Auglýsingablaðið

1165. TBL 02. nóvember 2022

Auglýsingablað 1165. tbl. 14. árg. 2. nóvember 2022.



Kótilettukvöld á Lamb Inn – ,,Loks eftir langan dag“

Laugardaginn 5. nóvember kl. 19:00 verður okkar vinsæla kótilettukvöld aftur á dagskránni.
Lamb Inn Kótilettur á hlaðborði með rauðkálinu okkar og öðru meðlæti. Norðlenska búðingahlaðborðið í eftirrétt.
Heiðursgestur er séra Hjálmar Jónsson sem heiðrar fyrrum sveitunga sína með nærveru sinni: Gott ef hann fer ekki með nokkrar stökur úr nýútkominni bók sinni – söngur og glens eins og alltaf á kótilettukvöldunum okkar: Reynir Schiöth mætir með hljómborðið.
Fyrir herlegheitin þarf að borga 5.700 krónur.
Pantanir í síma 463-1500 eða johannes@lambinn.is



FEBE = Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

* Fimmtudaginn 3. nóvember stendur FEBE, Félag eldri borgara í
Eyjafjarðarsveit, fyrir heimsókn í Flugsafnið.
Tekið verður á móti okkur kl. 14:00 og fáum við leiðsögn um safnið. Aðgangseyrir er 1000 kr.


* Jólahlaðborð FEBE, Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit, verður á
Brúnum laugardaginn 26. nóvember. Nánar auglýst síðar.



Kæru sveitungar

Blaðið okkar Eyvindur verður gefið út fyrir jólin í ár eins og síðustu 30 árin. Ef ykkur langar að senda okkur eitthvað efni til birtingar er það vel þegið fyrir 15. nóvember.
Bestu kveðjur fyrir hönd ritnefndar,
Auður í Öldu og Benjamín á Tjörnum, audur@melgerdi.is og tjarnir@simnet.is



Allraheilagramessa í Munkaþverárkirkju sunnudagskvöldið 6. nóvember kl. 20:00

Við komum saman og minnumst fólksins okkar sem hefur kvatt þennan heim. Umræðuefni kvöldsins er hvað gerist eftir útförina og hvernig við tökumst á við breyttan veruleika í lífum okkar.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir.
Messukaffi eftir samveruna í boði sóknarnefndar. Verið öll velkomin!



Leiðarlýsing 2022

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi stendur fyrir leiðarlýsingu í kirkjugörðunum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár.
Krossar eru settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. Þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og síðast. Gjald fyrir hvern kross er kr. 3.800.- Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.

 


UMF Samherjar - búningar

Undanfarna mánuði hefur stjórn UMF Samherja unnið hörðum höndum í búningamálum fyrir félagið. Ýmsir möguleikar hafa verið skoðaðir og er niðurstaðan sú að ganga til samninga við JAKO um að útvega félaginu búninga fyrir starfsemi sína. Einn af stóru þáttunum sem horft var til var þjónusta og aðgengi. Einnig var horft til fjölbreytni í vöruframboði til að koma til móts við fjölgreinafélag eins og okkar félag er. Jako býður upp á vefverslun þar sem hægt er að panta búninga og fylgihluti eftir þörfum. Slóðina á vefverslunina má finna hér: https://jakosport.is/voruflokkur/ithrottafelog/umfsamherjar/

Af þessu tilefni verða fulltrúar JAKO með kynningu á vörunum á sérstöku tilboðsverði og mátun í Hjartanu í Hrafnagilsskóla, fimmtudaginn 3. nóvember á milli kl. 16:00 og 18:00. Þar verða sýnishorn til mátunar og hægt að ganga frá pöntunum líka.
Stjórn UMF Samherja.



Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna fer fram dagana 3. - 6. nóvember

Með því að kaupa Neyðarkallinn styrkir þú beint þá sveit sem keypt er af hverju sinni. Við í Dalbjörgu ætlum að vera á ferðinni um Eyjafjarðarsveit þessa daga og biðjum við alla íbúa um að taka vel á móti sölufólki okkar þegar þau banka uppá.
Einnig bjóðum við upp á rafhlöður í reykskynjara eins og við höfum gert í mörg ár.

Neyðarkallinn kostar 2.500 kr. að þessu sinni.

Sveitin tekur líka við frjálsum framlögum og hægt er að leggja inn á reikning sveitarinnar. Kt: 530585-0349. Rn: 0302-26-012482

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn í gegnum árin og hlökkum til að sjá ykkur, Hjálparsveitin Dalbjörg.



Hæhæ,
við erum nokkrar stelpur sem ætlum að koma saman og vera með fatasölu með notuðum fötum. Allt er á mjög góðu verði og fer fyrir lítinn pening. Það verða stelpuföt, mikið úrval af barnafötum bæði stelpufötum & strákafötum í mörgum stærðum og einnig verðum við með skó, barnadót og fylgihluti.
Við verðum staðsettar í félagsheimilinu Laugarborg á Hrafnagili og verðum með opið frá klukkan 17:00-21:00, fimmtudaginn 3. nóvember.
Endilega komið og kíkið á okkur, vonumst til að sjá sem flesta :-)



Gámasvæði flutt norður fyrir Bakkatröð

Vegna framkvæmda við Eyjafjarðarbraut vestri og tengingar hennar við Hrafnagilshverfi hefur gámasvæðið verið flutt norður fyrir Bakkatröð.

Opnunartímar eru kl. 13:00-17:00 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.

Nánari upplýsingar gefur Halli í síma 893-0503.

Getum við bætt efni síðunnar?