Auglýsingablaðið

1229. TBL 07. febrúar 2024

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Vegna vetrarleyfis Hrafnagilsskóla verður bókasafnið lokað dagana 14., 15. og 16. febrúar nk. Opnum aftur þriðjudaginn 20. mars.
Venjulega er opið á safninu:
Þriðjudaga kl. 14:00-17:00
Miðvikudaga kl. 14:00-17:00
Fimmtudaga kl. 14:00-18:00
Föstudaga kl. 14:00-16:00
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og fara niður í kjallara þaðan.

Lífshlaupið hófst í dag miðvikudag!
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi en stuðst er við ráðleggingar frá Embætti landlæknis um hreyfingu. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 150 mínútur á víku. En í Lífshlaupinu er miðað við 30 mínútur á dag fyrir fullorðna.
Í ár er nýr keppnisflokkur fyrir Hreystihópa 67+ hér má finna allt um Lífshlaupið https://lifshlaupid.is/

AÐALFUNDUR
Kvenfélagið Hjálpin heldur aðalfund sinn að Brúnum
þann 17. febrúar kl. 11:00.

Fundarefni:
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Kosning gjaldkera og varagjaldkera
• Önnur mál

Veitingar í boði skv. venju.

Kvenfélagið Hjálpin er rótgróinn félagsskapur sem var stofnaður árið 1914 og hét upphaflega Hjúkrunarfélagið Hjálpin. Markmið félagsins var að styðja við bakið á sjúkum og þeim sem minna máttu sín í nærsamfélaginu og má segja að svo sé enn í dag þó flest hafi breyst á þessum 110 árum.
Það er því stórafmæli framundan og hafa félagskonur í hyggju að fagna þessum tímamótum með veglegum hætti.
Nýjar félagskonur hjartanlega velkomnar til að taka þátt í okkar frábæra starfi en einnig eru áhugasamar velkomnar á fundinn án allra skuldbindinga.

Kveðja, stjórnin.

Kirkjukór Grundarsóknar
Aðalfundur kórsins verður haldin 19. febrúar kl. 21:00 í Laugarborg.
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Stjórnin.

Gaukshreiðrið hjá Freyvangsleikhúsinu
Frumsýning 16. febrúar kl. 20:00.
Sýningar næstu helgar komnar í sölu á tix.is og í síma 857-5598.

Getum við bætt efni síðunnar?