Auglýsingablaðið

1183. TBL 08. mars 2023

Auglýsingablað 1183. tbl. 15. árg. 8. mars 2023.

 


Sveitarstjórnarfundur

606. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er fyrirhugaður í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 16. mars og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.Bakverðir heimaþjónustunnar

Sveitarfélagið auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem gætu tekið að sér tilfallandi verkefni í heimaþjónustu í verktöku. Hefur verkefnið verið kallað bakverðir heimaþjónustunnar.

Almennt er um að ræða afleysingar þegar útlit er fyrir að mikilvæg þjónusta falli annars niður af óviðráðanlegum orsökum. Því miður þá hefur þessi staða skapast nokkrum sinnum og er brýnt fyrir sveitarfélagið að leita leiða til að geta betur brugðist við þegar svo gerist, sérstaklega þar sem þörfin er mest.

Frekari upplýsingar um verkefni heimaþjónustunnar veitir Sandra Einarsdóttir á sandra@esveit.is eða í síma 463-0600. Áhugasamir sendi erindi á sandra@esveit.is með tengiliðaupplýsingum.Sumarafleysing í heimaþjónustu

Sveitarfélagið óskar eftir áhugasömum aðilum til að sinna, í verktöku, sumarafleysingu í heimaþjónustu.

Frekari upplýsingar um verkefni heimaþjónustunnar veitir Sandra Einarsdóttir á sandra@esveit.is eða í síma 463-0600. Áhugasamir sendi erindi á sandra@esveit.is með tengiliðaupplýsingum.Menningararfurinn í Eyjafjarðarsveit

Þá verður haldið áfram að rifja upp fyrirkomulag og atvik tengd göngum og réttum í sveitinni á laugardaginn 11. mars.
Hittumst í Félagsborg kl. 10:00-12:00 - heitt á könnunni og kannski eitthvað að bíta í.Fólkið í blokkinni í Freyvangsleikhúsinu

Það er ekki alltaf einfalt líf að búa í blokk.
Hver kannast ekki við geðvonda húsvörðinn sem hefur allt á hornum sér eða dramatíska unglinginn í næstu íbúð.
Í þessari tilteknu blokk er hljómsveitin Sónar aðalnúmerið og söngleikurinn Fólkið í blokkinni er í fullum undirbúningi af íbúum blokkarinnar. Það gengur á ýmsu hjá meðlimum hjómsveitarinnar sem og öðrum íbúum, vandamálin eru ýmist sprenghlægileg eða grafalvarleg og ástin liggur í loftinu.
Komið og sjáið þetta stórskemmtilega leikverk þar sem tónlist og gleði er í fararbroddi.
Sýningar eru næstu helgar föstudags- og laugardagskvöld kl. 20:00. Nánari upplýsingar á tix.is og í síma 857-5598.

 


Iðunnarkvöld – þriðjudaginn 14. mars kl. 20:00 í fundarherberginu í Laugarborg

Notalegt Iðunnarkvöld með spjalli, handavinnu fyrir þær sem vilja og að sjálfsögðu einhverju gúmmelaði með, bæði hollu og óhollu :-)
Nýjar konur velkomnar.
Kvenfélagið Iðunn.Dósasöfnun

Við erum 3 nemendur í 7. bekk Hrafnagilsskóla og erum við búin að vera að safna dósum í Hrafnagilshverfinu. Ágóðinn af söfnuninni fer svo barna í Úkraínu. Núna langar okkur að leita til íbúa utan Hrafnagilshverfisins. Þeir sem hafa áhuga að styðja okkur með dósum geta haft samband við Hákon í síma 896-9466. Við munum svo fara rúnt um sveitina laugardaginn 18. mars og sækja til þeirra sem vilja.
Ragnheiður Birta, Heiðmar Kári og Katrín BjörkErtu með fótapirring eða barnið þitt?

Hefur þú prófað Volare Foot Rescue kæligelið?
Frábært gel sem gengur vel inn í húðina.
Kælir, hressir og dregur úr þreytu og pirringi í fótum.
Nánari upplýsingar og pantanir í síma 866-2796 eða á facebook Hrönn Volare

 


Leitum að húsnæði!!!!
Vorum svo heppin að fá að kynnast því að búa hér á Hrafnagili í vetur og hér er ofsalega gott að vera og við viljum gjarnan vera áfram.
Leitum því að húsnæði, helst langtímaleigu, í upphafi sumars.
Erum 3 fullorðin í vinnu + 1 unglingur í framhaldsskóla.
Arna Björg, Sigtýr, Styrbjörn og Steinkell.
Gsm: 896-9573.Viltu koma að dansa !!! - framhaldsnámskeið

Ég ætla að gera enn eina tilraunina til að halda dansnámskeið fyrir fullorðna sem hafa smá grunn í dansi. Ef þið hafið einhvern tímann farið á dansnamskeið, má vera langt síðan og þið þurfið ekkert að muna neitt því þetta rifjast allt upp um leið og þið byrjið. Dansnámskeiðið verður haldið í Laugarborg á þriðjudagskvöldum kl. 20:30-21:50. Stefni á að byrja þriðjudaginn 14. mars og þetta verða 8 skipti.
Farið verður í gömlu dansana, cha cha, samba, jive, tjútt og ýmislegt fl.
Nánari upplýsingar og innritun er í síma 891-6276 (eftir kl. 18:00), einnig hægt að senda mér tölvupóst á netfangið: elindans@simnet.is
Hlakka til að sjá sem flesta, Elín Halldórsdóttir, danskennari.


Nú opnum við HÆLIÐ á laugardögum frá kl. 14:00-17:00
Kaffi og meððí og áhrifarík sýning um sögu berklanna.
Ert þú búin að heimsækja HÆLIÐ?
Velkomin – María Hælisstýra.

Getum við bætt efni síðunnar?