Auglýsingablaðið

1143. TBL 18. maí 2022

Auglýsingablað 1143. tbl. 14. árg. 18. maí 2022.


Brúarland, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 4. maí 2022 sl. að vísa deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Brúarlands í kynningarferli skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir 15 nýjum íbúðarlóðum á svæði sem auðkennt er ÍB15 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Áformað er að eldra deiliskipulag sem í gildi er á svæðinu falli úr gildi auk þess sem gert er ráð fyrir að núverandi íbúðar- og útihús á Brúarlandi víki.
Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 11. maí og 1. júní 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Meðan á kynningu stendur gefst almenningi kostur á að koma ábendingum vegna skipulagstillögunnar á framfæri við skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins.
Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, fimmtudaginn 26. maí milli kl. 12:00 og 15:00. Opið hús fer fram í samræmi við gr. 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar um skipulagstillöguna og taka við ábendingum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.


Íþróttamiðstöðin lokuð mánudag, þriðjudag og miðvikudag

Vegna viðhalds og námskeiða starfsfólks verður Íþróttamiðstöðin (sundlaug og íþróttahús) lokuð 23.-25. maí (mánudag-miðvikudags).
Opnum svo aftur kl. 10:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 26. maí.
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.


Kvöldhelgistund í Grundarkirkju sunnudaginn 22. maí kl. 20:00

Hugvekju kvöldsins flytur Brynhildur Bjarnadóttir sem mun ræða tengsl náttúru og trúar.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista.
Meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir.
Notaleg samvera í upphafi sumars og öll hjartanlega velkomin.


Kæru sveitungar

Nú eru nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla teknir við fjáröflunarkeflinu. Þar sem það eru einungis 6 nemendur í bekknum er augljóst að þeir geta ekki farið á öll heimili sveitarinnar og boðið pappír til sölu. Það verður því nýtt fyrirkomulag, alla vega núna í vor. Þeir sem vilja styrkja ferðasjóð þessara 6 vösku sveina og kaupa af þeim eldhús- og klósettpappír fyrir sumarið eru beðnir um að hafa samband við Nönnu ritara í síma 464-8100 eða á netfangið nanna@krummi.is.
Verðin eru:
Klósettpappír, 500 blaða, 30 rúllur kr. 5.500.
Eldhúspappír, hálfskipt blöð, 15 rúllur kr. 4.500.
Pantanir þurfa að hafa borist fyrir 23. maí og fljótlega eftir það keyra piltarnir og foreldrar þeirra pappírinn heim til fólks.
Bestu kveðjur og óskir um góðar viðtökur,
Alex, Eyvar, Gabríel, Hallgrímur, Pétur og Ýmir í 9. bekk.


Hælið verður lokað
næsta laugardag vegna fermingarveisluhalda!
En galopið á sunnudaginn frá kl. 14:00-17:00.
Velkomin.


Aðalfundarboð

Aðalfundur Matarstígs Helga magra verður haldinn á Brúnum þriðjudaginn 31. maí klukkan 20:15.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn Matarstígs Helga magra.


Vatnsleikfimi
Íbúar Eyjafjarðarsveitar 60 ára+ vatnsleikfimitímar undir stjórn Helgu Sigfúsdóttur sjúkraþjálfara verða í sundlauginni við Hrafnagilsskóla næstu föstudaga 20. maí og 27. maí klukkan 11:00, mjög góðar og liðkandi æfingar, mætum sem flest.
Félag eldri borgara Eyjafjarðarsveitar.

Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Þátttaka í sumarferðinni okkar 7.-10. júní nk. er góð. Kostnaður á mann er kr 90.000 og leggist inn á reikning 0302-26-001038, kt. 251041-4079 fyrir 1. júní. Brottför frá Félagsborg verður samkvæmt venju kl. 9:00 og frá Skautahöllinni kl. 9:15.
Nánari upplýsingar hjá Reyni, sími 862-2164, Jófríði, sími 846-5128 eða Ólafi, sími 894-3230.
Ferðanefndin.


Gönguferðir eldri borgara sumarið 2022

Nú fer vetrarstarfinu hjá okkur að ljúka, og taka göngutúrarnir við. Ætlum við að byrja þriðjudagskvöldið 31. maí. Þá göngum við Eyjaf.bakkana að venju.
7.júní Jólagarður-Kristnesafl.
14.--- Upp með Djúpadalsá að virkjun.
21. --- Kristnesskógur.
28. --- Melgerðismelar.
5. júlí Listigarðurinn.
12. --- Að Hestabrúnni sunnan flugvallar.
19. --- Vatnsenda.
26. --- Grundarskógur.
2. ágúst Kjarnaskógur
9. --- Göngustígur frá Teigi ( í norður)
16. ---Rifkelsstaðir.
23. --- Naustaborgir.
30. --- Eyjaf.bakkar (í norður)
Birt með fyrirvara um breytingar. Verum dugleg að mæta,og höfum gaman saman. Uppl.í síma 846-3222. Sjáumst, göngunefndin.


Lionsklúbburinn Sif - Aðalfundarboð

Aðalfundur verður haldinn í Félagsborg miðvikudagskvöldið 8. júní kl. 20:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Léttar veitingar.

Vilt þú gerast félagi í Lions, stærstu hjálparsamtökum heims?
Lions er alþjóðleg hreyfing og um leið skemmtilegur félagsskapur sem leggur öðrum lið þegar á þarf að halda.
Áhugasömum konum bendum við á að hafa samband með skilaboðum á facebooksíðunni Lionsklúbburinn Sif.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á lions.hronn@gmail.com eða hringja í 866-2796, Hrönn.
Starfsárinu fer senn að ljúka en svo byrjum við aftur í haust af fullum krafti.


Beitarhólf

Beitarhólf óskast fyrir 3 fullorðna stillta og prúða reiðhesta í byrjun júni, þarf ad duga þeim þrem fram á haustið. Eigandi setur rafmagnsstreng og passar vel upp á þá. Ekki væri verra að það væri á Kristnes/Hrafnagilssvæðinu. Uppl. sola@simnet.is


Leikskólinn Krummakot
auglýsir eftir sparkbílum sem og búdóti eða gömlum pottum, pönnum, sleifum, kötlum og allskonar eldhúsdóti sem hægt er að nýta í útiveru. Tökum við slíku fegins hendi núna þegar að sumrar.


Kvenfélagið Iðunn
Minnum á vorfundinn í Laugarborg laugardaginn 21. maí, kl. 11:00.
Léttar veitingar.
Nýjar konur velkomnar.
Vorkveðjur, stjórnin.

Getum við bætt efni síðunnar?