Auglýsingablaðið

350. TBL 11. janúar 2007 kl. 01:20 - 01:20 Eldri-fundur

 

Frá skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Bjargráðasjóður.

Um hlutverk Bjargráðasjóðs var fjallað í síðasta Auglýsingablaði. Eyðublöðum til útfyllingar vegna umsóknar um bætur úr sjóðnum hefur verið dreift til þeirra, sem vitað er að hafa orðið fyrir tjóni af völdum flóðanna í desember. Viðkomandi eru beðnir að skila þeim til skrifstofunnar sem fyrst og ekki síðar en fimmtudaginn 11. jan. þeim, sem ekki hafa fengið þessi eyðublöð í hendur, en telja sig geta átt rétt á bótum úr sjóðnum, er bent á að hafa samband við skrifstofuna og fá eyðublöðin send eða vitja þeirra þar.


Um hættumat vegna ofanflóða.

Sveitarstjórn hefur, með vísan til 4. gr. laga nr. 49/1997, um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, óskað eftir að hættumat fari fram á þeim svæðum, sem skriðurnar féllu. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar kanna nú aðstæður og safna upplýsingum. Gert er ráð fyrir að greinargerð þeirra liggi fyrir í næstu viku. Framhaldið ræðst af ákvörðun umhverfisráðherra og svonefndrar ofanflóðanefndar, sem starfar skv. fyrrnefndum lögum.


Sundlaug Hrafnagilsskóla.

áformað er að sundlaug Hrafnagilsskóla verði formlega tekin í notkun laugardaginn 13. jan. n. k. Nánari tímasetning og dagskrá verður auglýst í sérstöku dreifibréfi n. k. fimmtudag.

Sveitarstjóri.

 

-------

Hryssa í óskilum

Dökk-rauð-blesótt fullorðin hryssa, er í óskilum hjá Auðbirni Kristinssyni í Hólakoti

Nánari upplýsingar gefur Bjarni Kristinsson í síma 895 3253.

Dýraeftirlitsmaður


-------

Kirkjukór Laugalandsprestakalls!

Athugið!

Engin æfing fyrr en mánudagskvöldið 15. jan.


-------

Uppbygging í Funaborg

Stjórn Hestamannafélagsins Funa óskar félagsmönnum sínum og öðru stuðningsfólki gleðilegs nýs árs og þakkar jafnframt fyrir vel unnin störf og margvíslegan stuðning á nýliðnu ári. Eitt helsta verkefni félagsins í upphafi árs er að gera lagfæringar á suðurhluta Funaborgar þannig að til verði einangraður salur, um 100 m2 að stærð, sem hentar til stærra samkomuhalds og fyrir ýmsar veislur fyrir félög og einstaklinga í Eyjafjarðarsveit.
Fyrsti vinnudagur er fyrirhugaður kl. 13, sunnudaginn 7. janúar. Farið verður yfir hvað þarf að gera og hafist handa við fyrstu framkvæmdir.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta með verkfæri til niðurrifs og uppbyggingar. Aðrir í Eyjafjarðarsveit sem vilja leggja þessari uppbyggingu lið eru að sjálfsögðu einnig velkomnir.

Stjórn Funa.


-------

Hefur einhver tapað undan sér?

ég fann dekk á veginum að morgni gamlaársdags sennilega varadekk.

Upplýsingar í síma 8621225 - óli.

-------

Hjálparsveitin Dalbjörg

þökkum frábærar viðtökur í flugeldasölunni núna um áramótin. Ykkar stuðningur skiptir miklu máli og hjálpar okkur að standa okkur vel.
Einnig minnum við á flugeldasímann sem er 844 1380, vanti ykkur flugelda fyrir þrettándann.

þökkum veittan stuðning - Hjálparsveitin Dalbjörg.

 

-------

314. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 9. jan. 2007 kl. 20.00.

Dagskrá.

1. Fundargerðir skipulagsnefndar, 67., 68. og 69. fundur, 6. og 13. des. 2006 og 4. jan. 2007.
2. Fundargerð samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998 - 2018, 1. fundur, 11. des. 2006.
3. Fundargerð félagsmálanefndar, 111. fundur, 14. des. 2006.
4. Fundargerð byggingarnefndar, 55. fundur, 13. des. 2006 ásamt fundargerð "jólafundar" dags. sama dag.
5. Erindi umhverfisráðuneytisins dags. 1. des. 2006 um aðgerðir gegn minkum. Beiðni um framlag sveitarfélagsins vegna aðgerðarinnar.
6. Fundargerð ráðgjafarnefndar um minkaveiðiátak á Eyjafjarðarsvæðinu, dags. 4. jan. 2007.
7. Erindi umhverfisstofnunar dags. 6. des. 2006 um skipan lykilveiðimanns vegna átaks útrýmingar minks.
8. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar, 222. fundur, 13. des. 2006.
9. Snorraverkefnið, erindi dags. 5. des., beiðni um 100 þús. kr. styrk.
10. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi, endurnýjun þjónustusamnings.
11. Erindi Huldu Jónsdóttur, Ytri-Tjörnum, dags. í nóv. 2006, athugasemdir vegna aðgengis fatlaðra að sundlaug Hrafnagilsskóla.
12. Erindi Hrafnhildar Vigfúsdóttur og Daníels þorsteinssonar, Skógartröð 9, dags. 13. des. 2006, beiðni um að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að háspennulínur ofan lóðarinnar verði fjarlægðar.
13. Erindi Magnúsar Svavarssonar, Rifkelsstöðum 3, dags. 18. des. 2006, beiðni um styrk vegna stofnunar fyrirtækisins Varnir ehf.
14. Slökkvilið Akureyrar, bréf dags. 12. des. 2006, svar við bréfi sveitarstjóra dags. 27. okt. 2006.
15. Erindi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar um leiðir til sparnaðar í rekstri Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
16. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,erindi dags. 27. des. 2006, beiðni um umsögn við drög að nýrri reglugerð um stjórnsýslureglugerð sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra.
17. Tillaga að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025, Fjörubyggð.
18. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 96. fundur, 6. des. 2006.
19. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar 27. nóv. 2006.
20. Fundargerð stjórnar Eyþings, 177. fundur, 15. des. 2006.

Sveitarstjóri.


Getum við bætt efni síðunnar?