Auglýsingablaðið

1159. TBL 21. september 2022

Íþróttavika Evrópu 23.9.-30.9.
Eyjafjarðarsveit ætlar að taka þátt í Íþróttaviku Evrópu sem verður 23.9.-30.9.
Frítt í sund þessa daga og hér eru þeir viðburðir sem verður boðið uppá:
Föstudagur 23.9.
Kl. 20:00-22:00 – Íþróttamót í íþróttasalnum fyrir unglingastig
Laugardagur 24.9.
Kl. 10:00-12:00 – Opinn tími í borðtennis í íþróttasalnum
Kl. 12:00-13:30 – Opinn tími í badminton í íþróttasalnum
Sunnudagur 25.9.
Kl. 12:30-14:00 – Opinn tími í körfubolta í íþróttasalnum
Mánudagur 26.9.
Kl. 17:30-18:30 – Aqua Zumba í sundlauginni
Þriðjudagur 27.9.
Kl. 17:30-18:45 – Yoga tími í Hjartanu í skólanum
Miðvikudagur 28.9.
Kl. 17:30-18:30 – Zumba tími í Hjartanu í skólanum
Fimmtudagur 29.9.
Kl. 17:30-18:30 – Yoga Nidra tími í Hjartanu í skólanum
Föstudagur 30.9.
Kl. 17:30 – Ganga frá Öngulsstaðaseli, uppá Haus og niður Þverárgil

Nánar um viðburðina á www.esveit.is 

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum fyrir 18. október vegna úthlutunar úr sjóðnum 1. nóvember næstkomandi.
Tilgangur Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar er að styrkja menningarverkefni í Eyjafjarðarsveit, að leggja til framlag til kaupa á listaverkum fyrir Eyjafjarðarsveit, að styrkja listamenn, félög og fræðimenn og aðra þá sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni og að fjármagna þau sérverkefni sem sjóðsstjórn kann að ákveða hverju sinni.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is

Hátíðarmessa í Kaupangskirkju sunnudaginn 25. september kl. 13.30
Kaupangskirkja fagnar 100 ára afmæli á árinu og í tilefni þess verður blásið til hátíðarmessu næstkomandi sunnudag.
Nývígður Hólabiskup sr. Gísli Gunnarsson predikar og sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er María Haraldsdóttir og Þorbjörg Helga Konráðsdóttir les ritningarlestra. Söngfélagar við Kaupangskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista og einsöngvari er Auðrún Aðalsteinsdóttir.
Ragnheiður Birta Hákonardóttir og Þórarinn Karl Hermannsson leika einnig fyrir kirkjugesti á harmóníkur.
Veislukaffi eftir samveruna í boði sóknarnefndar.
Komið fagnandi til kirkju kæru vinir og sveitungar á þessum gleðidegi!

Vatnsleikfimi fyrir 60+ verður, ef næg þátttaka fæst í sundlauginni í Íþróttamiðstöðinni á mánudögum klukkan 10:10-11:10. Helga Sigfúsdóttir sjúkraþjálfari verður leiðbeinandi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á tjarnir@simnet.is.
Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit.

Kæru sveitungar.
Nú eru nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla að fara af stað í fjáröflun. Þar sem það eru einungis 6 nemendur í bekknum er augljóst að þeir geta ekki farið á öll heimili sveitarinnar og boðið pappír og fisk til sölu. Fyrirkomulagið verður því þannig að áhugasamir viðskiptavinir senda tölvupóst á nanna@krummi.is ef þeir vilja kaupa pappír eða fisk af piltunum.
Verðin eru:
Klósettpappír, 500 blaða, 30 rúllur kr. 5.500
Eldhúspappír, hálfskipt blöð, 15 rúllur kr. 4.500
Askja með þorskbitum (2,5 kg.) kr. 5.000
Askja með bleikjubitum (2,5 kg.) kr. 5.000
Pantanir þurfa að hafa borist fyrir mánudaginn 26. sept. og fljótlega eftir það keyra piltarnir og foreldrar þeirra pappírinn og fiskinn heim til fólks.
Bestu kveðjur og óskir um góðar viðtökur,
Alex, Eyvar, Gabríel, Hallgrímur, Pétur og Ýmir í 10. bekk

Dekurdagar verða dagana 6.–9. október nk. og verða þá seldar m.a. bleikar slaufur til að setja á ljósastaura/póstkassa til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.

Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar í lok september og taka þær niður í lok október.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Slaufan kostar 5.000 kr. (að lágmarki). Í fyrra söfnuðust alls 471 þúsund kr. í Eyjafjarðarsveit.

Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október. Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu.

Bingó
Bingó verður haldið í Freyvangi, laugardaginn 24. september nk. klukkan 14:00. Fullt af flottum vinningum. Spjaldið kostar 500 kr. og sjoppan verður opin. Hlökkum til að sjá ykkur.
Freyvangsleikhúsið

Getum við bætt efni síðunnar?