, Tenerife. Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur meðal annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andliti við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum.

Stofnanir sveitarfélagsins eru undirbúnar og hafa gripið til þeirra aðgerða sem landlæknir bendir á og koma meðal annars fram hér að ofan. Lögð hefur verið áhersla á að auka vitund starfsfólks á leiðum til að forðast smit og fækka smitleiðum. Einnig hafa upplýsingar verið sendar foreldrum barna í skólunum.

SveitarstjóriKvenfélagið Hjálpin
Minnum á aðalfundinn sunnudaginn 8. mars kl. 12:30 í Sólgarði.
Áhugasamar um starf kvenfélagsins eru velkomnar að koma og kynna sér starfsemina
og gerast félagar. Hittumst hressar og eigum góða dagstund saman !!! Stjórnin.Fjölskyldumessa í Grundarkirkju sunnudaginn 8. mars kl. 13:00

Samverustund fyrir alla fjölskylduna næstkomandi sunnudag í tilefni æskulýðs-dags þjóðkirkjunnar. Barnakór Akureyrarkirkju kemur í heimsókn og tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur organista. Fermingarbörn og börnin í hópastarfi fyrir 5.-7. bekk láta ljós sitt skína. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson. Léttar veitingar eftir samveruna.Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – kynning á breytingartillögu á vinnslustigi

Opið hús verður haldið á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi milli kl. 12:00 og 15:00 mánudaginn 9. mars nk. vegna kynningar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
Fyrirhuguð skipulagsbreyting nær til eftirfarandi þátta:
• Breyting á skilmálum efnistöku í Eyjafjarðará.
• Breyting á mörkum íbúðarsvæðis ÍB25 í landi Jódísarstaða.
• Breytt landnotkun vegna ferðaþjónustu í landi Leifsstaða 2.
• Breytt landnotkun vegna ferðaþjónustu í landi Hólsgerðis og Úlfár.
• Skógræktarsvæði í aðalskipulagi.
• Vegtenging Hrafnagilshverfis eftir hliðrun Eyjafjarðarbrautar vestri.
Opið hús fer fram í samræmi við gr. 4.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar um fyrirhugaða breytingu og taka við ábendingum.Guðjón Jónasson og Guðni Ágústsson skemmta á Kaffi kú

Guðjón Ragnar Jónasson, annar höfundur bókarinnar Kindasögur, og Guðni Ágústsson fyrrum ráðherra, koma norður í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 7. mars. Þeir ætla að skemmta fólki með kveðskap, gríni og skemmtisögum bæði úr bókinni en líka af hinu og þessu sem bændur geta lent í eða hafa lent í.
Öðruvísi og skemmtilegt kvöld á Kaffi kú sem þú ættir ekki að missa af. Skemmtunin hefst kl. 20:30. Happy hour frá 18:00-20:00 og Kaffi kú hamborgari og bjór á tilboði.Frá Munkaþverársókn

Aðalfundur Munkaþverársóknar verður haldinn á Rifkelsstöðum (hjá Völu) þriðjudaginn 10. mars kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndin.Aðalfundur Funa

Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum föstudagskvöldið 13. mars nk. kl. 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Kaffiveitingar. Stjórnin.Nýtt Töfranámskeið með Einari Mikael - Eitt námskeið fyrir 6-12 ára

Á námskeiðinu læra börnin ótrúlega töfrabrögð og sjónhverfingar. Þau fá innsýn inn í hinn dularfulla heim töframanna.
Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og fyrir þá sem hafa komið áður.

Staðsetning: Laugarborg
Dagsetning: þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. mars
Tími: 14:10 til 15:10
Aldur: 6 til 12 ára
Verð: 6.000 kr. allt námskeiðsefni innifalið töfrakassi og spilastokkur og margt fleira.
Það er 10% systkina afsláttur. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á tofraskoli@gmail.com með nafni og aldri þátttakenda.Aðalfundur Ferðafélags Eyjafjarðarsveitar
verður haldinn miðvikudaginn 18. mars 2020 kl. 17:00 að Brúnum hjá Hugrúnu og Einari.
Nýir félagar velkomnir.Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar
verður haldinn mánudaginn 23.03.2020.
kl. 20:30. í Víðigerði. Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefnd.Aukaaðalfundur Vatnsveitufélags Kaupangssveitar 25. mars kl. 20:00 á Lambinn

Á aðalfundi á Lambinn þann 13.05.2019 var samþykkt sú tillaga að stjórn VK færi í viðræður við Norðurorku um samstarf eða kaup á félaginu, af því tilefni boðum við nú til aukaaðalfundar til skrafs og ráðagerðar.
Dagskrá fundarins:
1. Kynning á tilboði Norðurorku í eignir félagsins.
2. Beiðni stjórnar um umboð félagsmanna til handa stjórn til að ráðstafa eignum félagsins, með fyrirvara um samþykki félagsmanna á aðalfundi sem haldinn verður í apríl.
3. Önnur mál
Stjórn Vatnsveitufélags Kaupangssveitar.Boðað er til aðalfundar Kirkjukórs Laugalandsprestakalls
miðvikudagskvöldið 25. mars næstkomandi (síðari hluti reglubundinnar æfingar eða kl. 21:00).

Dagskrá samkvæmt samþykktum:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
(kjósa skal gjaldkera og meðstjórnanda til tveggja ára - skoðunarmenn til árs skv.
8. grein samþykkta)
6. Önnur mál

Getum við bætt efni síðunnar?