Auglýsingablaðið

1079. TBL 10. febrúar 2021

Auglýsingablað 1079. tbl. 13. árg. 10. feb. 2021.


Álagningarseðlar fasteignagjalda

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2021 hafa verið birtir á vefnum island.is.
Farið er í Mínar síður / Pósthólf og innskráð með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.Öskudagur

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar og Íþróttamiðstöðin halda öskudaginn með óbreyttu sniði og eru allskyns kynjaverur velkomnar úr sveitarfélaginu með söng og gleði.
Hlökkum til að sjá ykkur.Árshátíð miðstigs – síðasti pöntunardagur í dag 10. febrúar

Fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi verður árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla. Nemendur völdu að gera stuttmynd þar sem ekki er hægt að halda hefðbundna sýningu sökum samkomutakmarkana. Stuttmyndin er byggð á myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga (sem gerist að hluta til á Húsavík og skartar Will Ferrell og Rachel McAdams í aðalhlutverkum) en stuttmynd miðstigsins fékk nafnið Hrafnagilsvision: Eldsaga.
Allir nemendur miðstigs taka þátt í myndinni því auk þess að leika, dansa og syngja sjá nemendur miðstigs um búninga, förðun, leikmynd, leikskrá, allar upptökur og tæknivinnu.
Nemendur miðstigs bjóða til sölu ,,heimabíópakka” sem inniheldur slóð á stuttmyndina, rafræna leikskrá, hugmyndir að góðu heimakvöldi og óvæntan glaðning. Pakkinn kostar 1.000 krónur og pantanir þurfa að berast til Nönnu á nanna@krummi.is í síðasta lagi miðvikudaginn 10. febrúar. Hægt er að horfa á stuttmyndina til 21. febrúar. Ágóðinn verður nýttur fyrir nemendur miðstigs, t.d. í lyftugjöld í skíðaferð, Reykjaskólaferð, dagsferð nemenda í 4. bekk og fleira skemmtilegt.
Við þökkum stuðninginn, nemendur miðstigs Hrafnagilsskóla.Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Í næstu viku er safnið aðeins opið á þriðjudaginn 16. febrúar frá kl. 16:00 – 19:00.
Á miðvikudaginn 17. og fimmtudaginn 18. er lokað vegna vetrarleyfis í skólanum.

Venjulega er opið á safninu:
Þriðjudaga frá 16.00-19.00
Miðvikudaga frá 16.00-19.00
Fimmtudaga frá 16.00-19.00
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.

Að sjálfsögðu ber að viðhafa þær varúðarráðstafanir sem mögulegt er, t.d. handþvott og sprittun áður en komið er inn á safnið og áður en farið er út aftur og tveggja metra regluna. Þær bækur sem koma inn eru sótthreinsaðar eins og kostur er og fara ekki í útlán strax.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.


Aðalfundur

Boðað er til aðalfundar Matarstígs Helga magra, miðvikud. 24. febrúar kl. 20:30.
Í ljósi óvissu með sóttvarnaraðgerðir verður fyrirkomulag fundarins og möguleg staðsetning kynnt síðar.

Dagskrá skv. samþykktum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál

Félagar í Matarstígnum eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun starfsemi hans.Maður er manns gaman

Iðunnarkvöld verður haldið í fundarherberginu í Laugarborg miðvikudagskvöldið 17. febrúar kl. 20:00.
Höfum notalegt kvöld í góðum félagsskap.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Með bestu kveðju 2. flokkur Kvenfélagsins Iðunnar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?