Auglýsingablaðið

1091. TBL 05. maí 2021

Auglýsingablað 1091. tbl. 13. árg. 5. maí 2021.


Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Tónlistarskóli Eyjafjarðar auglýsir eftir tónlistarkennurum í
eftirfarandi stöður:

Tónlistar-/tónmenntakennari í 75-100% starfshlutfall.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar leitar að tónlistar-/tónmenntakennara til að kenna og móta fjölbreytta tónlistarkennslu við skólann. Sinna þarf fjölþættri kennslu, m.a. forskóla-/tónmenntakennslu í samvinnu við leik- og grunnskóla á starfssvæðinu sem er Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Fyrir hæfan og metnaðarfullan aðila eru möguleikar á að þróa og móta starfið en unnið hefur verið með ýmsa þætti eins og marimbukennslu, kórstarf, samsöng, rythmískt samspil o.fl. Hljóðfærakennsla getur verið hluti af starfinu ef umsækjandi óskar.

Píanókennari í 100% starfshlutfall.
Leitað er eftir kennara sem sýnir frumkvæði, mætir nemendum á áhugasviði þeirra og nýtir sér fjölbreytta kennsluhætti. Kennsla fer fram í öllum útibúum skólans.

Tónlistarkennari í 75-100% starfshlutfall.

 Leitað er eftir kennara með breiðan bakgrunn sem gæti kennt fjölbreytta hljóðfærakennslu byrjenda, hópkennslu og fræðigreinar.

Yfirmenn eru skólastjóri og aðstoðarskólastjóri tónlistarskólans en í nánum samskiptum við aðra stjórnendur leik- og grunnskóla.
Umsækjandi hafi menntun og reynslu sem nýtist í starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum tónlistarkennara við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða, akstur greiddur samkvæmt samningi.
Góð samskiptahæfni er lykilatriði.
Höfuðstöðvar skólans eru á Hrafnagili innan við 10 mínútna akstur frá Akureyri.
Umsóknarfrestur er til 25. maí.
Upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri s.898-0525.
Fyrirspurnir og umsóknir berist á netfangið te@krummi.is
Skólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.



Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Sumarferð félagsins verður farin að öllu óbreyttu dagana 7.–10. júní nk. Gist verður á Hótel Örk í Hveragerði í þrjár nætur og ferðast um Suðurland undir leiðsögn Guðna Ágústssonar.
Áætlaður kostnaður er kr 80.000 á mann en það verður endanlega ljóst þegar fjöldinn í ferðinni liggur fyrir. Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir 15. maí til Reynis, sími 862-2164, Jófríðar, sími 846-5128 eða Ólafs, sími 894-3230.
Ferðanefndin.


Kæru sveitungar
Gnúpufell á út við Gnúpá svonefnt Samgerðistún. Stærðir síðustu mælingu 5,1 hektara. Þetta tún hefur undanfarin ár fengið góðan áburð og ágæta umsýslu. Spildan er nú laus til umsóknar ef einhvern vantar heyskaparland.
Ingibjörg, Gnúpufelli.

 


Handmótuð áhrif

Dagana 8.-13. maí verða vinnustofur á vegum verkefnisins Handmótuð áhrif – 1600 niðurfelld nauðgunarmál, í Deiglunni á Akureyri og Stafni Eyjafjarðarsveit.
Á tímabilinu 2000-2020 voru um 1600 nauðgunarkærur á landsvísu felldar niður, verkefnið felst í að myndgera hverja kæru með leirstyttu og sýna þannig umfang vandans sjónrænt. Sýning verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 25. nóvember 2021, við upphaf alþjóðlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið verkefnisins er að afhjúpa og gera sýnilegt það kerfislæga vandamál sem felst í því að nauðgunarmál eru ekki tekin nægilega alvarlega í réttarvörslukerfinu og þeim er ekki veittur sá framgangur sem nauðsynlegur er.
Hver vinnustofa er um 90 mín og þið eruð öll hjartanlega velkomin.
Best er að forskrá sig vegna fjöldatakmarkana á netfangið: 1600nidurfelld@gmail.com

Vinnustofurnar eru á eftirfarandi tímum:
Laugardag 8. maí kl. 14:00 að Stafni/Jódísarstöðum 4, E-sveit
Sunnudagur 9. maí kl. 11:00 að Stafni/Jódísarstöðum 4, E-sveit
Mánudagur 10. maí kl. 17:15 - Deiglunni
Þriðjudagur 11. maí kl. 12:00 og 17:15 - Deiglunni
Miðvikudagur 12. maí kl. 17:15 og 20:00 - Deiglunni
Fimmtudagur 13. maí kl. 12:00 og 17:15 - Deiglunni



Snyrtistofan Sveitasæla (Öngulsstöðum)

Hækkandi sól kallar á meira dekur, láttu það eftir þér :) Er einnig með gjafabréf. Til að kaupa þau eða panta tíma er best að hafa samband í síma 833-7888 eða senda skilaboð gegnum facebooksíðu Snyrtistofunnar Sveitasælu https://www.facebook.com/snyrtistofansveitasaela. Nánari upplýsingar um þær meðferðir sem eru í boði og verð eru einnig inná síðunni undir liðnum ÞJÓNUSTUR. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone og Skin Regimen í vinnuvöru og til sölu.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Símsvari eftir opnunartíma.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.

 

Getum við bætt efni síðunnar?