Auglýsingablaðið

1139. TBL 22. apríl 2022

Auglýsingablað 1139. tbl. 14. árg. 22. apríl 2022.


Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnakosninga

Opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og verður hægt að kjósa á skrifstofum sýslumannsembættisins á Akureyri, Húsavík og Siglufirði mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga kl. 9:00 – 14:00, og á Þórshöfn, alla virka daga frá kl. 10:00 - 14:00.

Þegar nær líður kjördegi verða nýir kjörstaðir auglýstir sérstaklega á vefsíðunni www.kosning.is og víðar. Lengdur opnunartími tvær síðustu vikurnar fyrir kjördag verður jafnframt auglýstur síðar.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra.



Gleðilegt sumar

Í tilefni af Stóra plokkdeginum 24. apríl og Degi umhverfisins 25. apríl vill umhverfisnefndin hvetja íbúa Eyjafjarðarsveitar til átaks í ruslatínslu og almennri tiltekt.
Víða má finna rusl í vegköntum, plast á girðingum og fleira.
Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega.
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar.



Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2022

Dagana 2. – 6. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2016) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust.
Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100.
Skólastjóri.


-listinn auglýsir enn á ný!
Fyrir og um páskana fóru fulltrúar K-listans um alla Eyjafjarðarsveit og hittu sveitungana. Við þökkum góðar móttökur og málefnalegar umræður og teljum okkur vel nestuð af málefnum til að vinna með áfram. Einhverjir voru ekki heima í yfirferð okkar en við bendum þeim sem vilja koma sínum málum á framfæri að hafa samband við K-lista fólk. TAKK fyrir okkur!
Kraftur -með K listanum.



Kardemommubærinn í Freyvangi

Bastían bæjarfógeti er að niðurlotum kominn að eiga við ræningjana og mun loka bæjarhliðinu eftir 1. maí.
Lokasýningar komnar í sölu á tix.is og í s. 857-5598.
Hlökkum til að sjá ykkur.



Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar
verður haldinn í Félagsborg þriðjudaginn 10. maí kl. 20:00.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Beate Stormo kemur á fundinn og segir okkur hvernig gengur með Edduna okkar.
Endilega komið með hugmyndir ykkar um skemmtileg verkefni fyrir næsta starfsár.
Verið öll hjartanlega velkomin :)
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, Hrefna, María, Heiðdís og Sólveig.

Getum við bætt efni síðunnar?