Auglýsingablaðið

347. TBL 11. janúar 2007 kl. 01:45 - 01:45 Eldri-fundur

Auglýsingablað 347. tbl. 16. des. 2006

 

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Mánudaginn 18. desember kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00.
þriðjudaginn 19. desember kl. 9:00-12:00.
Miðvikudaginn 20. desember kl. 9:00-12:00 og er það síðasti opnunardagur fyrir jól.
á milli jóla og nýárs er opið:
Fimmtudaginn 28. desember kl. 14:00-17:00.
Safnið opnar aftur eftir áramót:
Miðvikudaginn 3. janúar kl. 9:00 -12:00 og eftir það er opið eins og venjulega: Alla virka daga frá 9:00-12:00 og einnig mánudaga frá 13:00-16:00.

Jólakveðjur frá bókasafninu,
Margrét bókavörður.

-------

Jólaball - Jólaball
Kvenfélagið Hjálpin heldur sína árlegu jólatrésskemmtun í Sólgarði, föstudaginn 29.desember klukkan 13:30. Allir velkomnir.

Kvenfélagið Hjálpin.

-------

Sauðfjárbændur athugið

Ull verður tekin í Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 17. des á eftirtöldum stöðum:

 - Höskuldsstöðum ( kartöflugeymslan)
 - árgerði
 - Vatnsenda

þeir sem vilja koma með ull sína verða þá búnir að merkja og vigta pokana, og koma þeim á viðkomandi staði fyrir kl. 10:00 á sunnudagsmorgun.

Stjórnir fjárrækrarfélaganna.

-------

Bændur - Hesteigendur ATH!

Tökum hross í tamningu og þjálfun. Erum starfandi á Melgerðismelum. Erum félagar í FT. Höfum lokið námi frá Hólaskóla.

þórhallur og Sara s: 862 8840.

-------

Jólabingó

Jólabingó Hestamannafélagsins Funa verður haldið í Funaborg á Melgerðismelum sunnudaginn 17. desember kl. 14:00.  Fjöldi vinninga í boði.
Allir velkomnir - Húsnefnd Funa.

-------

Kæru sveitungar

Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir góðar móttökur í fjáröflun okkar rétt fyrir jólin.

Ef einhverjir óska eftir að kaupa eldhúspappír þá geta þeir haft samband við Kristínu á Merkigili í síma 846 2090 eða önnu Huldu í síma 847 6163.

Gleðileg jól og farsælt á nýtt ár

Ungmennafélagið Samherjar.

-------

Holtsels-Hnoss
Vegna fljúgandi hálku síðasta sunnudag höfum við ákveðið að hafa aftur opna íssölu á hlöðuloftinu næstkomandi sunnudag, eða þann 17. des.
Opið verður frá 14:00-16:00.

Guðrún og Guðmundur s. 8612859 / 4631159.

-------

Hundaeigendur

Bent er á að hreinsun hunda á að vera lokið 31. desember 2006. þeir sem enn hafa ekki látið hreinsa hunda sína eru hvattir til að gera það sem fyrst.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.

-------

Frá Eyvindi

Kærar þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn við uppskeru efnis í blaðið, afraksturinn kemur í ljós innan tíðar.

Ritnefnd.

-------

Kæru sveitungar

Unglingarnir í Hrafnagilsskóla verða með upplestur á bókasafninu mánudaginn 18. des. Upplesturinn hefst kl. 13:30 og lesið verður úr nýútkomnum bókum. Meðan á upplestrinum stendur verður boðið upp á kaffi og heimagert konfekt.

Við hvetjum sveitunga okkar til að taka sér örlítið hlé frá jólaundirbúningnum og kíkja í heimsókn á safnið.

Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur í unglingadeild Hrafnagilsskóla.


Getum við bætt efni síðunnar?