Auglýsingablaðið

1146. TBL 08. júní 2022

Auglýsingablað 1146. tbl. 14. árg. 8. júní 2022.



Sveitarstjórnarfundur

589. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, föstudaginn 10. maí og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Síðasti fundur skipulagnefndar fyrir sumarfrí
verður mánudaginn 13. júní.
Erindi þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 9. júní fyrir kl. 16:00.
Skipulagsnefnd.


-lista kveðja!

Kæra stuðningsfólk K-listans. Innilegar þakkir fyrir ykkar stuðning í sveitarstjórnarkosningunum. Án ykkar værum við ekki með okkar þrjá menn inni í sveitarstjórn. Við hlökkum til að vinna að málefnum sveitarfélagsins næstu fjögur árin.
Ásta-Sigurður-Sigríður-Guðmundur-Sóley-Eiður-Margrét-Þórir-Elín-Jón Tómas-Rósa-Benjamín-Jófríður-Aðalsteinn.
Kraftur – með K listanum!


Kaffihlaðborð í Funaborg sunnudaginn 12. júni kl. 13:30-17:00

Kvenfélagið Hjálpin verður með sitt margrómaða kaffihlaðborð á
Melgerðismelum þar sem borðin svigna undan kökum og fíneríi.
Verð fyrir fullorðna 2.500 kr. og 1.000 kr. fyrir grunnskólabörn.
Engar áhyggjur ef þið komist ekki núna, verðum aftur 28. ágúst.


UNGFOLAHÓLF HROSSARÆKTARFÉLAGSINS NÁTTFARA
Hrossaræktarfélagið Náttfari tekur á móti umsóknum um ungfola í hólf í sumar. Skráningarskylda fyrirfram hjá Sigríði og Einari í tölvupóstum (holsgerdi@simnet.is) og (einar@krummi.is) í síðasta lagi föstudaginn 10. júní. Skrá þarf nafn, uppruna og/eða fæðingarnúmer auk eiganda/umsjónarmanns. Félagsmenn sitja fyrir. Minnum á að folarnir þurfa að vera örmerktir. Ormalyf verður gefið á staðnum þegar sleppt er og er það innifalið í gjaldinu. Ef mikil skráning er gæti komið til forgangsröðunar en við látum umsækjendur vita um leið og það er ljóst.
Auglýst verður á allra næstu dögum hvaða dag tekið er við folum í hólfið.
Stjórn Náttfara.


Hrafnagilshátíð 16.-17. júlí nk. – hátíð í heimabyggð
Markaður og blómabýttiborð verður í Laugarborg, flóamarkaðir víða um hverfið á laugardeginum og handverksfólk með opið hjá sér.
Ýmislegt annað er í undirbúningi og verða íbúar, sveitungar, gestir og gangandi hvattir til að fá sér létta göngu um hverfið. Nánar auglýst síðar.
Takið helgina frá fyrir hátíð í heimabyggð.
Hlökkum til að sjá líf og fjör í Hrafnagilshverfinu.
Bestu kveðjur, Kvenfélagið Iðunn.



Dyngjan-listhús

Sextán félagar úr Myndlistarfélaginu á Akureyri bjóða í þriðja sinn upp á útisýningu við Dyngjuna - listhús, á tímabilinu frá 4. júní til 31. ágúst sumarið 2022. Opið milli kl. 14:00-18:00.
Aðgangur er ókeypis.
Listamenn :
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Hjördís Frímann
Björg Eiríksdóttir
Karólína Baldvinsdóttir
Brynhildur Kristinsdóttir
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir
Rosa Kristin Juliusdottir
Karl Guðmundsson
Hrefna Harðardóttir
Jonna
Helga Sigríður Valdimarsdóttir
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Joris Rademaker
Aðalsteinn Þórsson
Arna Vals
Hallgrímur Ingólfsson

Dyngjan - listhús er í landi Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Ekið er frá Akureyri eftir Eyjafjarðarbraut vestri veg 821 og síðan beygt til hægri inn á veg 824 merktur Möðrufell og þá er aftur beygt til hægri að Dyngjunni-listhúsi.



Markaðshelgi í Laugarborg 16.-17. júlí nk. – Ath. tveggja daga gleði

Kvenfélagið Iðunn auglýsir eftir áhugasömum söluaðilum handverks og matvöru sem vilja vera með á markaði í Laugarborg annan eða báða dagana 16.-17. júlí nk.

Hvert borðpláss er á 5.000 kr./per. dag.
Borðin eru 170 cm á breidd og 70 cm á dýpt.

Umsóknarfrestur til og með þriðjud. 21. júní.
Óskir um nánari upplýsingar og umsóknir sendist á
idunnhab@gmail.com (Hrönn).

Getum við bætt efni síðunnar?