Auglýsingablaðið

1195. TBL 31. maí 2023

Auglýsingablað 1195. tbl. 15. árg. 31. maí 2023.Espihóll, Eyjafjarðarsveit - kynning aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 18. apríl 2023 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugað íbúðarhús á landareigninni Espihóli, í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að nýtt 1,4 ha svæði verði skilgreint sem íbúðarsvæði þar sem nú er skilgreint landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Skipulagsverkefnið snýr að skipulagi lóðar fyrir íbúðarhús á óræktuðu landi.
Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 23. maí 2023 og 6. júní 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is. Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, föstudaginn 2. júní milli kl. 12:00 og 15:00. Opið hús fer fram í samræmi við gr. 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar um skipulagstillöguna og taka við ábendingum. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugsemdir við skipulagstillögurnar til þriðjudagsins 6. júní 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulagsfulltrúi.Útilistasýningin „Heimalingar IV“

20 heimalingar - norðlenskir listamenn sýna list sína við Dyngjuna-listhús sumarið 2023.
Opið verður alla daga frá 14:00-17:00 frá 3. júní - 31. ágúst. Aðgangur ókeypis.
Velkomin að njóta menningar í fagurri náttúru Eyjafjarðarsveitar.
Nánari upplýsingar eru á Dyngjan-listhús á FB og í síma 899-8770.
Sýnendur :
Hadda, Brynhildur Kristinsdóttir, Jonna, Anna Þóra Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Oddný E Magnúsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Hjördís Frímann, Joris Rademaker, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Freyja Reynisdóttir, Rosa Kristin Juliusdottir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Björg Eiríksdóttir, Stefán Tryggva og Sigríðarson, Hallgrímur Stefán Ingólfsson, Ólafur Sveinsson.Kvenfélagið Hjálpin – kaffihlaðborð

Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð sunnudaginn 4. júní í Funaborg á Melgerðismelum milli klukkan 13:30 og 17:00, eða meðan birgðir endast.
Verð 3.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn, yngri borða frítt.
Hlökkum til að sjá ykkur, stjórnin.Blómasala Umf. Samherja

Stjórn Umf. Samherja þakkar veittan stuðning og góðar viðtökur um
síðastliðna helgi þegar hin árlega blómasala fór fram. Salan var það góð
að því miður náðist ekki að heimsækja öll heimili sveitarinnar.
Sölufólki eru einnig færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag í þessari
fjáröflun félagsins. Stjórn Umf. Samherja.Sumaræfingar hjá Umf. Samherjum

Tímatafla og upplýsingar um starfið í sumar hafa verið birt á Facebook síðu Umf. Samherja og heimasíðu félagsins samherjar.is.
Vonumst til að fá sem flesta iðkendur á æfingar í sumar!

Getum við bætt efni síðunnar?