Auglýsingablaðið

1181. TBL 22. febrúar 2023

Auglýsingablað 1181. tbl. 15. árg. 22. febrúar 2023.

 


Sveitarstjórnarfundur

605. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 2. mars og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið er lokað út vikuna vegna vetrarleyfis í skólanum.
Við opnum aftur þriðjudaginn 28. febrúar.

Venjulega er opið á safninu:
Þriðjudaga frá 14:00-17:00
Miðvikudaga frá 14:00-17:00
Fimmtudaga frá 14:00-18:00
Föstudaga frá 14:00-16:00

Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og fara niður í kjallara þaðan.K-lista fundur framundan !

Ágætu sveitungar, K-listinn boðar til spjallfundar fyrir stuðningsfólk sitt um málefni og áherslur listans þriðjudagskvöldið 28. febrúar nk. kl. 20:00 í Félagsborg.
Kætumst og komum á K-lista fund!Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 25. febrúar og hefst kl. 12.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Á vegum félagsins verður boðið upp á súpu og brauð ásamt kaffi og konfekti. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Stjórnin.Fólkið í blokkinni
í Freyvangsleikhúsinu eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Kolbúnar Lilju Guðnadóttur.
Það er ekki alltaf einfalt líf að búa í blokk.
Hver kannast ekki við geðvonda húsvörðinn sem hefur allt á hornum sér eða dramatíska unglinginn í næstu íbúð.
Í þessari tilteknu blokk er hljómsveitin Sónar aðalnúmerið og söngleikurinn Fólkið í blokkinni er í fullum undirbúningi af íbúum blokkarinnar. Það gengur á ýmsu hjá meðlimum hjómsveitarinnar sem og öðrum íbúum, vandamálin eru ýmist sprenghlægileg eða grafalvarleg og ástin liggur í loftinu. Komið og sjáið þetta stórskemmtilega leikverk þar sem tónlist og gleði er í fararbroddi.
Frumsýning er 24. febrúar, miðasala á tix.is og í síma 857-5598.

 


Félagsvist fyrsta af þremur

Félagsvist verður haldin í Funaborg Melgerðismelum fimmtudagskvöldið 23. febrúar kl. 20. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin og svo setuverðlaun. Sjoppan opin, pylsur og nammi. Þátttökugjald kr. 1.500.-
1. sæti gjafabréf frá Kjarnafæði Norðlenska
2. sæti Vitinn mathus
3. sæti gjafabréf Sveitasælan
Setuverðlaun eggjabakki (30 egg) frá Gæðaegg Hranastöðum
Hestamannafélagið Funi

Getum við bætt efni síðunnar?